Innlent

Helmingi færri skjálftar en síðustu nótt

Fréttablaðið/Auðunn
Jarðskjálftavirkni á gosstöðvunum norðan Vatnajökuls virðist svipuð og síðustu nætur. Á umbrotasvæðinu mældust 23 skjálftar, þar af níu í Bárðarbungu en þetta eru um helmingi færri skjálftar en voru síðustu nótt, en svipað og þarsíðustu nótt, að því er segir í skeyti frá veðurstofu.

Stærstu skjálftarnir urðu upp úr miðnætti 3,6 klukkan rúmlega tólf og 3,7 stig örskömmu síðar við suðurjaðar Bárðarbungu. Annar af svipaðri stærð varð svo aftur síðar um nóttina, upp á 3,4 stig.

Hrina við Herðubreiðartögl og Herðubreið er enn í gangi: 9 skjálftar mældust þar í nótt og fimm skjálftar við Dreka í Dyngjufjöllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×