Met slegið í brennisteinsdíoxíðsmengun Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2014 19:08 Aldrei hefur mælst eins mikið brennisteinsdíoxíð í andrúmsloftinu á Íslandi og mældist á Austfjörðum í gærkvöldi og nótt. Umhverfisstofnun vinnur að því að fjölga mælum á landinu og stofnaður hefur verið sérstakur hópur vísindamanna til að fylgjast með eiturgufum frá eldgosinu í Holuhrauni. Eldgos gefa frá sér mismunandi gas en frá gosinu í Holuhrauni hefur streymt nokkuð mikið af brennisteinsdíoxíði og spár gerðu ráð fyrir að mengunarský frá gosinu í gærkvöldi og nótt næði yfir svæði allt frá Langanesi að Seyðisfirði. Í gærkvöldi mældust yfir 4000 míkrógrömm á rúmmetra á mæli sem settur var upp vegna starfsemi álversins á Reyðarfirði.Hafa svona tölur komið fram í mælingum á Íslandi áður?'„Nei, ekkert viðlíka þessu. Hæstu tölur sem við höfum séð frá iðnaði nálægt álverksmiðjum eru kannski í kringum 200 og þá nálægt nánast verksmiðjuveggnum. Þannig að tölur sem hlaupa á þúsundum höfum við aldrei séð hérna,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, sem situr í vísindamannaráði vegna eldgossins.Töldu sig komin með kvef En þótt mælingin komi frá Reyðarfirði finnur fólk fyrir menguninni víða um Austfirði. „Maður tekur náttúrlega fyrst eftir þessum gulbrúna lit í vestrinu. En það sem ég finn mest fyrir er sviði í augum, sviði í hálsi og hósti og börnin mín hósta líka mikið, sérstaklega á næturnar,“ segir Kristín Hávarðsdóttir, íbúi í Neskaupstað. Þetta hafi staðið yfir í rúma viku og margir í bænum hafi fyrst haldið að þeir væru komnir með kvef. „Við bara lokum gluggum og í gærkvöldi kyntum við upp úr öllu valdi. Þannig að það var vægast sagt heitt í húsinu í morgun. Og við lokum gluggum og höfum rakan klút við gluggafalsið. Ég finn fyrir verulegum óþægindum af þessu,“ segir Kristín sem er gift tveggja barna móðir. Þorsteinn segir Kristínu bregðast nákvæmlega rétt við samkvæmt leiðbeiningum sérfræðinga. „Og viðkvæmu hóparnir eru þá fyrst og fremst aðallega öll börn, flestir eldri borgarar og allt eldra fólk sem er með einhverja undirliggjandi sjúkdóma. Sérstaklega þá astma og hjartasjúkdóma. Allt þetta fólk þarf að hafa sérstakan vara á sér,“ segir Þorsteinn. Gildi gassins þurfi hins vegar að skipta tugum þúsunda míkrógramma á rúmmetra til að verða bráðdrepandi. Á fundi vísindamannaráðs í morgun var ákveðið að skipa hóp sérfræðinga sem eingöngu fylgist með gasmenguninni og að fjölga mælum. „Við erum að fara að setja upp mæli á Akureyri og Suðurlandi. Það þarf að mæla á fleiri stöðum á Austfjörðum og svo eftir því sem vindátt breytist því þetta getur borist um allt land,“ segir Þorsteinn. Umhverfisstofnun biður fólk sem vart hefur orðið við mengun frá gosinu að senda lýsingu á henni, staðsetningu og áhrifum til Umhverfisstofnunar á netfangið gos@umhverfisstofnun.is Bárðarbunga Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Aldrei hefur mælst eins mikið brennisteinsdíoxíð í andrúmsloftinu á Íslandi og mældist á Austfjörðum í gærkvöldi og nótt. Umhverfisstofnun vinnur að því að fjölga mælum á landinu og stofnaður hefur verið sérstakur hópur vísindamanna til að fylgjast með eiturgufum frá eldgosinu í Holuhrauni. Eldgos gefa frá sér mismunandi gas en frá gosinu í Holuhrauni hefur streymt nokkuð mikið af brennisteinsdíoxíði og spár gerðu ráð fyrir að mengunarský frá gosinu í gærkvöldi og nótt næði yfir svæði allt frá Langanesi að Seyðisfirði. Í gærkvöldi mældust yfir 4000 míkrógrömm á rúmmetra á mæli sem settur var upp vegna starfsemi álversins á Reyðarfirði.Hafa svona tölur komið fram í mælingum á Íslandi áður?'„Nei, ekkert viðlíka þessu. Hæstu tölur sem við höfum séð frá iðnaði nálægt álverksmiðjum eru kannski í kringum 200 og þá nálægt nánast verksmiðjuveggnum. Þannig að tölur sem hlaupa á þúsundum höfum við aldrei séð hérna,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, sem situr í vísindamannaráði vegna eldgossins.Töldu sig komin með kvef En þótt mælingin komi frá Reyðarfirði finnur fólk fyrir menguninni víða um Austfirði. „Maður tekur náttúrlega fyrst eftir þessum gulbrúna lit í vestrinu. En það sem ég finn mest fyrir er sviði í augum, sviði í hálsi og hósti og börnin mín hósta líka mikið, sérstaklega á næturnar,“ segir Kristín Hávarðsdóttir, íbúi í Neskaupstað. Þetta hafi staðið yfir í rúma viku og margir í bænum hafi fyrst haldið að þeir væru komnir með kvef. „Við bara lokum gluggum og í gærkvöldi kyntum við upp úr öllu valdi. Þannig að það var vægast sagt heitt í húsinu í morgun. Og við lokum gluggum og höfum rakan klút við gluggafalsið. Ég finn fyrir verulegum óþægindum af þessu,“ segir Kristín sem er gift tveggja barna móðir. Þorsteinn segir Kristínu bregðast nákvæmlega rétt við samkvæmt leiðbeiningum sérfræðinga. „Og viðkvæmu hóparnir eru þá fyrst og fremst aðallega öll börn, flestir eldri borgarar og allt eldra fólk sem er með einhverja undirliggjandi sjúkdóma. Sérstaklega þá astma og hjartasjúkdóma. Allt þetta fólk þarf að hafa sérstakan vara á sér,“ segir Þorsteinn. Gildi gassins þurfi hins vegar að skipta tugum þúsunda míkrógramma á rúmmetra til að verða bráðdrepandi. Á fundi vísindamannaráðs í morgun var ákveðið að skipa hóp sérfræðinga sem eingöngu fylgist með gasmenguninni og að fjölga mælum. „Við erum að fara að setja upp mæli á Akureyri og Suðurlandi. Það þarf að mæla á fleiri stöðum á Austfjörðum og svo eftir því sem vindátt breytist því þetta getur borist um allt land,“ segir Þorsteinn. Umhverfisstofnun biður fólk sem vart hefur orðið við mengun frá gosinu að senda lýsingu á henni, staðsetningu og áhrifum til Umhverfisstofnunar á netfangið gos@umhverfisstofnun.is
Bárðarbunga Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira