Innlent

Sigmundur Davíð flaug yfir gosstöðvarnar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
mynd/landhelgisgæsla íslands
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flaug í dag yfir gosstöðvarnar með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Með honum í för var  Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Þetta kemur fram á vef Landhelgisgæslunnar.

Markmið flugsins var að kynna fyrir forsætisráðherra starf flugdeildar Landhelgisgæslunnar og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og með hvaða hætti Landhelgisgæslan hefur tekið þátt í þeim viðbúnaði sem staðið hefur yfir síðastliðnar vikur vegna eldgossins og óróans á svæðinu.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×