Innlent

Rúmmál hraunsins um 200 milljón rúmmetrar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/auðunn
Sig í Bárðarbungu heldur enn áfram og er skjálftavirkni með líkum hætti og verið hefur síðustu daga. Mælingar sýna um hálfs metra sig í Bárðarbungu síðastliðinn sólarhring. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi vísindamannaráðs almannavarna sem fram fór í morgun. Fundinn sátu vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og jarðvísindastofnun Háskóla Íslands ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og fulltrúa Umhverfisstofnunar.

Gangur eldgossins í Holuhrauni er svipaður og síðustu daga og rennur hraun áfram í farveg Jökulsár á Fjöllum. Flatarmál hraunsins mældist 24,5 ferkílómetrar síðdegis í gær og er uppsafnað rúmmál hraunsins áætlað að minnsta kosti 200 milljón rúmmetrar.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×