Ekkert lát er á skjálftahrinunni en skjálftarnir í nótt voru með rólegra móti en síðustu nótt. Stærsti skjálfti síðasta sólarhrings var rétt fyrir miðnætti við Bárðarbungu, 4,7 að stærð.
Skjálftarnir mældust á svipuðum slóðum og síðustu daga, í Bárðarbungu, í ganginum bæði nyrst og undir Dyngjujökulssporðinum og nokkrir við Herðubreiðartögl. Virkni á gosstöðvum er svipuð og í gær.
Hér má fylgjast með uppfærðu jarðskjálftakorti Veðurstofunnar.