Innlent

Aldrei mælst meiri loftmengun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fyrir nokkrum dögum var Íslandsmetið um 600 míkrógrömm á rúmmetra.
Fyrir nokkrum dögum var Íslandsmetið um 600 míkrógrömm á rúmmetra. visir/auðunn
Styrkur brennisteinsdíoxíðs hefur verið gríðarlega mikill við Reyðarfjörð í kvöld og er kominn yfir 4000 míkrógrömm á rúmmetra. 

Mengun af völdum brennisteinsdíoxíðs hefur aldrei mælst eins mikil hér á landi en fyrir nokkrum dögum var Íslandsmetið um 600 míkrógrömm á rúmmetra.

Umhverfisstofnun stefnir að því að setja upp mælitæki á Akureyri og Suðurlandi. Taka verður tillit til landfræðilegra aðstæðna á hverjum stað við mat loftgæða.

Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu.

Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar. Mikið gasstreymi er áfram í og kringum eldstöðina.

Við gosstöðvarnar má búast við sífelldum staðbundnum breytingum á vindátt, vegna hitauppstreymis, sem gera aðstæður þar mjög hættulegar.

Allir vísindamenn á vettvangi hafa gasmæla á sér til þess að tryggja öryggi þeirra við störf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×