Tómas Ingi: Vildi fá Portúgal Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. september 2014 12:37 Tómas Ingi Tómasson og Eyjólfur Sverrisson, þjálfarar U21 árs landsliðsins. vísir/anton „Ég tel að þessi lið séu svipað góð þó Danirnir hafi farið töluvert auðveldara í gegnum sinn riðil,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins, við Vísi nú rétt í þessu. Tómas Ingi er staddur í Nyon í Sviss þar sem dregið var til umspilsins fyrir EM 2015 í dag, en Ísland mætir Danmörku heima og að heima í byrjun október. „Ég tel okkur hafa verið í mun erfiðari riðli en Danirnir. Þeir voru samt með Rússunum og fóru nokkuð auðveldlega í gegnum þá,“ sagði Tómas Ingi, en á pappírnum virkar danska liðið firnasterkt. Það vann átta leiki af tíu í sínum riðli, tapaði ekki leik og lauk riðlakeppninni með markatöluna 37-9 eða 28 mörk í plús. „Þetta er hörku lið. Dönsku ungmennaliðin hafa alltaf verið góð. Þarna er spilað sama kerfið upp öll yngri landsliðin þannig allir vita hvað þeir eiga að gera,“ sagði Tómas Ingi. „Danska liðið er rosalega gott og spilar góðan fótbolta, en við tökum á því eins og við höfum tekið á öðrum liðum. Við verðum áfram skipulagðir.“ Tómas Ingi gat viðurkennt eftir dráttinn að hann vildi helst frá Portúgal. „Mér leist best á Portúgalina. Ég tel okkur vera líkamlega sterkari en þeir, og þeir eru ekki með alveg jafngóða tækni og Spánverjarnir,“ sagði Tómas Ingi. „En það er ekkert slæmt að fá Dani. Við þekkjum svo vel til þeirra og svo erum við með leikmenn og þjálfara sem starfa í Danmörku þannig öll upplýsingaöflun verður mun auðveldari. Við getum hæglega leitað okkur aðstoðar.“ Aðspurður hvort það skipti máli að fá seinni leikinn á heimavelli sagði Tómas Ingi: „Ég held það vilji allir fá seinni leikinn heima, en það þýðir samt að þú verður að taka með þér góð úrslit úr fyrri leiknum. Það er auðveldlega hægt að tapa svona einvígi í fyrri leiknum þannig menn þurfa að halda vel á spöðunum.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Drengirnir mæta Dönum í umspilinu U21 árs landsliðið spilar seinni leikinn á heimavelli. 12. september 2014 12:02 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
„Ég tel að þessi lið séu svipað góð þó Danirnir hafi farið töluvert auðveldara í gegnum sinn riðil,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins, við Vísi nú rétt í þessu. Tómas Ingi er staddur í Nyon í Sviss þar sem dregið var til umspilsins fyrir EM 2015 í dag, en Ísland mætir Danmörku heima og að heima í byrjun október. „Ég tel okkur hafa verið í mun erfiðari riðli en Danirnir. Þeir voru samt með Rússunum og fóru nokkuð auðveldlega í gegnum þá,“ sagði Tómas Ingi, en á pappírnum virkar danska liðið firnasterkt. Það vann átta leiki af tíu í sínum riðli, tapaði ekki leik og lauk riðlakeppninni með markatöluna 37-9 eða 28 mörk í plús. „Þetta er hörku lið. Dönsku ungmennaliðin hafa alltaf verið góð. Þarna er spilað sama kerfið upp öll yngri landsliðin þannig allir vita hvað þeir eiga að gera,“ sagði Tómas Ingi. „Danska liðið er rosalega gott og spilar góðan fótbolta, en við tökum á því eins og við höfum tekið á öðrum liðum. Við verðum áfram skipulagðir.“ Tómas Ingi gat viðurkennt eftir dráttinn að hann vildi helst frá Portúgal. „Mér leist best á Portúgalina. Ég tel okkur vera líkamlega sterkari en þeir, og þeir eru ekki með alveg jafngóða tækni og Spánverjarnir,“ sagði Tómas Ingi. „En það er ekkert slæmt að fá Dani. Við þekkjum svo vel til þeirra og svo erum við með leikmenn og þjálfara sem starfa í Danmörku þannig öll upplýsingaöflun verður mun auðveldari. Við getum hæglega leitað okkur aðstoðar.“ Aðspurður hvort það skipti máli að fá seinni leikinn á heimavelli sagði Tómas Ingi: „Ég held það vilji allir fá seinni leikinn heima, en það þýðir samt að þú verður að taka með þér góð úrslit úr fyrri leiknum. Það er auðveldlega hægt að tapa svona einvígi í fyrri leiknum þannig menn þurfa að halda vel á spöðunum.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Drengirnir mæta Dönum í umspilinu U21 árs landsliðið spilar seinni leikinn á heimavelli. 12. september 2014 12:02 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Drengirnir mæta Dönum í umspilinu U21 árs landsliðið spilar seinni leikinn á heimavelli. 12. september 2014 12:02