Bráð lífshætta stafar af gasinu í kringum eldstöðina Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2014 12:16 VISIR/ÞÓRHALLUR JÓNSSON/PEDROMYNDIR Á fundi vísindamannaráðs Almannavrarna í morgun kom fram að ekkert dragi úr gosinu í Holuhrauni. Samkvæmt athugunum á vettvangi er gosvirkni svipuð og undanfarna daga. Hraun rennur til austurs, lítill hluti þess breiðir úr sér til norðurs en megintungan rennur áfram í farveg Jökulsár á Fjöllum og áin flæmist til austurs undan hrauninu. Ekki er sprengivirkni þar sem hraunið rennur í ána en gufubólstrar stíga til himins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild. Veðurspár gefa til kynna að hár styrkur brennisteinsgasa gæti orðið á norðanverðum Austfjörðum, Fljótsdal, Héraði, Jökuldal og Vopnafirði. Fram kemur í tilkynningu frá Almannavörnum að ef fólk finni fyrir óþægindum sé mælt með því að það halda sig innandyra, loki gluggum og slökkvi á loftræstingu.VISIR/ÞÓRHALLUR JÓNSSON/PEDROMYNDIRMikið gasstreymi er í og í kringum eldstöðina. Bráð lífshætta stafar af gasinu og ekki er óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Við gosstöðvarnar má búast við sífelldum staðbundnum breytingum á vindátt, vegna hitauppstreymis, sem gera aðstæður þar mjög hættulegar. Jarðskjálftavirkni í öskju Bárðarbungu breytist lítið frá degi til dags. Skjálftarnir dreifast einkum um norður- og suðausturhluta öskjumisgengisins. Skjálfti af stærðinni 5,3 varð rétt eftir miðnætti. Dregið hefur nokkuð úr skjálftum við norðurenda kvikugangsins. Rúmlega 30 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Órói virðist vera svipaður og undanfarna daga. Í tilkynningunni segir að GPS mælingar sýni óverulegar jarðskorpuhreyfingar þannig að kvikustreymi inn í ganginn virðist haldast svipað og útstreymi í gosinu í Holuhrauni. Þegar litið er yfir tímabilið frá því gos hófst má hins vegar greina hreyfingar í átt að Bárðarbungu sem benda til áframhaldandi sigs í öskjunni. Þrír möguleikar eru taldir áfram líklegastir um framvindu: • Öskjusig í Bárðarbungu hættir áður en það verður mikið og gosið í Holuhrauni fjarar út. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annar staðar undir jöklinum. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu en kóða fyrir Öskju hefur verið breytt í grænt. Á fundinum sátu vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sátu jafnframt Sóttvarnarlæknir og fulltrúi Umhverfisstofnunar. Bárðarbunga Tengdar fréttir Ný sigdæld við Dyngjujökul Nokkuð djúp sigdæld hefur myndast við Dyngjujökul sem er um eins kílómeters löng. 4. september 2014 10:33 Þrír kærðir og fleiri til rannsóknar Þrír hafa verið kærðir fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi. Þá eru fleiri aðilar til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. 8. september 2014 15:30 Flatarmál hraunsins samsvarar Reykjavík vestan Ártúnsbrekku Hraunið hefur runnið 420 metra frá því síðdegis í gær. 8. september 2014 10:56 Gosferðir frá Akureyri og Hrauneyjum Til stendur að bjóða upp á þyrluferðir yfir eldgosið í Holuhrauni frá Akureyri og Hrauneyjum við Sprengisandsveg. Ferðalagið kostar um 130 þúsund krónur. 9. september 2014 07:00 Útsýnisflug yfir Holuhraun gríðarlega vinsælt Erlendir ferðamenn vilja ólmir skoða eldgosið. 4. september 2014 12:11 Fjölmiðlar flytji ekki hræðsluáróður Íslandsstofa leggur mikla áherslu á að erlendir ferðamenn hætti ekki við að koma til Íslands vegna eldgossins í Holuhrauni. Æsifréttamennska í tengslum við gosið sé ekki heppileg. 5. september 2014 09:45 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Á fundi vísindamannaráðs Almannavrarna í morgun kom fram að ekkert dragi úr gosinu í Holuhrauni. Samkvæmt athugunum á vettvangi er gosvirkni svipuð og undanfarna daga. Hraun rennur til austurs, lítill hluti þess breiðir úr sér til norðurs en megintungan rennur áfram í farveg Jökulsár á Fjöllum og áin flæmist til austurs undan hrauninu. Ekki er sprengivirkni þar sem hraunið rennur í ána en gufubólstrar stíga til himins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild. Veðurspár gefa til kynna að hár styrkur brennisteinsgasa gæti orðið á norðanverðum Austfjörðum, Fljótsdal, Héraði, Jökuldal og Vopnafirði. Fram kemur í tilkynningu frá Almannavörnum að ef fólk finni fyrir óþægindum sé mælt með því að það halda sig innandyra, loki gluggum og slökkvi á loftræstingu.VISIR/ÞÓRHALLUR JÓNSSON/PEDROMYNDIRMikið gasstreymi er í og í kringum eldstöðina. Bráð lífshætta stafar af gasinu og ekki er óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Við gosstöðvarnar má búast við sífelldum staðbundnum breytingum á vindátt, vegna hitauppstreymis, sem gera aðstæður þar mjög hættulegar. Jarðskjálftavirkni í öskju Bárðarbungu breytist lítið frá degi til dags. Skjálftarnir dreifast einkum um norður- og suðausturhluta öskjumisgengisins. Skjálfti af stærðinni 5,3 varð rétt eftir miðnætti. Dregið hefur nokkuð úr skjálftum við norðurenda kvikugangsins. Rúmlega 30 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Órói virðist vera svipaður og undanfarna daga. Í tilkynningunni segir að GPS mælingar sýni óverulegar jarðskorpuhreyfingar þannig að kvikustreymi inn í ganginn virðist haldast svipað og útstreymi í gosinu í Holuhrauni. Þegar litið er yfir tímabilið frá því gos hófst má hins vegar greina hreyfingar í átt að Bárðarbungu sem benda til áframhaldandi sigs í öskjunni. Þrír möguleikar eru taldir áfram líklegastir um framvindu: • Öskjusig í Bárðarbungu hættir áður en það verður mikið og gosið í Holuhrauni fjarar út. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu. Gos í Holuhrauni verður langvinnt eða vex. Mögulegt að sprungan lengist til suðurs inn undir Dyngjujökul og valdi jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annar staðar undir jöklinum. • Stórt öskjusig í Bárðarbungu og gos í öskjubroti. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu en kóða fyrir Öskju hefur verið breytt í grænt. Á fundinum sátu vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fundinn sátu jafnframt Sóttvarnarlæknir og fulltrúi Umhverfisstofnunar.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Ný sigdæld við Dyngjujökul Nokkuð djúp sigdæld hefur myndast við Dyngjujökul sem er um eins kílómeters löng. 4. september 2014 10:33 Þrír kærðir og fleiri til rannsóknar Þrír hafa verið kærðir fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi. Þá eru fleiri aðilar til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. 8. september 2014 15:30 Flatarmál hraunsins samsvarar Reykjavík vestan Ártúnsbrekku Hraunið hefur runnið 420 metra frá því síðdegis í gær. 8. september 2014 10:56 Gosferðir frá Akureyri og Hrauneyjum Til stendur að bjóða upp á þyrluferðir yfir eldgosið í Holuhrauni frá Akureyri og Hrauneyjum við Sprengisandsveg. Ferðalagið kostar um 130 þúsund krónur. 9. september 2014 07:00 Útsýnisflug yfir Holuhraun gríðarlega vinsælt Erlendir ferðamenn vilja ólmir skoða eldgosið. 4. september 2014 12:11 Fjölmiðlar flytji ekki hræðsluáróður Íslandsstofa leggur mikla áherslu á að erlendir ferðamenn hætti ekki við að koma til Íslands vegna eldgossins í Holuhrauni. Æsifréttamennska í tengslum við gosið sé ekki heppileg. 5. september 2014 09:45 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Ný sigdæld við Dyngjujökul Nokkuð djúp sigdæld hefur myndast við Dyngjujökul sem er um eins kílómeters löng. 4. september 2014 10:33
Þrír kærðir og fleiri til rannsóknar Þrír hafa verið kærðir fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi. Þá eru fleiri aðilar til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. 8. september 2014 15:30
Flatarmál hraunsins samsvarar Reykjavík vestan Ártúnsbrekku Hraunið hefur runnið 420 metra frá því síðdegis í gær. 8. september 2014 10:56
Gosferðir frá Akureyri og Hrauneyjum Til stendur að bjóða upp á þyrluferðir yfir eldgosið í Holuhrauni frá Akureyri og Hrauneyjum við Sprengisandsveg. Ferðalagið kostar um 130 þúsund krónur. 9. september 2014 07:00
Útsýnisflug yfir Holuhraun gríðarlega vinsælt Erlendir ferðamenn vilja ólmir skoða eldgosið. 4. september 2014 12:11
Fjölmiðlar flytji ekki hræðsluáróður Íslandsstofa leggur mikla áherslu á að erlendir ferðamenn hætti ekki við að koma til Íslands vegna eldgossins í Holuhrauni. Æsifréttamennska í tengslum við gosið sé ekki heppileg. 5. september 2014 09:45
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent