Sigið er aukið áhyggjuefni Birta Björnsdóttir skrifar 10. september 2014 20:00 Ljósmynd/Egill Aðalsteinsson Jarðvísindamenn telja líkur á eldgosi í Bárðarbunguöskjunni hafa aukist eftir að umtalsvert sig hefur mælst í öskjunni undanfarna daga. Þá er ótalin skjálftavirknin á svæðinu í kringum öskjuna. „Þetta er alveg þokkalegt sig, komið uppundir 20 metra. Við höfum verið að skoða stóru skjálftana sem hafa verið þarna undanfarið og í raun endurmeta þau gögn sem við höfum, því það lítur út fyrir að við höfum vanmetið að einhverju leyti stærð þessara skjálfta. Erum að staðsetja þá, sjá hvar þeir brotna og hversu djúpt þeir fara," segir Kristín Vogfjörð, eldgosafræðingur og rannsóknarstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Eftir fund vísindamanna fyrr í dag eru þrjár sviðsmyndir taldar líklegastar eins og staðan er núna, í versta falli fari að gjósa í Bárðargunguöskjunni. „Það gæti þá leitt til sprengigoss, þannig að það yrði mökkur og öskufall og það gæti leitt til þokkalega stórs flóðs, en stærðin færi eftir því hversu fljótt vatnið kemst út úr öskjunni,“ segir Kristín. „En ennþá er ekkert sem bendir til þess en við munum fylgjast vel með þessu. Við munum bæta við mælum upp á öskjuna á morgun, og setja þar fleiri jarðskjálftamæla"Er komin upp alvarlegri staða en í gær? „Ja það er kannski svipuð staða og í gær en þetta sig er aukið áyggjuefni svo við erum farin að skoða þá sviðsmynd talsvert betur."Fóru strax með börnin innOg áhrifa elgdossins gætir víða. Umhverfisstofnun sendi frá sér áríðandi tilkynningu fyrr í dag þar sem íbúar Reyðarfjarðar eru varaðir við líkamlegri áreynslu utandyra vegna hás styrks brennisteinstvíildis í andrúmslofti. Börn og viðkvæmt fólk eiga samkvæmt tilkynningu að halda sig innandyra og hafa glugga lokaða. „Við fórum með elstu börnin út eftir hádegið þá fór skyndilega að hvessa," segir Elín Guðmundsdóttir, aðstoðaleikskólastjóri á leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði. „Fljótlega eftir það sáum við hvað allt var orðið blámað í andrúmsloftinu og starfsfólkið fór að finna lykt og þau fundu fyrir óþægindum í hálsi. Þá ákváðum við að fara beint inn með krakkana. Við höfðum strax samband við Umhverfisstofnun sem sögðu okkur að hafa samband við heilbrigðiseftirlitið hér á Austurlandi. Þau fóru svo í að kanna hvað væri í andrúmsloftinu og eftir það fengum við tilmæli um að vera inni.“Tiltölulega rólegurSigmundur Davíð Gunnlaugsson ,forsætisráðherra, var upplýstur um stöðu mála á fundi í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð fyrr í dag. Þar sem sérfræðingar telja nú auknar líkur á gosi í Bárðarbunguöskjunni vegna sigs og skjálftavirkni þar hefur forsætisráðherra ákveðið að skipa viðbragðshóp, skipaðan ráðuneytisstjórum, sem vinnur í nánu samstarfi við Almannavarnir. „Hópurinn tekur til starfa núna þar sem við teljum tilefni til að fylgjast nánar með þessu dag frá degi,“ sagði Sigmundir Davíð að fundi loknum. „Þó er rétt að leggja áherslu á það að allt það sem byggt hefur upp í kringum almannavarnir á Íslandi, og eins þessi mikla þekking sem er til staðar hjá vísindamönnum okkar, veldur því að maður er þrátt fyrir allt tiltölulega rólegur yfir ástandinu því ég tel að menn geti brugðist við hverju sem er, sama hver þróunin verður.“ Bárðarbunga Tengdar fréttir Gæti orðið stærsta gos í áratugi „Þegar öskjur eru farnar að síga þá verðum við að reikna með þeim möguleika að það gæti komið verulegt gos.“ 9. september 2014 23:06 Stórfenglegt eldgos - Myndasyrpa frá Holuhrauni Eldgosið í Holuhrauni, norðan við Vatnajökul, hefur nú staðið yfir í rúma fimm sólarhringa og þekur hraunið meira en níu ferkílómetra. 4. september 2014 07:16 Líkur á gosi úr Bárðarbunguöskjunni meiri „Við gefum okkur að við höfum lítinn tíma til þess að undirbúa okkur. Við ætlum að vinna þetta mjög hratt og fara yfir áætlanir okkar í dag,“ segir Víðir Reynisson hjá Almannavörnum. 6. september 2014 15:23 Mesta sig síðan mælingar hófust Bárðarbunga hefur sigið um 15 metra. 6. september 2014 19:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira
Jarðvísindamenn telja líkur á eldgosi í Bárðarbunguöskjunni hafa aukist eftir að umtalsvert sig hefur mælst í öskjunni undanfarna daga. Þá er ótalin skjálftavirknin á svæðinu í kringum öskjuna. „Þetta er alveg þokkalegt sig, komið uppundir 20 metra. Við höfum verið að skoða stóru skjálftana sem hafa verið þarna undanfarið og í raun endurmeta þau gögn sem við höfum, því það lítur út fyrir að við höfum vanmetið að einhverju leyti stærð þessara skjálfta. Erum að staðsetja þá, sjá hvar þeir brotna og hversu djúpt þeir fara," segir Kristín Vogfjörð, eldgosafræðingur og rannsóknarstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Eftir fund vísindamanna fyrr í dag eru þrjár sviðsmyndir taldar líklegastar eins og staðan er núna, í versta falli fari að gjósa í Bárðargunguöskjunni. „Það gæti þá leitt til sprengigoss, þannig að það yrði mökkur og öskufall og það gæti leitt til þokkalega stórs flóðs, en stærðin færi eftir því hversu fljótt vatnið kemst út úr öskjunni,“ segir Kristín. „En ennþá er ekkert sem bendir til þess en við munum fylgjast vel með þessu. Við munum bæta við mælum upp á öskjuna á morgun, og setja þar fleiri jarðskjálftamæla"Er komin upp alvarlegri staða en í gær? „Ja það er kannski svipuð staða og í gær en þetta sig er aukið áyggjuefni svo við erum farin að skoða þá sviðsmynd talsvert betur."Fóru strax með börnin innOg áhrifa elgdossins gætir víða. Umhverfisstofnun sendi frá sér áríðandi tilkynningu fyrr í dag þar sem íbúar Reyðarfjarðar eru varaðir við líkamlegri áreynslu utandyra vegna hás styrks brennisteinstvíildis í andrúmslofti. Börn og viðkvæmt fólk eiga samkvæmt tilkynningu að halda sig innandyra og hafa glugga lokaða. „Við fórum með elstu börnin út eftir hádegið þá fór skyndilega að hvessa," segir Elín Guðmundsdóttir, aðstoðaleikskólastjóri á leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði. „Fljótlega eftir það sáum við hvað allt var orðið blámað í andrúmsloftinu og starfsfólkið fór að finna lykt og þau fundu fyrir óþægindum í hálsi. Þá ákváðum við að fara beint inn með krakkana. Við höfðum strax samband við Umhverfisstofnun sem sögðu okkur að hafa samband við heilbrigðiseftirlitið hér á Austurlandi. Þau fóru svo í að kanna hvað væri í andrúmsloftinu og eftir það fengum við tilmæli um að vera inni.“Tiltölulega rólegurSigmundur Davíð Gunnlaugsson ,forsætisráðherra, var upplýstur um stöðu mála á fundi í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð fyrr í dag. Þar sem sérfræðingar telja nú auknar líkur á gosi í Bárðarbunguöskjunni vegna sigs og skjálftavirkni þar hefur forsætisráðherra ákveðið að skipa viðbragðshóp, skipaðan ráðuneytisstjórum, sem vinnur í nánu samstarfi við Almannavarnir. „Hópurinn tekur til starfa núna þar sem við teljum tilefni til að fylgjast nánar með þessu dag frá degi,“ sagði Sigmundir Davíð að fundi loknum. „Þó er rétt að leggja áherslu á það að allt það sem byggt hefur upp í kringum almannavarnir á Íslandi, og eins þessi mikla þekking sem er til staðar hjá vísindamönnum okkar, veldur því að maður er þrátt fyrir allt tiltölulega rólegur yfir ástandinu því ég tel að menn geti brugðist við hverju sem er, sama hver þróunin verður.“
Bárðarbunga Tengdar fréttir Gæti orðið stærsta gos í áratugi „Þegar öskjur eru farnar að síga þá verðum við að reikna með þeim möguleika að það gæti komið verulegt gos.“ 9. september 2014 23:06 Stórfenglegt eldgos - Myndasyrpa frá Holuhrauni Eldgosið í Holuhrauni, norðan við Vatnajökul, hefur nú staðið yfir í rúma fimm sólarhringa og þekur hraunið meira en níu ferkílómetra. 4. september 2014 07:16 Líkur á gosi úr Bárðarbunguöskjunni meiri „Við gefum okkur að við höfum lítinn tíma til þess að undirbúa okkur. Við ætlum að vinna þetta mjög hratt og fara yfir áætlanir okkar í dag,“ segir Víðir Reynisson hjá Almannavörnum. 6. september 2014 15:23 Mesta sig síðan mælingar hófust Bárðarbunga hefur sigið um 15 metra. 6. september 2014 19:30 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira
Gæti orðið stærsta gos í áratugi „Þegar öskjur eru farnar að síga þá verðum við að reikna með þeim möguleika að það gæti komið verulegt gos.“ 9. september 2014 23:06
Stórfenglegt eldgos - Myndasyrpa frá Holuhrauni Eldgosið í Holuhrauni, norðan við Vatnajökul, hefur nú staðið yfir í rúma fimm sólarhringa og þekur hraunið meira en níu ferkílómetra. 4. september 2014 07:16
Líkur á gosi úr Bárðarbunguöskjunni meiri „Við gefum okkur að við höfum lítinn tíma til þess að undirbúa okkur. Við ætlum að vinna þetta mjög hratt og fara yfir áætlanir okkar í dag,“ segir Víðir Reynisson hjá Almannavörnum. 6. september 2014 15:23