Hægt að hlusta á væntanlega Alt-J plötu við Skógafoss Orri Freyr Rúnarsson skrifar 10. september 2014 00:00 Alt-J Aðdáendum Alt-J gefst nú kostur á að hlusta á væntanlega plötu í gegnum sérstakt app sem hljómsveitin hefur gefið út. Appið virkar þó þannig að eingöngu er hægt að hlusta á plötuna á áhugaverðum stöðum víðsvegar um heiminn. Einn slíkur staður er einmitt hér á landi að mati Alt-J og geta því spenntir aðdáendur farið að Skógafossi en það mun vera eini staður landsins þar sem platan verður aðgengileg í appinu. Eftir miklar vangaveltur hefur loks verið staðfest að hljómsveitin Foo Fighters muni koma fram á hálfgerðum leynitónleikum í Brighton á Englandi. En hljómsveitin mun koma fram í dag undir dulnefninu The Holy Shits. Þetta verða þó ekki einu leynitónleikar Foo Fighters en hávær orðrómur er um að sveitin komi einnig fram undir sama nafni á litlum klúbbi í London annað kvöld.nordicphotos/gettyÍrska hljómsveitin U2 kom mörgum verulega á óvart í gærkvöldi þegar að þeir gáfu út plötuna Songs of Innocence og geta aðdáendur fengið plötuna ókeypis. Hljómsveitin kynnti þetta á samhliða kynningu Apple á iPhone 6 og verður platan aðgengileg í gegnum Apple til 13.október. En platan er sú fyrsta með U2 síðan að þeir gáfu út No Line of the Horizon árið 2009. Söngvarinn Tom Clarke úr hljómsveitinni The Enemy er allt annað en sáttur með blaðamenn þessa daganna. The Enemy naut talsverða vinsælda í Bretlandi þegar að fyrsta plata þeirra kom út árið 2007 og voru þá blaðamenn duglegir að benda á hversu smávaxinn söngvarinn Tom Clarke er. Þrátt fyrir að minna fari fyrir hljómsveitinni þessa daganna er hæð söngvarans þó enn umfjöllunarefli bresku blaðanna. Þetta fer eitthvað í taugarnar á Clarke sem fór á twitter og hellti sér þar almennt fyrir fólk í fjölmiðlastéttinni, sagði það vera öfundsjúkt, vanhæft og í megin tilfellum hálfvitar. Bætti Clarke við að ef hann fengi eitt pund í hvert sinn sem blaðamaður líkti honum við hobbita gæti hann keypt byssukúlu til að skjóta hver einasta þeirra. Harmageddon Mest lesið Segja ríkið gefa frá sér 23 milljarða til vogunarsjóða Harmageddon Rokkprófið - Agnes í Sykur vs. Nanna í Of Monsters Harmageddon Högni sveipaður dulúð og þokka Harmageddon Fimm verstu handboltarokklögin Harmageddon Sannleikurinn: Vodafone ráðleggur viðskiptavinum sínum að skipta yfir í Nova Harmageddon Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon Föstudagurinn langi Harmageddon Royal Blood með þriðja lag sitt á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Forréttindi að búa til tónlist Harmageddon 5 bestu Eurovision-lögin sem unnu ekki undankeppnina á Íslandi Harmageddon
Aðdáendum Alt-J gefst nú kostur á að hlusta á væntanlega plötu í gegnum sérstakt app sem hljómsveitin hefur gefið út. Appið virkar þó þannig að eingöngu er hægt að hlusta á plötuna á áhugaverðum stöðum víðsvegar um heiminn. Einn slíkur staður er einmitt hér á landi að mati Alt-J og geta því spenntir aðdáendur farið að Skógafossi en það mun vera eini staður landsins þar sem platan verður aðgengileg í appinu. Eftir miklar vangaveltur hefur loks verið staðfest að hljómsveitin Foo Fighters muni koma fram á hálfgerðum leynitónleikum í Brighton á Englandi. En hljómsveitin mun koma fram í dag undir dulnefninu The Holy Shits. Þetta verða þó ekki einu leynitónleikar Foo Fighters en hávær orðrómur er um að sveitin komi einnig fram undir sama nafni á litlum klúbbi í London annað kvöld.nordicphotos/gettyÍrska hljómsveitin U2 kom mörgum verulega á óvart í gærkvöldi þegar að þeir gáfu út plötuna Songs of Innocence og geta aðdáendur fengið plötuna ókeypis. Hljómsveitin kynnti þetta á samhliða kynningu Apple á iPhone 6 og verður platan aðgengileg í gegnum Apple til 13.október. En platan er sú fyrsta með U2 síðan að þeir gáfu út No Line of the Horizon árið 2009. Söngvarinn Tom Clarke úr hljómsveitinni The Enemy er allt annað en sáttur með blaðamenn þessa daganna. The Enemy naut talsverða vinsælda í Bretlandi þegar að fyrsta plata þeirra kom út árið 2007 og voru þá blaðamenn duglegir að benda á hversu smávaxinn söngvarinn Tom Clarke er. Þrátt fyrir að minna fari fyrir hljómsveitinni þessa daganna er hæð söngvarans þó enn umfjöllunarefli bresku blaðanna. Þetta fer eitthvað í taugarnar á Clarke sem fór á twitter og hellti sér þar almennt fyrir fólk í fjölmiðlastéttinni, sagði það vera öfundsjúkt, vanhæft og í megin tilfellum hálfvitar. Bætti Clarke við að ef hann fengi eitt pund í hvert sinn sem blaðamaður líkti honum við hobbita gæti hann keypt byssukúlu til að skjóta hver einasta þeirra.
Harmageddon Mest lesið Segja ríkið gefa frá sér 23 milljarða til vogunarsjóða Harmageddon Rokkprófið - Agnes í Sykur vs. Nanna í Of Monsters Harmageddon Högni sveipaður dulúð og þokka Harmageddon Fimm verstu handboltarokklögin Harmageddon Sannleikurinn: Vodafone ráðleggur viðskiptavinum sínum að skipta yfir í Nova Harmageddon Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon Föstudagurinn langi Harmageddon Royal Blood með þriðja lag sitt á toppi Pepsi Max listans Harmageddon Forréttindi að búa til tónlist Harmageddon 5 bestu Eurovision-lögin sem unnu ekki undankeppnina á Íslandi Harmageddon