Kylfingur segir Golfsambandið gjaldþrota Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. september 2014 10:30 Ákvörðun Úlfars að velja Kristján Þór ekki í landsliðið hefur vakið mikla athygli í allt sumar en hann átti frábært sumar. Vísir/Daníel Margeir Vilhjálmsson birtir í dag á vefnum Kylfingur.is harðorðan pistil þar sem hann fjallar um ástandið hjá Golfsambandi Íslands í sumar en í gær bárust þess fregnir að Ísland myndi ekki senda karlalið á heimsmeistaramót áhugamanna í ár. Mótið fer fram í Kína í ár en Úlfar Jónsson sagði í samtali við Kylfing í gær að fjárskortur væri ástæðan fyrir því að Ísland myndi ekki senda karlalið á mótið. Margeir var áður fyrr framkvæmdarstjóri Golfklúbbs Reykjavíkur og bauð sig fram í stöðu forseta Golfsambands Íslands og boðaði töluverðar breytingar yrði hann kosinn í stöðuna, meðal annars að auka stuðning við þátttöku afreksfólks erlendis. Margeir gerir lítið úr þessum skýringum og bendir á að þrátt fyrir að kvennaliðið hafi keppt á mótinu í ár væri stuðningur GSÍ ekki nægilegur en brot úr pistli hans má sjá hér fyrir neðan.„Ég hef ítrekað á undanförnum árum komið á framfæri áhyggjum mínum af því hvert golfíþróttin sé að stefna hér á landi. Í viðleitni minni til að berjast gegn stefnunni bauð ég mig fram til embættis forseta GSÍ en þurfti að lúta í lægra haldi gegn sitjandi forystumönnum. Loforðaflaumurinn á síðasta Golfþingi um bót, betrun og nýja stefnu til framtíðar hlaut hljómgrunn meðal þingfulltrúa en þegar hingað er komið er betrumbótin enn ekki komin af undirbúningsstigi.“ Segir Margeir meðal annars áður en hann fjallaði um afreksstefnu GSÍ„Steininn tók úr þegar fréttir bárust af því að GSÍ eigi ekki peninga til að senda þriggja manna karlalið til þátttöku á HM í golfi í Japan. Kvennalið var sent en eingöngu vegna þess að landsliðsþjálfarinn sem á eftirminnilegan hátt sagði upp í vetur en hætti svo við og byrjaði aftur fann ekki 6 stúlkur sem voru nógu frambærilegar til þess að senda á EM í sumar.“„Einhvern veginn er ég viss um það að ef hinn almenni kylfingur hefði fengið að vita af fjárnauð GSÍ þá hefðu góðir menn sett upp 1-2 styrktarmót og safnað fyrir för karlaliðsins til Japan.Þrotið er ekki bara fjárhagslegt, heldur líka hugmyndafræðilegt,“ skrifaði Margeir á Kylfingur.is en allan pistil Margeirs má sjá hér. Golf Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Margeir Vilhjálmsson birtir í dag á vefnum Kylfingur.is harðorðan pistil þar sem hann fjallar um ástandið hjá Golfsambandi Íslands í sumar en í gær bárust þess fregnir að Ísland myndi ekki senda karlalið á heimsmeistaramót áhugamanna í ár. Mótið fer fram í Kína í ár en Úlfar Jónsson sagði í samtali við Kylfing í gær að fjárskortur væri ástæðan fyrir því að Ísland myndi ekki senda karlalið á mótið. Margeir var áður fyrr framkvæmdarstjóri Golfklúbbs Reykjavíkur og bauð sig fram í stöðu forseta Golfsambands Íslands og boðaði töluverðar breytingar yrði hann kosinn í stöðuna, meðal annars að auka stuðning við þátttöku afreksfólks erlendis. Margeir gerir lítið úr þessum skýringum og bendir á að þrátt fyrir að kvennaliðið hafi keppt á mótinu í ár væri stuðningur GSÍ ekki nægilegur en brot úr pistli hans má sjá hér fyrir neðan.„Ég hef ítrekað á undanförnum árum komið á framfæri áhyggjum mínum af því hvert golfíþróttin sé að stefna hér á landi. Í viðleitni minni til að berjast gegn stefnunni bauð ég mig fram til embættis forseta GSÍ en þurfti að lúta í lægra haldi gegn sitjandi forystumönnum. Loforðaflaumurinn á síðasta Golfþingi um bót, betrun og nýja stefnu til framtíðar hlaut hljómgrunn meðal þingfulltrúa en þegar hingað er komið er betrumbótin enn ekki komin af undirbúningsstigi.“ Segir Margeir meðal annars áður en hann fjallaði um afreksstefnu GSÍ„Steininn tók úr þegar fréttir bárust af því að GSÍ eigi ekki peninga til að senda þriggja manna karlalið til þátttöku á HM í golfi í Japan. Kvennalið var sent en eingöngu vegna þess að landsliðsþjálfarinn sem á eftirminnilegan hátt sagði upp í vetur en hætti svo við og byrjaði aftur fann ekki 6 stúlkur sem voru nógu frambærilegar til þess að senda á EM í sumar.“„Einhvern veginn er ég viss um það að ef hinn almenni kylfingur hefði fengið að vita af fjárnauð GSÍ þá hefðu góðir menn sett upp 1-2 styrktarmót og safnað fyrir för karlaliðsins til Japan.Þrotið er ekki bara fjárhagslegt, heldur líka hugmyndafræðilegt,“ skrifaði Margeir á Kylfingur.is en allan pistil Margeirs má sjá hér.
Golf Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira