25 þúsund skjálftar: Sá næststærsti reið yfir Gissur Sigurðsson skrifar 29. september 2014 14:59 "Þetta er miklu stærra gos en við höfum séð bæði á 19. og 20. öld. Við þurfum að bakka aftur að gosinu í Lakagígum til að finna eitthvað sambærilegt,“ segir Ármann Höskuldsson. Vísir/Auðunn Jarðskjálfti af stærðinni 5,5 stig varð um 8,5 kílómetra austsuðaustur af Bárðarbungu um tuttugu mínútur fyrir tvö í dag. Skjálftinn er sá næststærsti sem mælst hefur á svæðinu undanfarinn mánuð. Mánuður er síðan fyrst gaus í Bárðarbungu. Um 25 þúsund jarðskjálftar hafa mælst á hamfarasvæðinu norðan Vatnajökuls á þeim rétta mánuði sem liðinn er síðan gosið hófst aðfaranótt föstudagsins 29. ágúst. Ekkert lát er á gosinu sem þegar telst stórgos á heimsvísu. Sjá jarðvísindamenn ekki fyrir endann á því sem nú þegar er orðið mun lengra en búist var við í fyrstu. Af öllum þessum fjölda jarðskjálfta sem urðu í Bárðarbunguöskjunni og í kvikuganginum voru 248 upp á þrjú til fjögur stig, 70 stærri en fjögur stig og og 39 yfir fimm stig. Þetta eru óvenju snarpir skjálftar í tengslum við eldgos, og goksið er um margt fleira óvenjulegt, að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. „Mikið og hátt flæði kviku upp á yfirborðið og mikið gas einkenna þetta gos. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður í tengslum við sambærileg gos. Raunar höfum við ekkert séð sambærileg gos. Þetta er miklu stærra gos en við höfum séð bæði á 19. og 20. öld. Við þurfum að bakka aftur að gosinu í Lakagígum til að finna eitthvað sambærilegt. Hann segir mjög erfitt að áætla hve lengi gosið muni standa. „Mælingar okkar sýna að það hefur dregið jafnt og þétt úr hraunflæðinu. Í upphafi var þetta rúmlega Ölfusá sem var að koma upp. Nú nálgast þetta Skjálfandafljót í rúmmálsflæði,“ segir Ármann. Gosið hagi sér eins og búist var við en hefur þó staðið mun lengra. „Það er komið langt umfram þann tíma sem var reiknað með. Það var kannski reiknað með gosi í viku eða tíu daga. En það stendur enn,“ sagði Ármann Höskuldsson eldgosafræðingur. Bárðarbunga Tengdar fréttir 22 skjálftar mældust í Bárðarbungu í nótt Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni , en nú er réttur mánuður síðan það hófst. Skjálftavirkni á hamfarasvæðinu er álíka og síðustu sólarhringa, og sigið í öskjunni í Bárðarbungu heldur áfram. 29. september 2014 07:22 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Jarðskjálfti af stærðinni 5,5 stig varð um 8,5 kílómetra austsuðaustur af Bárðarbungu um tuttugu mínútur fyrir tvö í dag. Skjálftinn er sá næststærsti sem mælst hefur á svæðinu undanfarinn mánuð. Mánuður er síðan fyrst gaus í Bárðarbungu. Um 25 þúsund jarðskjálftar hafa mælst á hamfarasvæðinu norðan Vatnajökuls á þeim rétta mánuði sem liðinn er síðan gosið hófst aðfaranótt föstudagsins 29. ágúst. Ekkert lát er á gosinu sem þegar telst stórgos á heimsvísu. Sjá jarðvísindamenn ekki fyrir endann á því sem nú þegar er orðið mun lengra en búist var við í fyrstu. Af öllum þessum fjölda jarðskjálfta sem urðu í Bárðarbunguöskjunni og í kvikuganginum voru 248 upp á þrjú til fjögur stig, 70 stærri en fjögur stig og og 39 yfir fimm stig. Þetta eru óvenju snarpir skjálftar í tengslum við eldgos, og goksið er um margt fleira óvenjulegt, að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. „Mikið og hátt flæði kviku upp á yfirborðið og mikið gas einkenna þetta gos. Það er eitthvað sem við höfum ekki séð áður í tengslum við sambærileg gos. Raunar höfum við ekkert séð sambærileg gos. Þetta er miklu stærra gos en við höfum séð bæði á 19. og 20. öld. Við þurfum að bakka aftur að gosinu í Lakagígum til að finna eitthvað sambærilegt. Hann segir mjög erfitt að áætla hve lengi gosið muni standa. „Mælingar okkar sýna að það hefur dregið jafnt og þétt úr hraunflæðinu. Í upphafi var þetta rúmlega Ölfusá sem var að koma upp. Nú nálgast þetta Skjálfandafljót í rúmmálsflæði,“ segir Ármann. Gosið hagi sér eins og búist var við en hefur þó staðið mun lengra. „Það er komið langt umfram þann tíma sem var reiknað með. Það var kannski reiknað með gosi í viku eða tíu daga. En það stendur enn,“ sagði Ármann Höskuldsson eldgosafræðingur.
Bárðarbunga Tengdar fréttir 22 skjálftar mældust í Bárðarbungu í nótt Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni , en nú er réttur mánuður síðan það hófst. Skjálftavirkni á hamfarasvæðinu er álíka og síðustu sólarhringa, og sigið í öskjunni í Bárðarbungu heldur áfram. 29. september 2014 07:22 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
22 skjálftar mældust í Bárðarbungu í nótt Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni , en nú er réttur mánuður síðan það hófst. Skjálftavirkni á hamfarasvæðinu er álíka og síðustu sólarhringa, og sigið í öskjunni í Bárðarbungu heldur áfram. 29. september 2014 07:22
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent