Kynlífsfíkn sigga dögg kynfræðingur skrifar 6. október 2014 11:00 Grínistinn Russell Brand segist hafa glímt við kynlífsfíkn Mynd/Getty Kynlífsfíkn hefur farið eins og eldur um sinu og hafa fjölmargar þekktar stórstjörnur sagst þjást af þessari fíkn. Þar á meðal er leikarinn Michael Douglas, kylfingurinn Tiger Woods, leikarinn Colin Farrell, tónlistarmaðurinn Tommy Lee (fyrrverandi eiginmaður Pamelu Anderson), X-files leikarinn David Duchovny, leikarinn Charlie Sheen, tónlistarmaðurinn Kanye West, leikarinn og fyrrverandi eiginmaður Angelinu Jolie, Billy Bob Thornton. Kanye West er sjálftitlaður kynlífsfíkillMynd/Getty Fullt af meðferðarúrræðum eru í boði en það er þó einn hængur á, er eitthvað til sem heitir kynlífsfíkn? Samkvæmt helstu sérfræðingum á sviði kynfræði er ekki beint hægt að vera „kynlífsfíkill“ en vissulega er hægt að ánetjast hlutum líkt og kynlífi en það eru aðrir þættir sem einnig spila inn í sem þarf að skoða á sama tíma. Það geta bæði verið félagslegir þættir og sálrænir. Eitt meðferðarform sem er í boði svipar til annarra meðferðarforma við fíkn sem eru uppbyggð líkt og AA samtökin þar sem hvatt er til algjörs bindindis. Það er ekki talið raunhæft þegar kemur að kynlífi því það er mannfólki eðlislægt að vilja stunda það. Fagaðilar líkt og kynfræðingar og sálfræðingar beita öðrum aðferðum og vinna með þráhyggju hugsanir og hegðunina með mismunandi aðferðum, t.d. hugrænni atferlismeðferð. Það er því ágætt að stíga varlega til jarðar þegar rætt erum um að vera háður kynlífi, því í raun verum við það flest í þessum heimi, en þegar hegðunin fer að valda okkur sjálfum og einstaklingum í nærumhverfi okkar vandræðum, þá er gott að leita sér aðstoðar hjá fagaðila. Heilsa Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Kynlífsfíkn hefur farið eins og eldur um sinu og hafa fjölmargar þekktar stórstjörnur sagst þjást af þessari fíkn. Þar á meðal er leikarinn Michael Douglas, kylfingurinn Tiger Woods, leikarinn Colin Farrell, tónlistarmaðurinn Tommy Lee (fyrrverandi eiginmaður Pamelu Anderson), X-files leikarinn David Duchovny, leikarinn Charlie Sheen, tónlistarmaðurinn Kanye West, leikarinn og fyrrverandi eiginmaður Angelinu Jolie, Billy Bob Thornton. Kanye West er sjálftitlaður kynlífsfíkillMynd/Getty Fullt af meðferðarúrræðum eru í boði en það er þó einn hængur á, er eitthvað til sem heitir kynlífsfíkn? Samkvæmt helstu sérfræðingum á sviði kynfræði er ekki beint hægt að vera „kynlífsfíkill“ en vissulega er hægt að ánetjast hlutum líkt og kynlífi en það eru aðrir þættir sem einnig spila inn í sem þarf að skoða á sama tíma. Það geta bæði verið félagslegir þættir og sálrænir. Eitt meðferðarform sem er í boði svipar til annarra meðferðarforma við fíkn sem eru uppbyggð líkt og AA samtökin þar sem hvatt er til algjörs bindindis. Það er ekki talið raunhæft þegar kemur að kynlífi því það er mannfólki eðlislægt að vilja stunda það. Fagaðilar líkt og kynfræðingar og sálfræðingar beita öðrum aðferðum og vinna með þráhyggju hugsanir og hegðunina með mismunandi aðferðum, t.d. hugrænni atferlismeðferð. Það er því ágætt að stíga varlega til jarðar þegar rætt erum um að vera háður kynlífi, því í raun verum við það flest í þessum heimi, en þegar hegðunin fer að valda okkur sjálfum og einstaklingum í nærumhverfi okkar vandræðum, þá er gott að leita sér aðstoðar hjá fagaðila.
Heilsa Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira