Ekkert lát er á gosinu í Holuhrauni , en nú er réttur mánuður síðan það hófst. Skjálftavirkni á hamfarasvæðinu er álíka og síðustu sólarhringa, og sigið í öskjunni í Bárðarbungu heldur áfram.
Stærsti skjálftinn í nótt í Bárðarbungu var 4,9 að stærð. Hann varð rétt fyrir klukkan fjögur í nótt í norðanverðum öskjubarmi Bárðarbungu. Tveir aðrir voru yfir þremur að stærð, báðir norðaustan til í öskjunni.
Alls mældust 22 skjálftar í Bárðarbungu frá miðnætti, þar af 14 við norðanverðan öskjubarminn og átta sunnan til. Í ganginum hafa mælst 12 skjálftar frá miðnætti.
Í Bárðarbungu mældist skjálfti upp á 5,2 stig í gærdag , en þessi öfluga skjálftavirkni þar kemur jarðvísindamönnum á óvart. Gasmengun frá gosinu mun berast til norðvesturs í dag.
Mesti kraftur núna er í svonefndum Baugi , sem er miðgígur gossprungunnar í Holuhrauni.
22 skjálftar mældust í Bárðarbungu í nótt
Stefán Árni Pálsson skrifar
