Innlent

Búast má við gasmengun austanlands

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vísir/Vilhelm
Búast má við gasmengun í austur frá gosstöðvunum í dag, yfir sunnanverða Austfirði. Með kvöldinu mun mengunin ná norður á Hérað og yfir norðanverða Austfirði.

Á morgun er búist við hvassri suðaustanátt og mun mengunin þá fara til norðurs og norðvesturs.

Samkvæmt upplýsingum frá veðurstofunni er skjálftavirkni í Bárðarbungu svipuð og verið hefur. Þrír skjálftar hafa verið yfir 3 að stærð síðasta sólarhringinn, sá stærsti í gærkvöldi upp á 5,2.

Sig öskjunnar í Bárðarbungu heldur áfram á svipuðum hraða og áður og gosvirkni í Holuhrauni einnig svipuð og áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×