Evrópumenn hafa tryggt sér Ryder-bikarinn í þriðja sinn í röð Kári Örn Hinriksson skrifar 28. september 2014 11:53 Jack Nicklaus óskar Rory McIlroy góðs gengis. vísir/getty Evrópuliðið hefur tryggt sér sigur í Ryder-Bikarnum sem fram fer á Gleneagles en þetta er í þriðja sinn í röð sem Evrópa sigrar þessa sögufrægu keppni. Vísir var með beina textalýsingu frá lokahringnum og hana má sjá hér fyrir neðan.16:45, Ryder-bikarnum á Gleneagles er formlega lokið, Zach Johnson og Victor Dubuisson hafa klárað leikinn sinn og deildu stiginu. McIlroy og félagar hans í Evrópuliðinu fagna innilega á 18 flötinni og kampavínið flæðir út um allt. Lokastaðan: Evrópa 16,5 - Bandaríkin 11.5.16:25, Sir Alex Ferguson hefur fylgt Evrópuliðinu eftir alla helgina, hann er í miklu stuði á Gleneagles, faðmar mann og annan og verður eflaust boðið í sigurveisluna í kvöld.16:05, Þetta er ekki búið að vera besti Ryder-bikar sem Ian Poulter hefur leikið í en hann nær að jafna leikinn við Webb Simpson á 18. holu með góðum fugli, þeir skipta með sér stiginu. Á meðan klárar Jimmy Walker leik sinn við Lee Westwood á 16. holu. Aðeins einn leikur er eftir úti á velli og það eru þeir Victor Dubuisson og Zach Johnson, þar er allt jafnt eftir 15 holur.15:55, Sergio Garcia bætir enn einu stiginu við hjá Evrópu en hann sigraði Jim Furyk í mögnuðum leik sem endaði ekki fyrr en á 18. holu. Þessir tveir buðu upp á fuglasýningu í allan dag.15:42, Skilaboð Paul McGinley til liðsmanna sinna í morgun var einfaldlega að njóta þess að spila í þessu sögufræga móti. Jamie Donaldson gefur honum rembingskoss við mikinn fögnuð viðstaddra í miðju sjónvarpsviðtali. Miguel Angel Jimenez hefur tekið upp sigurvindil og áhorfendur syngja hástöfum. Það er alvöru stemning á Gleneagles þessa stundina.15:35, Jamie Donaldson tryggir Evrópumönnum sigur með glæsibrag. Setur rúmlega 180 metra högg beint upp að stöng á 15. holu og Keegan Bradley getur ekkert gert og gefur honum hreinlega púttið. Gríðarlegur fögnuður brýst út og Donaldson er fagnað vel og innilega af liðsfélögum sínum sem hafa lokið leik í dag. Enn eru þó nokkrir leikir eftir.15:03, Hver nær í sigurstigið fyrir Evrópu? Jamie Donaldson er líklegur enda á hann fjórar holur á Keegan Bradley eftir 12 holur.14:56, allt að gerast! Phil Mickelson klárar Stephen Gallacher á 17. holu á meðan að Matt Kuchar ber sigurorð af Thomas Björn á 15. holu. Tvö stig fyrir Bandaríkin en Martin Kaymer svarar fyrir Evrópu og vippar ofan í af löngu færi til þess að tryggja sér sigur á Bubba Watson. Justin Rose og Hunter Mahan deildu síðan stigi eftir að Rose fékk fugl á lokaholuna. Núna þurfa Evrópumenn aðeins eitt stig í viðbót til þess að halda Ryder-bikarnum.14:38, Patrick Reed klórar í bakkann fyrir Bandaríkjamenn, sigrar Henrik Stenson á 18. holu eftir að hafa fengið fugl, Stenson missti rúmlega meters pútt til þess að jafna Reed og vonbrigðin leyna sér ekki. Reed hefur staðið sig frábærlega í sínum fyrsta Ryder-Bikar og nælt í þrjú stig fyrir sitt lið.14:16, Graeme McDowell lagði Jordan Spieth á 17. holu í mögnuðum leik. Spieth hóf leikinn af krafti og virtist ætla að stinga Norður-Írann af en McDowell kom sterkur til baka þegar að leið á hringinn. Núna þurfa Evrópumenn aðeins tvö og hálf stig til þess að halda Ryder-bikarnum.13:54, Rory McIlroy nælir í fyrsta stig Evrópu í dag en hann spilaði stórkostlegt golf gegn Rickie Fowler. McIlroy fékk sjö fugla og einn örn á 14 holum og sá Fowler því aldrei til sólar. Nú þarf Evrópuliðið aðeins þrjú og hálft stig úr þeim 11 leikjum sem eru eftir til þess að tryggja sér titilinn. Hér að neðan má sjá stöðuna í einstökum leikjum.Evrópa 16.5 - Bandaríkin 11.5 (15) McDowell gegn Spieth, McDowell sigraði á 17. holu, 2/1 (18) Stenson gegn Reed, Reed sigraði á 18. holu, 1/0 (14) McIlroy gegn Fowler, McIlroy sigraði á 14. holu, 5/4. (18) Rose gegn Mahan, Leikurinn endaði jafn (17) Gallacher gegn Mickelson, Mickelson sigraði á 17. holu, 3/1 (15) Kaymer gegn Watson, Kaymer sigraði á 16. holu, 4/2 (14) Bjorn gegn Kuchar, Kuchar sigraði á 15. holu, 4/3 (18) Garcia gegn Furyk, Garcia sigraði á 18 holu, 1/0 (17) Poulter gegn Simpson, Leikurinn endaði jafn (14) Donaldson gegn Bradley, Donaldson sigraði á 15. holu, 5/3 (16) Westwood gegn Walker, Walker sigraði á 16. holu, 3/2 (17) Dubuisson gegn Johnson, Leikurinn endaði jafn Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Evrópuliðið hefur tryggt sér sigur í Ryder-Bikarnum sem fram fer á Gleneagles en þetta er í þriðja sinn í röð sem Evrópa sigrar þessa sögufrægu keppni. Vísir var með beina textalýsingu frá lokahringnum og hana má sjá hér fyrir neðan.16:45, Ryder-bikarnum á Gleneagles er formlega lokið, Zach Johnson og Victor Dubuisson hafa klárað leikinn sinn og deildu stiginu. McIlroy og félagar hans í Evrópuliðinu fagna innilega á 18 flötinni og kampavínið flæðir út um allt. Lokastaðan: Evrópa 16,5 - Bandaríkin 11.5.16:25, Sir Alex Ferguson hefur fylgt Evrópuliðinu eftir alla helgina, hann er í miklu stuði á Gleneagles, faðmar mann og annan og verður eflaust boðið í sigurveisluna í kvöld.16:05, Þetta er ekki búið að vera besti Ryder-bikar sem Ian Poulter hefur leikið í en hann nær að jafna leikinn við Webb Simpson á 18. holu með góðum fugli, þeir skipta með sér stiginu. Á meðan klárar Jimmy Walker leik sinn við Lee Westwood á 16. holu. Aðeins einn leikur er eftir úti á velli og það eru þeir Victor Dubuisson og Zach Johnson, þar er allt jafnt eftir 15 holur.15:55, Sergio Garcia bætir enn einu stiginu við hjá Evrópu en hann sigraði Jim Furyk í mögnuðum leik sem endaði ekki fyrr en á 18. holu. Þessir tveir buðu upp á fuglasýningu í allan dag.15:42, Skilaboð Paul McGinley til liðsmanna sinna í morgun var einfaldlega að njóta þess að spila í þessu sögufræga móti. Jamie Donaldson gefur honum rembingskoss við mikinn fögnuð viðstaddra í miðju sjónvarpsviðtali. Miguel Angel Jimenez hefur tekið upp sigurvindil og áhorfendur syngja hástöfum. Það er alvöru stemning á Gleneagles þessa stundina.15:35, Jamie Donaldson tryggir Evrópumönnum sigur með glæsibrag. Setur rúmlega 180 metra högg beint upp að stöng á 15. holu og Keegan Bradley getur ekkert gert og gefur honum hreinlega púttið. Gríðarlegur fögnuður brýst út og Donaldson er fagnað vel og innilega af liðsfélögum sínum sem hafa lokið leik í dag. Enn eru þó nokkrir leikir eftir.15:03, Hver nær í sigurstigið fyrir Evrópu? Jamie Donaldson er líklegur enda á hann fjórar holur á Keegan Bradley eftir 12 holur.14:56, allt að gerast! Phil Mickelson klárar Stephen Gallacher á 17. holu á meðan að Matt Kuchar ber sigurorð af Thomas Björn á 15. holu. Tvö stig fyrir Bandaríkin en Martin Kaymer svarar fyrir Evrópu og vippar ofan í af löngu færi til þess að tryggja sér sigur á Bubba Watson. Justin Rose og Hunter Mahan deildu síðan stigi eftir að Rose fékk fugl á lokaholuna. Núna þurfa Evrópumenn aðeins eitt stig í viðbót til þess að halda Ryder-bikarnum.14:38, Patrick Reed klórar í bakkann fyrir Bandaríkjamenn, sigrar Henrik Stenson á 18. holu eftir að hafa fengið fugl, Stenson missti rúmlega meters pútt til þess að jafna Reed og vonbrigðin leyna sér ekki. Reed hefur staðið sig frábærlega í sínum fyrsta Ryder-Bikar og nælt í þrjú stig fyrir sitt lið.14:16, Graeme McDowell lagði Jordan Spieth á 17. holu í mögnuðum leik. Spieth hóf leikinn af krafti og virtist ætla að stinga Norður-Írann af en McDowell kom sterkur til baka þegar að leið á hringinn. Núna þurfa Evrópumenn aðeins tvö og hálf stig til þess að halda Ryder-bikarnum.13:54, Rory McIlroy nælir í fyrsta stig Evrópu í dag en hann spilaði stórkostlegt golf gegn Rickie Fowler. McIlroy fékk sjö fugla og einn örn á 14 holum og sá Fowler því aldrei til sólar. Nú þarf Evrópuliðið aðeins þrjú og hálft stig úr þeim 11 leikjum sem eru eftir til þess að tryggja sér titilinn. Hér að neðan má sjá stöðuna í einstökum leikjum.Evrópa 16.5 - Bandaríkin 11.5 (15) McDowell gegn Spieth, McDowell sigraði á 17. holu, 2/1 (18) Stenson gegn Reed, Reed sigraði á 18. holu, 1/0 (14) McIlroy gegn Fowler, McIlroy sigraði á 14. holu, 5/4. (18) Rose gegn Mahan, Leikurinn endaði jafn (17) Gallacher gegn Mickelson, Mickelson sigraði á 17. holu, 3/1 (15) Kaymer gegn Watson, Kaymer sigraði á 16. holu, 4/2 (14) Bjorn gegn Kuchar, Kuchar sigraði á 15. holu, 4/3 (18) Garcia gegn Furyk, Garcia sigraði á 18 holu, 1/0 (17) Poulter gegn Simpson, Leikurinn endaði jafn (14) Donaldson gegn Bradley, Donaldson sigraði á 15. holu, 5/3 (16) Westwood gegn Walker, Walker sigraði á 16. holu, 3/2 (17) Dubuisson gegn Johnson, Leikurinn endaði jafn
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira