Bandaríkjamenn bíta frá sér á Gleneagles 27. september 2014 12:33 McIlroy og Poulter fagna pútti í morgun. AP/Getty Bandaríkjamenn girtu sig í brók á þriðja hring í Ryder-bikarnum sem fram fer á Gleneagles þessa stundina en þeir sigruðu tvö og hálft stig af fjórum mögulegum í fjórboltanum í morgun. Ungstirnin Jordan Spieth og Patrick Reed fengu tækifærið á ný eftir góða frammistöðu í gær og nýttu það vel en þeir sigruðu Thomas Björn og Martin Kaymer nokkuð örugglega í leik sem kláraðist á 15. holu. Þá náðu Jim Furyk og Hunter Mahan að næla sér í sitt fyrsta stig í Rydernum í ár en þeir báru sigurorð af Lee Westwood og Jamie Donaldson í leik sem tókst aldrei að verða spennandi. Fyrir Evrópuliðið voru Justin Rose og Henrik Stenson enn á ný frábærir en þeir hafa sigrað alla þrjá leiki sína hingað til. Í morgun urðu Bubba Watson og Matt Kuchar fyrir barðinu á þeim en Stenson og Rose sigruðu á 16. holu og voru þeir þá á samtals 12 höggum undir pari. Mesta spennan var í leik Rory McIlroy og Ian Poulter gegn Jimmy Walker og Rickie Fowler en þeir síðarnefndu áttu tvær holur á Evrópumennina þegar að það voru aðeins fjórar eftir. Þá setti Ian Poulter í fluggírinn og nældi sér í tvo fugla í röð til þess að jafna leikinn en hann endaði að lokum með jafntefli. Evrópuliðið leiðir eins og er með sex og hálfum vinningi gegn fimm og hálfum hjá því bandaríska. Margar spennandi viðureignir eru á dagskrá eftir hádegi en hér fyrir neðan er hægt að sjá hverjir mæta hverjum í fjórmenningnum. Jamie Donaldson / Lee Westwood gegn Zach Johnson / Matt Kuchar Sergio Garcia / Rory McIlroy gegn Jim Furyk / Hunter Mahan Martin Kaymer / Justin Rose gegn Patrick Reed / Jordan Spieth Victor Dubuisson / Graeme McDowell gegn Rickie Fowler / Jimmy Walker Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamenn girtu sig í brók á þriðja hring í Ryder-bikarnum sem fram fer á Gleneagles þessa stundina en þeir sigruðu tvö og hálft stig af fjórum mögulegum í fjórboltanum í morgun. Ungstirnin Jordan Spieth og Patrick Reed fengu tækifærið á ný eftir góða frammistöðu í gær og nýttu það vel en þeir sigruðu Thomas Björn og Martin Kaymer nokkuð örugglega í leik sem kláraðist á 15. holu. Þá náðu Jim Furyk og Hunter Mahan að næla sér í sitt fyrsta stig í Rydernum í ár en þeir báru sigurorð af Lee Westwood og Jamie Donaldson í leik sem tókst aldrei að verða spennandi. Fyrir Evrópuliðið voru Justin Rose og Henrik Stenson enn á ný frábærir en þeir hafa sigrað alla þrjá leiki sína hingað til. Í morgun urðu Bubba Watson og Matt Kuchar fyrir barðinu á þeim en Stenson og Rose sigruðu á 16. holu og voru þeir þá á samtals 12 höggum undir pari. Mesta spennan var í leik Rory McIlroy og Ian Poulter gegn Jimmy Walker og Rickie Fowler en þeir síðarnefndu áttu tvær holur á Evrópumennina þegar að það voru aðeins fjórar eftir. Þá setti Ian Poulter í fluggírinn og nældi sér í tvo fugla í röð til þess að jafna leikinn en hann endaði að lokum með jafntefli. Evrópuliðið leiðir eins og er með sex og hálfum vinningi gegn fimm og hálfum hjá því bandaríska. Margar spennandi viðureignir eru á dagskrá eftir hádegi en hér fyrir neðan er hægt að sjá hverjir mæta hverjum í fjórmenningnum. Jamie Donaldson / Lee Westwood gegn Zach Johnson / Matt Kuchar Sergio Garcia / Rory McIlroy gegn Jim Furyk / Hunter Mahan Martin Kaymer / Justin Rose gegn Patrick Reed / Jordan Spieth Victor Dubuisson / Graeme McDowell gegn Rickie Fowler / Jimmy Walker
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira