Bandaríkjamenn bíta frá sér á Gleneagles 27. september 2014 12:33 McIlroy og Poulter fagna pútti í morgun. AP/Getty Bandaríkjamenn girtu sig í brók á þriðja hring í Ryder-bikarnum sem fram fer á Gleneagles þessa stundina en þeir sigruðu tvö og hálft stig af fjórum mögulegum í fjórboltanum í morgun. Ungstirnin Jordan Spieth og Patrick Reed fengu tækifærið á ný eftir góða frammistöðu í gær og nýttu það vel en þeir sigruðu Thomas Björn og Martin Kaymer nokkuð örugglega í leik sem kláraðist á 15. holu. Þá náðu Jim Furyk og Hunter Mahan að næla sér í sitt fyrsta stig í Rydernum í ár en þeir báru sigurorð af Lee Westwood og Jamie Donaldson í leik sem tókst aldrei að verða spennandi. Fyrir Evrópuliðið voru Justin Rose og Henrik Stenson enn á ný frábærir en þeir hafa sigrað alla þrjá leiki sína hingað til. Í morgun urðu Bubba Watson og Matt Kuchar fyrir barðinu á þeim en Stenson og Rose sigruðu á 16. holu og voru þeir þá á samtals 12 höggum undir pari. Mesta spennan var í leik Rory McIlroy og Ian Poulter gegn Jimmy Walker og Rickie Fowler en þeir síðarnefndu áttu tvær holur á Evrópumennina þegar að það voru aðeins fjórar eftir. Þá setti Ian Poulter í fluggírinn og nældi sér í tvo fugla í röð til þess að jafna leikinn en hann endaði að lokum með jafntefli. Evrópuliðið leiðir eins og er með sex og hálfum vinningi gegn fimm og hálfum hjá því bandaríska. Margar spennandi viðureignir eru á dagskrá eftir hádegi en hér fyrir neðan er hægt að sjá hverjir mæta hverjum í fjórmenningnum. Jamie Donaldson / Lee Westwood gegn Zach Johnson / Matt Kuchar Sergio Garcia / Rory McIlroy gegn Jim Furyk / Hunter Mahan Martin Kaymer / Justin Rose gegn Patrick Reed / Jordan Spieth Victor Dubuisson / Graeme McDowell gegn Rickie Fowler / Jimmy Walker Golf Mest lesið Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamenn girtu sig í brók á þriðja hring í Ryder-bikarnum sem fram fer á Gleneagles þessa stundina en þeir sigruðu tvö og hálft stig af fjórum mögulegum í fjórboltanum í morgun. Ungstirnin Jordan Spieth og Patrick Reed fengu tækifærið á ný eftir góða frammistöðu í gær og nýttu það vel en þeir sigruðu Thomas Björn og Martin Kaymer nokkuð örugglega í leik sem kláraðist á 15. holu. Þá náðu Jim Furyk og Hunter Mahan að næla sér í sitt fyrsta stig í Rydernum í ár en þeir báru sigurorð af Lee Westwood og Jamie Donaldson í leik sem tókst aldrei að verða spennandi. Fyrir Evrópuliðið voru Justin Rose og Henrik Stenson enn á ný frábærir en þeir hafa sigrað alla þrjá leiki sína hingað til. Í morgun urðu Bubba Watson og Matt Kuchar fyrir barðinu á þeim en Stenson og Rose sigruðu á 16. holu og voru þeir þá á samtals 12 höggum undir pari. Mesta spennan var í leik Rory McIlroy og Ian Poulter gegn Jimmy Walker og Rickie Fowler en þeir síðarnefndu áttu tvær holur á Evrópumennina þegar að það voru aðeins fjórar eftir. Þá setti Ian Poulter í fluggírinn og nældi sér í tvo fugla í röð til þess að jafna leikinn en hann endaði að lokum með jafntefli. Evrópuliðið leiðir eins og er með sex og hálfum vinningi gegn fimm og hálfum hjá því bandaríska. Margar spennandi viðureignir eru á dagskrá eftir hádegi en hér fyrir neðan er hægt að sjá hverjir mæta hverjum í fjórmenningnum. Jamie Donaldson / Lee Westwood gegn Zach Johnson / Matt Kuchar Sergio Garcia / Rory McIlroy gegn Jim Furyk / Hunter Mahan Martin Kaymer / Justin Rose gegn Patrick Reed / Jordan Spieth Victor Dubuisson / Graeme McDowell gegn Rickie Fowler / Jimmy Walker
Golf Mest lesið Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira