Innlent

Skjálfti af stærðinni 5,0 við Bárðarbungu í nótt

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Egill
Engar teljandi breytingar voru á skjálftavirkni í Bárðarbungu í nótt. Stærsti skjálftinn, sem var 5,0 stig varð í norðanverðri Bárðarbungu klukkan tvö í nótt. Alls mældust 17 jarðskjálftar í Bárðarbungu og langflestir við norðanverðan öskjubarminn.

Heldur færri skjálftar mældust í ganginum undir Dyngjujökli, eða alls átta eins og kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Ekkert hefur sést til gossins á vefmyndavélum í nótt sökum veðurs. Á svæðinu er snjómugga eða slydda. Þegar vísindamenn yfirgáfu svæðið í gærkvöldi var það enn í fullum gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×