Tom Watson gagnrýndur fyrir að hvíla Spieth og Reed 26. september 2014 21:39 Watson á Gleneagles í dag. AP/Getty Tom Watson, Ryder-fyrirliði Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur eftir fyrsta dag í þessu sögufræga móti sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Ástæða þess er sú að Watson hvíldi nýliðana Jordan Spieth og Patrick Reed í seinni viðureign dagsins en þeir tveir fóru á kostum í morgun og sigruðu sinn leik á móti Ian Poulter og Stephen Gallacher með miklum yfirburðum. Það kom því töluvert á óvart að sjá Spieth og Reed væru ekki meðal þeirra sem stillt var upp í seinni viðureign dagsins eftir frammistöðu þeirra félaga um morguninn sem var í einu orði sagt frábær. Margir þungavigtamenn innan golfheimsins hafa tjáð sig um ákvörðun Watson og margir eru á því að fyrirliðinn hafi gert stór mistök. Þar má fyrst nefna Johnny Miller sem sigraði bæði á Opna bandaríska og Opna breska meistaramótinu á sínum tíma en hann starfar sem lýsandi hjá NBC sjónvarpsstöðinni í dag. „Ég fatta hreinlega ekki af hverju Reed og Speith voru látnir sitja hjá í annarri umferð í dag,“ sagði Miller í beinni útsendingu eftir annan hring. „Þeir fóru á kostum í morgun og voru greinilega í banastuði á meðan að Phil Mickelson og Keegan Bradley voru út um allt, ég skil ekki þessa ákvörðun hjá Tom Watson.“ Einn þekktasti PGA þjálfari heims, Butch Harmon, tók í sama streng. „Það sást á Mickelson að hann var orðinn þreyttur í endann og höggin hans voru ekki eins nákvæm og venjulega, hann er farinn að eldast og hefði ekki átt að spila báða hringina í dag. Jordan Spieth og Patrick Reed voru báðir sjóðandi heitir í morgun og hefðu örugglega haldið áfram að spila vel seinni partinn. Það er eitthvað sem Watson hefði átt að spá í.“Colin Montgomerie, einn sigursælasti evrópski kylfingur sögunnar, skildi heldur ekki val Watson. „Þessir strákar eru ungir og geta léttilega spilað tvo hringi á dag. Maður sér sjaldan að menn séu hvíldir eftir frammistöður eins og þeir skiluðu í morgun. Tom Watson á örugglega eftir að sjá eftir þessari ákvörðun.“ Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Fleiri fréttir Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tom Watson, Ryder-fyrirliði Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur eftir fyrsta dag í þessu sögufræga móti sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Ástæða þess er sú að Watson hvíldi nýliðana Jordan Spieth og Patrick Reed í seinni viðureign dagsins en þeir tveir fóru á kostum í morgun og sigruðu sinn leik á móti Ian Poulter og Stephen Gallacher með miklum yfirburðum. Það kom því töluvert á óvart að sjá Spieth og Reed væru ekki meðal þeirra sem stillt var upp í seinni viðureign dagsins eftir frammistöðu þeirra félaga um morguninn sem var í einu orði sagt frábær. Margir þungavigtamenn innan golfheimsins hafa tjáð sig um ákvörðun Watson og margir eru á því að fyrirliðinn hafi gert stór mistök. Þar má fyrst nefna Johnny Miller sem sigraði bæði á Opna bandaríska og Opna breska meistaramótinu á sínum tíma en hann starfar sem lýsandi hjá NBC sjónvarpsstöðinni í dag. „Ég fatta hreinlega ekki af hverju Reed og Speith voru látnir sitja hjá í annarri umferð í dag,“ sagði Miller í beinni útsendingu eftir annan hring. „Þeir fóru á kostum í morgun og voru greinilega í banastuði á meðan að Phil Mickelson og Keegan Bradley voru út um allt, ég skil ekki þessa ákvörðun hjá Tom Watson.“ Einn þekktasti PGA þjálfari heims, Butch Harmon, tók í sama streng. „Það sást á Mickelson að hann var orðinn þreyttur í endann og höggin hans voru ekki eins nákvæm og venjulega, hann er farinn að eldast og hefði ekki átt að spila báða hringina í dag. Jordan Spieth og Patrick Reed voru báðir sjóðandi heitir í morgun og hefðu örugglega haldið áfram að spila vel seinni partinn. Það er eitthvað sem Watson hefði átt að spá í.“Colin Montgomerie, einn sigursælasti evrópski kylfingur sögunnar, skildi heldur ekki val Watson. „Þessir strákar eru ungir og geta léttilega spilað tvo hringi á dag. Maður sér sjaldan að menn séu hvíldir eftir frammistöður eins og þeir skiluðu í morgun. Tom Watson á örugglega eftir að sjá eftir þessari ákvörðun.“
Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Fleiri fréttir Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira