Vantar bara 10 laxa uppá að árið verði annað besta Karl Lúðvíksson skrifar 26. september 2014 10:49 Einn af stórlöxunum úr Húseyjakvísl í sumar Mynd: Mokveiðifélagið Veiðin í Húseyjakvísl er búin að vera mjög góð í sumar og veiðimenn sem hafa átt daga í ánni landað mikið af vænum laxi. Samtals eru komnir 260 laxar en ekki hafa fengist staðfestar tölur um veidda sjóbirtinga en frá því í vor hefur mikið veiðst af vænum birting í ánni. Laxinn hefur líka verið mjög vænn í sumar og það er það sem á eftir að toga veiðimenn í ánna á komandi sumri enda er staðan þannig hjá leigutaka að veiðimenn gætu þurft að fara á biðlista til að komast í ánna svo þeir sem hafa hug á því að veiða þarna á næsta ári þurfa að bóka sína daga fljótlega. Síðasti veiðidagurinn er í dag og það vantar aðeins 10 laxa uppá að árið í ár verði það næstbesta í ánni en þó það náist ekki er árangur sumarsins miklu betri en menn reiknuðu með þegar ljóst var að smálaxinn myndi vanta á landsvísu. Það kom þó ekki að sök í Húseyjakvísl því hlutfall stórlaxa er með eindæmum gott í sumar og ef smálaxinn hefði mætt í sama mæli og á venjulegu ári er líklegt að áin hefði farið yfir bestu veiðina sína. Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 11 ára veiðistelpa með veiðidellu á háu stigi Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði
Veiðin í Húseyjakvísl er búin að vera mjög góð í sumar og veiðimenn sem hafa átt daga í ánni landað mikið af vænum laxi. Samtals eru komnir 260 laxar en ekki hafa fengist staðfestar tölur um veidda sjóbirtinga en frá því í vor hefur mikið veiðst af vænum birting í ánni. Laxinn hefur líka verið mjög vænn í sumar og það er það sem á eftir að toga veiðimenn í ánna á komandi sumri enda er staðan þannig hjá leigutaka að veiðimenn gætu þurft að fara á biðlista til að komast í ánna svo þeir sem hafa hug á því að veiða þarna á næsta ári þurfa að bóka sína daga fljótlega. Síðasti veiðidagurinn er í dag og það vantar aðeins 10 laxa uppá að árið í ár verði það næstbesta í ánni en þó það náist ekki er árangur sumarsins miklu betri en menn reiknuðu með þegar ljóst var að smálaxinn myndi vanta á landsvísu. Það kom þó ekki að sök í Húseyjakvísl því hlutfall stórlaxa er með eindæmum gott í sumar og ef smálaxinn hefði mætt í sama mæli og á venjulegu ári er líklegt að áin hefði farið yfir bestu veiðina sína.
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 11 ára veiðistelpa með veiðidellu á háu stigi Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði