Jordan Spieth lítið að stressa sig yfir sínum fyrsta Ryder-bikar 24. september 2014 17:45 Jordan Spieth í Masters mótinu fyrr á árinu. AP/Getty Ein stærsta vonarstjarna bandarísks golfs, Jordan Spieth, segir að hann sé ekki stressaður fyrir Ryder-bikarnum sem hefst formlega á morgun en hann er í bandaríska liðinu í fyrsta sinn. Þessi tvítugi strákur hefur vakið verðskuldaða athygli á PGA-mótaröðinni undanfarin tvö ár en hann sigraði á John Deere Classic í fyrra og var nálægt því að sigra á Masters mótinu í ár þar sem hann endaði í öðru sæti á eftir Bubba Watson. „Þetta er ekki allt alveg nýtt fyrir mér þótt að þetta sé minn fyrsti Ryder-bikar,“ sagði Spieth á fréttamannafundi í gær. „Ég var í bandaríska liðinu í Forsetabikarnum í fyrra og það er svipað fyrirkomulag. Auðvitað er Ryder-bikarinn stærri og það er meiri pressa en ég á eftir að höndla hana, ég hlakka til að standa á fyrsta teig þótt að hjartað eigi kannski eftir að slá hraðar en venjulega.“ Fastlega er gert ráð fyrir að fyrirliði bandaríska liðsins, Tom Watson, pari Spieth með reynsluboltanum Matt Kuchar en þeir tveir hafa leikið saman æfingahringi undanfarna tvo daga. Kuchar tjáði sig um það á fréttamannafundinum í gær og segist sjálfur vera mjög spenntur fyrir því að leika með Spieth. „Hann er ungur en mjög þroskaður kylfingur sem sést kannski best á því hversu góður hann er á flötunum. Ég myndi fagna því ef ég fengi tækifæri til þess að spila með honum um helgina.“ Golf Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ein stærsta vonarstjarna bandarísks golfs, Jordan Spieth, segir að hann sé ekki stressaður fyrir Ryder-bikarnum sem hefst formlega á morgun en hann er í bandaríska liðinu í fyrsta sinn. Þessi tvítugi strákur hefur vakið verðskuldaða athygli á PGA-mótaröðinni undanfarin tvö ár en hann sigraði á John Deere Classic í fyrra og var nálægt því að sigra á Masters mótinu í ár þar sem hann endaði í öðru sæti á eftir Bubba Watson. „Þetta er ekki allt alveg nýtt fyrir mér þótt að þetta sé minn fyrsti Ryder-bikar,“ sagði Spieth á fréttamannafundi í gær. „Ég var í bandaríska liðinu í Forsetabikarnum í fyrra og það er svipað fyrirkomulag. Auðvitað er Ryder-bikarinn stærri og það er meiri pressa en ég á eftir að höndla hana, ég hlakka til að standa á fyrsta teig þótt að hjartað eigi kannski eftir að slá hraðar en venjulega.“ Fastlega er gert ráð fyrir að fyrirliði bandaríska liðsins, Tom Watson, pari Spieth með reynsluboltanum Matt Kuchar en þeir tveir hafa leikið saman æfingahringi undanfarna tvo daga. Kuchar tjáði sig um það á fréttamannafundinum í gær og segist sjálfur vera mjög spenntur fyrir því að leika með Spieth. „Hann er ungur en mjög þroskaður kylfingur sem sést kannski best á því hversu góður hann er á flötunum. Ég myndi fagna því ef ég fengi tækifæri til þess að spila með honum um helgina.“
Golf Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira