Jói Sig tekur Sigga Sig í læknisskoðun Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. september 2014 14:30 „Ég leik lækni sem Siggi kemur til því það hrjáir hann eitthvað og hann þarf að fá niðurstöðu. Þetta er kómískt atriði en grafalvarlegt samt,“ segir leikarinn Jóhann Sigurðarson. Hann fer með eitt af hlutverkunum í kvikmyndinni Afanum sem frumsýnd verður á morgun en með aðalhlutverkið fer Sigurður Sigurjónsson. Þeir Jóhann og Sigurður hafa verið vinir í fjörutíu ár, leikið margoft saman og gengið í gegnum ýmislegt á ferlinum. Það var því ekkert tiltökumál að þeir léku saman í þessari persónulegu senu. „Það er eitthvað innanmeginn sem hrjáir hann,“ segir Jóhann enn fremur um atriðið en vill lítið annað gefa upp. Bjarni Haukur Þórsson leikstýrir, framleiðir og er handritshöfundur Afans en myndin segir Frá Guðjóni sem lifað hefur öruggu lífi. Allt í einu blasir eftirlaunaaldurinn við honum á sama tíma og að erfiðleikar koma upp í hjónabandinu og við skipulagningu á brúðkaupi dóttur sinnar. Í örvæntingu sinni í leit að lífsfyllingu og tilgangi liggur leið hans meðal annars til Spánar, í heimspekideild Háskóla Ísland og á Landspítalann. Jóhann er ekki búinn að sjá myndina en hvetur Íslendinga til að fjölmenna í bíó. „Ég hlakka voðalega til að sjá hana í heild sinni. Það sem ég er búinn að sjá af henni er mjög skemmtilegt en það er alvarlegur tónn í henni líka. Við gætum sagt að hún sé brosgrátleg.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Ég leik lækni sem Siggi kemur til því það hrjáir hann eitthvað og hann þarf að fá niðurstöðu. Þetta er kómískt atriði en grafalvarlegt samt,“ segir leikarinn Jóhann Sigurðarson. Hann fer með eitt af hlutverkunum í kvikmyndinni Afanum sem frumsýnd verður á morgun en með aðalhlutverkið fer Sigurður Sigurjónsson. Þeir Jóhann og Sigurður hafa verið vinir í fjörutíu ár, leikið margoft saman og gengið í gegnum ýmislegt á ferlinum. Það var því ekkert tiltökumál að þeir léku saman í þessari persónulegu senu. „Það er eitthvað innanmeginn sem hrjáir hann,“ segir Jóhann enn fremur um atriðið en vill lítið annað gefa upp. Bjarni Haukur Þórsson leikstýrir, framleiðir og er handritshöfundur Afans en myndin segir Frá Guðjóni sem lifað hefur öruggu lífi. Allt í einu blasir eftirlaunaaldurinn við honum á sama tíma og að erfiðleikar koma upp í hjónabandinu og við skipulagningu á brúðkaupi dóttur sinnar. Í örvæntingu sinni í leit að lífsfyllingu og tilgangi liggur leið hans meðal annars til Spánar, í heimspekideild Háskóla Ísland og á Landspítalann. Jóhann er ekki búinn að sjá myndina en hvetur Íslendinga til að fjölmenna í bíó. „Ég hlakka voðalega til að sjá hana í heild sinni. Það sem ég er búinn að sjá af henni er mjög skemmtilegt en það er alvarlegur tónn í henni líka. Við gætum sagt að hún sé brosgrátleg.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira