Paul McGinley íhugar að stía Mcilroy og McDowell i sundur 24. september 2014 06:30 McIlroy og McDowell á Medinah vellinum fyrir tveimur árum. Vísir/Getty Paul McGinley, Ryder-fyrirliði Evrópuliðsins, íhugar að para ekki Rory McIlroy og Graeme McDowell saman í Ryder-bikarnum sem hefst á föstudaginn en þeir hafa verið nánast óaðskiljanlegir í síðustu tveimur Ryderum. Þrátt fyrir að hafa spilað sex leiki saman hafa þeir aðeins unnið tvö og hálft stig, sem er tölfræði sem McGinley er ekki sáttur með. Norður-Írarnir eru einnig ekki taldir vera jafn miklir félagar þessa dagana og þeir voru fyrir tveimur árum en ástæðan gæti verið lögsókn McIlroy á hendur umboðsskrifstofunni Horizon Sports, þar sem nafn McDowell kemur oft fyrir. „Ég hafði alltaf hugsað mér að para þá tvo saman en ég hef verið að pæla meira og meira í því að undanförnu að þeir gætu blómstrað með einhverjum öðrum líka, “ sagði Paul McGinley við fréttamenn í gær þegar hann var spurður út í McIlroy og McDowell. „Ég held að sambandið á milli þeirra sé í góðu lagi en það kemur í ljós hvernig þeim verður stillt upp þegar að mótið hefst. Eitt er víst að ég er feginn að hafa þá báða í liðinu þótt að tölfræði þeirra saman sé kannski ekki sú besta.“ Golf Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Paul McGinley, Ryder-fyrirliði Evrópuliðsins, íhugar að para ekki Rory McIlroy og Graeme McDowell saman í Ryder-bikarnum sem hefst á föstudaginn en þeir hafa verið nánast óaðskiljanlegir í síðustu tveimur Ryderum. Þrátt fyrir að hafa spilað sex leiki saman hafa þeir aðeins unnið tvö og hálft stig, sem er tölfræði sem McGinley er ekki sáttur með. Norður-Írarnir eru einnig ekki taldir vera jafn miklir félagar þessa dagana og þeir voru fyrir tveimur árum en ástæðan gæti verið lögsókn McIlroy á hendur umboðsskrifstofunni Horizon Sports, þar sem nafn McDowell kemur oft fyrir. „Ég hafði alltaf hugsað mér að para þá tvo saman en ég hef verið að pæla meira og meira í því að undanförnu að þeir gætu blómstrað með einhverjum öðrum líka, “ sagði Paul McGinley við fréttamenn í gær þegar hann var spurður út í McIlroy og McDowell. „Ég held að sambandið á milli þeirra sé í góðu lagi en það kemur í ljós hvernig þeim verður stillt upp þegar að mótið hefst. Eitt er víst að ég er feginn að hafa þá báða í liðinu þótt að tölfræði þeirra saman sé kannski ekki sú besta.“
Golf Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira