8 góð ráð sem koma þér í ræktina þegar þú nennir ekki Rikka skrifar 24. september 2014 11:00 Mynd/Getty Hver kannast ekki við þá daga þegar þú gjörsamlega nennir ekki í ræktina? Þú reynir að finna allar afsakanir til þess að komast undan því jafnvel þó að þú vitir það manna best að þegar komið er á staðinn þá líður þér eins og sigurvegara. Hérna eru 8 góð ráð sem að þú getur notað á sjálfið þegar þessir dagar gera vart við sig.Fáðu þér einkaþjálfara sem að rukkar þig líka þegar þú mætir ekki. Það eru tvær ástæður fyrir því að þessi leið virkar. Önnur er sú að þú tapar peningum á því að mæta ekki. Hin er sú að flest okkar viljum ekki að þjálfarinn okkar haldi að við gefumst upp auðveldlega. .. ef að þér er aftur á móti alveg sama, þá virkar þetta ráð hvort sem er ekki fyrir þig.Búðu til hvetjandi lagalista Skemmtileg lög með góðum takti hvetja þig áfram þegar þú ert komin í ræktina. En það er ánægjan við að setja saman lista og tilhlökkunin að hlusta á listann sem að færir þig nær því að mæta í ræktina.Mútaðu þér!Já, þú last rétt! Mútaðu þér til að mæta í ræktina. Lofaðu þér öllu fögru ef að þú mætir í ræktina á hverjum degi alla vikuna og borðar hollan mat. Gættu þín nú samt að loforðið sé eitthvað sem að þú getur staðið við og veskið þitt líka.Æfðu á morgnanaFlestir hafa mestu orkuna á morgnana eftir að þeir eru komnir fram úr og í sumum tilfellum búnir með fyrsta kaffibollann. Vertu tilbúin með dótið sem að þú þarft með þér kvöldið áður, þá verður allt miklu auðveldara. Fátt betra en að byrja daginn í ræktinni og koma glaður í vinnuna. Borðaðu Það þýðir ekkert að fara í ræktina á galtómum maga. Fáðu þér allavega banana eða eitthvað létt og laggott sem heldur orkunni uppi á meðan þú puðar í salnum.Æfðu með félaga Það er miklu skemmtilegra að æfa með góðum vini. Góðir vinir standa saman í gegnum erfiðustu hluta æfinganna og hvetja hvorn annan. Setjiði af stað veðmál um það hvor ykkar nær betri árangri eða sleppir sjaldnar æfingu.Settu árangurinn á veraldarvefinn Notaðu tæki eins og Strava eða Mapmyfitness og póstaðu því á Facebook. Þótt ótrúlegt megi virðast þá hefur það áhrif á okkur og hvetur okkur áfram í að ná settum takmörkum. Þar að auki er gaman að kíkja yfir gamla pósta og sjá hversum miklum árangri þú ert búin að ná.Hugsaðu um útkomunaHugsaðu hvað þér muni líða vel þegar þú ert búin. Bara það að mæta er lítill sigur út af fyrir sig. Heilsa Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið
Hver kannast ekki við þá daga þegar þú gjörsamlega nennir ekki í ræktina? Þú reynir að finna allar afsakanir til þess að komast undan því jafnvel þó að þú vitir það manna best að þegar komið er á staðinn þá líður þér eins og sigurvegara. Hérna eru 8 góð ráð sem að þú getur notað á sjálfið þegar þessir dagar gera vart við sig.Fáðu þér einkaþjálfara sem að rukkar þig líka þegar þú mætir ekki. Það eru tvær ástæður fyrir því að þessi leið virkar. Önnur er sú að þú tapar peningum á því að mæta ekki. Hin er sú að flest okkar viljum ekki að þjálfarinn okkar haldi að við gefumst upp auðveldlega. .. ef að þér er aftur á móti alveg sama, þá virkar þetta ráð hvort sem er ekki fyrir þig.Búðu til hvetjandi lagalista Skemmtileg lög með góðum takti hvetja þig áfram þegar þú ert komin í ræktina. En það er ánægjan við að setja saman lista og tilhlökkunin að hlusta á listann sem að færir þig nær því að mæta í ræktina.Mútaðu þér!Já, þú last rétt! Mútaðu þér til að mæta í ræktina. Lofaðu þér öllu fögru ef að þú mætir í ræktina á hverjum degi alla vikuna og borðar hollan mat. Gættu þín nú samt að loforðið sé eitthvað sem að þú getur staðið við og veskið þitt líka.Æfðu á morgnanaFlestir hafa mestu orkuna á morgnana eftir að þeir eru komnir fram úr og í sumum tilfellum búnir með fyrsta kaffibollann. Vertu tilbúin með dótið sem að þú þarft með þér kvöldið áður, þá verður allt miklu auðveldara. Fátt betra en að byrja daginn í ræktinni og koma glaður í vinnuna. Borðaðu Það þýðir ekkert að fara í ræktina á galtómum maga. Fáðu þér allavega banana eða eitthvað létt og laggott sem heldur orkunni uppi á meðan þú puðar í salnum.Æfðu með félaga Það er miklu skemmtilegra að æfa með góðum vini. Góðir vinir standa saman í gegnum erfiðustu hluta æfinganna og hvetja hvorn annan. Setjiði af stað veðmál um það hvor ykkar nær betri árangri eða sleppir sjaldnar æfingu.Settu árangurinn á veraldarvefinn Notaðu tæki eins og Strava eða Mapmyfitness og póstaðu því á Facebook. Þótt ótrúlegt megi virðast þá hefur það áhrif á okkur og hvetur okkur áfram í að ná settum takmörkum. Þar að auki er gaman að kíkja yfir gamla pósta og sjá hversum miklum árangri þú ert búin að ná.Hugsaðu um útkomunaHugsaðu hvað þér muni líða vel þegar þú ert búin. Bara það að mæta er lítill sigur út af fyrir sig.
Heilsa Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið