Stórmyndin sem floppaði í bíó Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2014 14:30 Kvikmyndin The Shawshank Redemption gerði afar lítið í miðasölu vestan hafs þegar hún var frumsýnd þann 23. september árið 1994, fyrir sléttum tuttugu árum. Fangelsisdramað náði níunda sæti yfir tekjuhæstu myndirnar á frumsýningarhelginni og lenti aðeins rétt fyrir ofan Quiz Show með Robert Redford í aðalhlutverki en sú mynd var búin að vera í sýningu í fimm vikur á þeim tíma. Miðasölutekjurnar náðu varla að dekka kostnað myndarinnar en þrátt fyrir að kvikmyndahúsagestir tækju ekkert sérstaklega vel í myndina, sem leikstýrt er af Frank Darabont, var hún tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna.Tim Robbins og Morgan Freeman í hlutverkum sínum.Myndin er byggð á Rita Hayworth and Shawshank Redemption, stuttri skáldsögu eftir Stephen King, sem á þessum tíma var hvað þekktastur fyrir að skrifa spennu- og hryllingssögur. Frank Darabont hafði áhyggjur af því að áhorfendur myndu halda að myndin fjallaði um Ritu Hayworth ef hann héldi titlinum og því stytti hann hann í The Shawshank Redemption. Einn af aðalleikurum myndarinnar, Morgan Freeman, heldur því hins vegar fram að það sé titli myndarinnar að kenna að hún hafi ekki gengið vel í kvikmyndahúsum. Þeir sem hafa séð myndina ættu að kannast við söguþráðinn en hún fjallar um Andy Dufresne, sem Tim Robbins túlkar, en hann dúsir í nítján ár í Shawshank-fangelsinu fyrir að drepa eiginkonu sína og elskhuga hennar þrátt fyrir að hann haldi því fram að hann sé saklaus. Í fangelsinu vingast hann við Ellis Boyd „Red“ Redding, fanga sem leikinn er af Morgan Freeman.The Shawshank Redemption á toppnum.Eftir að myndin floppaði í bíó tók Warner Brothers glæfralega ákvörðun og pantaði 320 eintök af myndinni á VHS-spólum. Áhættan borgaði sig og spólan var sú mest leigða í Bandaríkjunum árið 1995. Í dag er hún einnig metsölumynd á DVD og Blu-ray. The Shawshank Redemption hefur einnig haldið toppsætinu á lista IMDb yfir 250 bestu myndir allra tíma að mati notenda síðunnar í fjölmörg ár. Á listanum eru meistaraverk á borð við The Godfather, The Good the Bad and the Ugly og It's a Wonderful Life. Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin The Shawshank Redemption gerði afar lítið í miðasölu vestan hafs þegar hún var frumsýnd þann 23. september árið 1994, fyrir sléttum tuttugu árum. Fangelsisdramað náði níunda sæti yfir tekjuhæstu myndirnar á frumsýningarhelginni og lenti aðeins rétt fyrir ofan Quiz Show með Robert Redford í aðalhlutverki en sú mynd var búin að vera í sýningu í fimm vikur á þeim tíma. Miðasölutekjurnar náðu varla að dekka kostnað myndarinnar en þrátt fyrir að kvikmyndahúsagestir tækju ekkert sérstaklega vel í myndina, sem leikstýrt er af Frank Darabont, var hún tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna.Tim Robbins og Morgan Freeman í hlutverkum sínum.Myndin er byggð á Rita Hayworth and Shawshank Redemption, stuttri skáldsögu eftir Stephen King, sem á þessum tíma var hvað þekktastur fyrir að skrifa spennu- og hryllingssögur. Frank Darabont hafði áhyggjur af því að áhorfendur myndu halda að myndin fjallaði um Ritu Hayworth ef hann héldi titlinum og því stytti hann hann í The Shawshank Redemption. Einn af aðalleikurum myndarinnar, Morgan Freeman, heldur því hins vegar fram að það sé titli myndarinnar að kenna að hún hafi ekki gengið vel í kvikmyndahúsum. Þeir sem hafa séð myndina ættu að kannast við söguþráðinn en hún fjallar um Andy Dufresne, sem Tim Robbins túlkar, en hann dúsir í nítján ár í Shawshank-fangelsinu fyrir að drepa eiginkonu sína og elskhuga hennar þrátt fyrir að hann haldi því fram að hann sé saklaus. Í fangelsinu vingast hann við Ellis Boyd „Red“ Redding, fanga sem leikinn er af Morgan Freeman.The Shawshank Redemption á toppnum.Eftir að myndin floppaði í bíó tók Warner Brothers glæfralega ákvörðun og pantaði 320 eintök af myndinni á VHS-spólum. Áhættan borgaði sig og spólan var sú mest leigða í Bandaríkjunum árið 1995. Í dag er hún einnig metsölumynd á DVD og Blu-ray. The Shawshank Redemption hefur einnig haldið toppsætinu á lista IMDb yfir 250 bestu myndir allra tíma að mati notenda síðunnar í fjölmörg ár. Á listanum eru meistaraverk á borð við The Godfather, The Good the Bad and the Ugly og It's a Wonderful Life.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira