Fær Ryder-lið Evrópu hárblásara frá Ferguson í kvöld? Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2014 13:45 Sir Alex Ferguson er á heimavelli í Skotlandi. vísir/getty Ryder-bikarinn í golfi hefst á föstudaginn þar sem lið Bandaríkjanna og Evrópu leiða saman hesta sína einu sinni sem oftar. Evrópa á titil að verja eftir ævintýralegan sigur í Medinah í Bandaríkjunum í fyrra þar sem liðið var 10-6 undir eftir annan keppnisdag en vann átta einvígi og gerði eitt jafntefli á lokadeginum. Lið Evrópu fær góðan gest á hótelið sitt í kvöld, en Paul McGinley, fyrirliði evrópska liðsins, fékk Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóra Manchester United, til að halda ræða fyrir sína menn. Ferguson þekkir það vel að messa yfir mönnum, en hann er þekktur fyrir hárblásarameðferðina sem margir af leikmönnum Manchester United kannast vel við. Hann er líka á heimavelli þar sem Ryderinn fer fram í Skotlandi að þessu sinni. Evrópsku kylfingarnir sleppa þó væntanlega við hana, heldur mun Ferguson reyna að veita þeim innblástur fyrir keppnina sem hefst á föstudaginn. „Ég er stuðningsmaður West Ham eins og allir vita, en ég hef alltaf elskað hvernig liðin hans spila. Því oftar sem ég hef hitt hann undanfarið var ég alltaf meira og meira viss um að hann myndi passa í þetta hlutverk,“ segir Paul McGinley um Ferguson. Þessari heimsókn fagna líklega engir meira en Norður-Írarnir RoryMcIlroy, efsti maður heimslistans, og GraemeMcDowell, en þeir eru báðir gríðarlega miklir stuðningsmenn Manchester United og mæta reglulega á heimaleiki liðsins. Golf Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ryder-bikarinn í golfi hefst á föstudaginn þar sem lið Bandaríkjanna og Evrópu leiða saman hesta sína einu sinni sem oftar. Evrópa á titil að verja eftir ævintýralegan sigur í Medinah í Bandaríkjunum í fyrra þar sem liðið var 10-6 undir eftir annan keppnisdag en vann átta einvígi og gerði eitt jafntefli á lokadeginum. Lið Evrópu fær góðan gest á hótelið sitt í kvöld, en Paul McGinley, fyrirliði evrópska liðsins, fékk Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóra Manchester United, til að halda ræða fyrir sína menn. Ferguson þekkir það vel að messa yfir mönnum, en hann er þekktur fyrir hárblásarameðferðina sem margir af leikmönnum Manchester United kannast vel við. Hann er líka á heimavelli þar sem Ryderinn fer fram í Skotlandi að þessu sinni. Evrópsku kylfingarnir sleppa þó væntanlega við hana, heldur mun Ferguson reyna að veita þeim innblástur fyrir keppnina sem hefst á föstudaginn. „Ég er stuðningsmaður West Ham eins og allir vita, en ég hef alltaf elskað hvernig liðin hans spila. Því oftar sem ég hef hitt hann undanfarið var ég alltaf meira og meira viss um að hann myndi passa í þetta hlutverk,“ segir Paul McGinley um Ferguson. Þessari heimsókn fagna líklega engir meira en Norður-Írarnir RoryMcIlroy, efsti maður heimslistans, og GraemeMcDowell, en þeir eru báðir gríðarlega miklir stuðningsmenn Manchester United og mæta reglulega á heimaleiki liðsins.
Golf Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira