Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Karl Lúðvíksson skrifar 23. september 2014 08:21 Einn af stórlöxunum sem kom á land í Laxá í sumar Núna loka laxveiðiárnar hver af annari en veiði lýkur þó ekki fyrr en í október í þeim ám sem byggja veiðar sínar á seiðasleppingum. Það verður þess vegna bið á að fá lokatölur úr sumrinu og geta séð heilt yfir hvernig má dæma þetta sumar. Það er þó ljóst eins og oft hefur komið fram að árnar á vesturlandi hafi margar hverjar átt sín verstu ár og líklegt að nokkuð þyngra verði að selja leyfi í þær fyrir næsta sumar. Árnar í Húnavatnssýslu hafa allar sloppið vel við veiðileysuna í sumar en Víðidalsá og Vatnsdalsá hafa þó átt betri ár en veiðin í þeim engu að síður alls ekki slæm. Blanda átti gott sumar með 1903 laxa og Laxá á Ásum áttu frábært sumar en í henni veiddust 1006 laxar á aðeins tvær stangir sem gerir hana að aflahæstu ánni sé miðað dagsveiði á stöng en það gera 503 laxa á stöng í sumar. Til samanburðar væri sú eina stöng með nálægt heildar sumarveiði Laxár í Kjós, Langár eða Grímsár en í þeim ám er veitt á 10-12 stangir. Það hefur þess vegna verið mikið fjör á bökkum Laxár á Ásum og það sem einnig hefur glatt veiðimenn er mikið af vænum tveggja ára laxi ásamt því að nokkrir laxar sem lágu um og yfir meterinn komu á land. Þess má geta að Laxá á Ásum er uppseld fyrir næsta sumar. Stangveiði Mest lesið Nýtt Sportveiðiblað gleður í skammdeginu Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Veiðitölur LV: 575 laxa vika í Ytri-Rangá Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Uppskeruhátíð Veiðimannsins Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Stóra bókin um Villibráð komin út aftur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði
Núna loka laxveiðiárnar hver af annari en veiði lýkur þó ekki fyrr en í október í þeim ám sem byggja veiðar sínar á seiðasleppingum. Það verður þess vegna bið á að fá lokatölur úr sumrinu og geta séð heilt yfir hvernig má dæma þetta sumar. Það er þó ljóst eins og oft hefur komið fram að árnar á vesturlandi hafi margar hverjar átt sín verstu ár og líklegt að nokkuð þyngra verði að selja leyfi í þær fyrir næsta sumar. Árnar í Húnavatnssýslu hafa allar sloppið vel við veiðileysuna í sumar en Víðidalsá og Vatnsdalsá hafa þó átt betri ár en veiðin í þeim engu að síður alls ekki slæm. Blanda átti gott sumar með 1903 laxa og Laxá á Ásum áttu frábært sumar en í henni veiddust 1006 laxar á aðeins tvær stangir sem gerir hana að aflahæstu ánni sé miðað dagsveiði á stöng en það gera 503 laxa á stöng í sumar. Til samanburðar væri sú eina stöng með nálægt heildar sumarveiði Laxár í Kjós, Langár eða Grímsár en í þeim ám er veitt á 10-12 stangir. Það hefur þess vegna verið mikið fjör á bökkum Laxár á Ásum og það sem einnig hefur glatt veiðimenn er mikið af vænum tveggja ára laxi ásamt því að nokkrir laxar sem lágu um og yfir meterinn komu á land. Þess má geta að Laxá á Ásum er uppseld fyrir næsta sumar.
Stangveiði Mest lesið Nýtt Sportveiðiblað gleður í skammdeginu Veiði Nettar græjur og litlar flugur bestar í Minnivallalæk Veiði Veiðitölur LV: 575 laxa vika í Ytri-Rangá Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Uppskeruhátíð Veiðimannsins Veiði Salan á veiðileyfum fyrir 2018 gengur vel Veiði Stóra bókin um Villibráð komin út aftur Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði