Um tuttugu jarðskjálftar greindust við Bárðarbungu í nótt og eru jarðhræingar svipaðar og þær hafa verið síðust sólarhringa. Stærsti skjálftinn í nótt var 5,2 stig og varð hann um klukkan hálf fimm í morgun.
Eldgosið sjálft er stöðugt, samkvæmt Veðurstofu Íslands, en það mat byggir á upplýsingum frá vefmyndavélum Mílu. Einhverjar ábendingar bárust Veðurstofu um að gosið hefði stækkað, en þær ábendingar hafa ekki verið staðfestar.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að eldgosið hafi stækkað og minnkað síðustu daga, en þó hafi virkni aldrei stigmagnast að verulegu mæli frá upphafi eldgossins.
Tuttugu jarðskjálftar við Bárðarbungu í nótt
Samúel Karl Ólason skrifar
