Ryderinn dregur það besta fram í Lee Westwood 22. september 2014 15:15 Mikið mun mæða á Westwood í Rydernum um næstu helgi. AP/Getty Lee Westwood er einn reynslumesti kylfingur Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum en hann hefur tekið þátt í þessari sögulegu keppni átta sinnum á ferlinum. Eftirminnilegasta frammistaða Westwood í Rydernum var eflaust á Belfry vellinum árið 2002 þegar að hann var valinn í liðið af fyrirliðanum Sam Torrance. Ferill Westwood var þá á hraðri niðurleið en hann var í 266. sæti á heimslistanum í golfi og þótti fyrirliðaval Torrance afar djarft á þeim tíma. Westwood réttlætti þó val fyrirliðans með frábærri frammistöðu en hann og Sergio Garcia mynduðu gott teymi og sigruðu í þremur af fjórum leikjum sínum. Evrópa sigraði bikarinn það árið á eftirminnilegan hátt en eftir mótið tók ferill Westwood á flug á ný. Síðan þá hefur hann verið í hópi bestu kylfinga heims en hann telur að Ryder-bikarinn sem hefst í næstu viku geti hjálpað honum að spila sitt besta golf aftur. „Ryder-bikarinn hefur verið mjög góður við mig í gegn um tíðina. Ég hef margar frábærar minningar en mótið á Belfry var sérstakt. Ég hafði verið í tómu tjóni með golfið mitt lengi en þegar að ég spilaði í Ryder-bikarnum árið 2002 þá fann ég einhvern neista aftur. Ég fékk trú á því aftur að ég gæti spilað við bestu kylfinga heims og eftir mótið byrjaði allt að ganga betur. Ég stend í raun í þakkarskuld við þessa keppni.“ Westwood tókst ekki að spila sig inn í Evrópuliðið að þessu sinni en Paul McGinley valdi hann í liðið í fyrirliðavalinu. Hann hefur ekki átt eftirminnilegt tímabil í ár en hefur trú á því að ef hann spilar vel á Gleneagles í næstu viku þá eigi það eftir að gefa honum sjálfstraust fyrir næsta tímabil. „Kannski verður Ryderinn í ár jafn mikilvægur fyrir mig og þegar að við sigruðum á Belfry árið 2002. Ég hef ekki verið nógu stöðugur undanfarið en ef mér gengur vel á Gleneagles þá er aldrei að vita nema að það gefi mér aukið sjálfstraust fyrir komandi átök eins og gerðist árið 2002.“ Golf Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Lee Westwood er einn reynslumesti kylfingur Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum en hann hefur tekið þátt í þessari sögulegu keppni átta sinnum á ferlinum. Eftirminnilegasta frammistaða Westwood í Rydernum var eflaust á Belfry vellinum árið 2002 þegar að hann var valinn í liðið af fyrirliðanum Sam Torrance. Ferill Westwood var þá á hraðri niðurleið en hann var í 266. sæti á heimslistanum í golfi og þótti fyrirliðaval Torrance afar djarft á þeim tíma. Westwood réttlætti þó val fyrirliðans með frábærri frammistöðu en hann og Sergio Garcia mynduðu gott teymi og sigruðu í þremur af fjórum leikjum sínum. Evrópa sigraði bikarinn það árið á eftirminnilegan hátt en eftir mótið tók ferill Westwood á flug á ný. Síðan þá hefur hann verið í hópi bestu kylfinga heims en hann telur að Ryder-bikarinn sem hefst í næstu viku geti hjálpað honum að spila sitt besta golf aftur. „Ryder-bikarinn hefur verið mjög góður við mig í gegn um tíðina. Ég hef margar frábærar minningar en mótið á Belfry var sérstakt. Ég hafði verið í tómu tjóni með golfið mitt lengi en þegar að ég spilaði í Ryder-bikarnum árið 2002 þá fann ég einhvern neista aftur. Ég fékk trú á því aftur að ég gæti spilað við bestu kylfinga heims og eftir mótið byrjaði allt að ganga betur. Ég stend í raun í þakkarskuld við þessa keppni.“ Westwood tókst ekki að spila sig inn í Evrópuliðið að þessu sinni en Paul McGinley valdi hann í liðið í fyrirliðavalinu. Hann hefur ekki átt eftirminnilegt tímabil í ár en hefur trú á því að ef hann spilar vel á Gleneagles í næstu viku þá eigi það eftir að gefa honum sjálfstraust fyrir næsta tímabil. „Kannski verður Ryderinn í ár jafn mikilvægur fyrir mig og þegar að við sigruðum á Belfry árið 2002. Ég hef ekki verið nógu stöðugur undanfarið en ef mér gengur vel á Gleneagles þá er aldrei að vita nema að það gefi mér aukið sjálfstraust fyrir komandi átök eins og gerðist árið 2002.“
Golf Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira