Greenland Express hættir flugi til Íslands Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 22. september 2014 10:00 Akureyrarflugvöllur. VÍSIR/VÖLUNDUR Flugfélagið Greenland Express hyggst hætta að fljúga til Íslands þar sem það er óhagkvæmt. Vefsíðan Túristi.is greinir frá þessu. Flugfélagið aflýsti fjórum ferðum í sumar milli Akureyri og Kaupmannahafnar ásamt því sem breytingar voru gerðar á leiðakerfinu og ekkert var úr flugi til og frá Akureyri. Í júlí og ágúst bauð félagið hins vegar upp á tvær ferðir í viku frá Álaborg í Danmörku til Narsarsuaq á Grænlandi með millilendingu í Kaupmannahöfn og Keflavík. Nú verður hins vegar gert hlé á starfseminni og ætla forsvarsmenn félagsins að leita leiða til að bjóða upp á beint flug milli Danmerkur og Grænlands og þar af leiðandi að hætta flugi hingað. Á vefmiðlinum Checkin.dk segir Gert Brask, stofnandi og forstjóri Greenland Express, að það hafi reynst óhagkvæmt að millilenda á Íslandi og verið erfitt að fá bókunarkerfið til að virka sem skildi. Hann segir að stefnt sé að því að taka í gagnið nýja heimasíðu og bókunarkerfi og hefja svo áætlunarflug að nýju.Greenland Express er ekki með flugrekstrarleyfi og leigir því vélar og áhafnir frá Denim Air. Það félag hefur þó aðeins yfir að ráða vélum af gerðinni Fokker 100 en þær duga ekki til að fljúga beint milli Grænlands og Danmerkur. Millilendingin í Keflavík hefur því verið nauðsynleg. Forsvarsmenn félagsins vonast til að geta tekið á leigu Airbus A320 þotu og þannig komist hjá stoppinu hér á landi. Þess má geta að Greenland Express er íslenskt einkahlutafélag með aðsetur í Lágmúla 7 í Reykjavík. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Flugfélagið Greenland Express hyggst hætta að fljúga til Íslands þar sem það er óhagkvæmt. Vefsíðan Túristi.is greinir frá þessu. Flugfélagið aflýsti fjórum ferðum í sumar milli Akureyri og Kaupmannahafnar ásamt því sem breytingar voru gerðar á leiðakerfinu og ekkert var úr flugi til og frá Akureyri. Í júlí og ágúst bauð félagið hins vegar upp á tvær ferðir í viku frá Álaborg í Danmörku til Narsarsuaq á Grænlandi með millilendingu í Kaupmannahöfn og Keflavík. Nú verður hins vegar gert hlé á starfseminni og ætla forsvarsmenn félagsins að leita leiða til að bjóða upp á beint flug milli Danmerkur og Grænlands og þar af leiðandi að hætta flugi hingað. Á vefmiðlinum Checkin.dk segir Gert Brask, stofnandi og forstjóri Greenland Express, að það hafi reynst óhagkvæmt að millilenda á Íslandi og verið erfitt að fá bókunarkerfið til að virka sem skildi. Hann segir að stefnt sé að því að taka í gagnið nýja heimasíðu og bókunarkerfi og hefja svo áætlunarflug að nýju.Greenland Express er ekki með flugrekstrarleyfi og leigir því vélar og áhafnir frá Denim Air. Það félag hefur þó aðeins yfir að ráða vélum af gerðinni Fokker 100 en þær duga ekki til að fljúga beint milli Grænlands og Danmerkur. Millilendingin í Keflavík hefur því verið nauðsynleg. Forsvarsmenn félagsins vonast til að geta tekið á leigu Airbus A320 þotu og þannig komist hjá stoppinu hér á landi. Þess má geta að Greenland Express er íslenskt einkahlutafélag með aðsetur í Lágmúla 7 í Reykjavík.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira