Hvað er Feng shui? Rikka skrifar 23. september 2014 11:00 Mynd/getty Hvað er feng shui? Einföld spurning sem getur verið flókið að svara. Feng shui er ævaforn listgrein og vísindi sem voru þróuð fyrir 3000 árum í Kína. Feng shui er heildrænt kerfi þekkingar sem kennir hvernig skapa má jafnvægi og hámarks flæði í hvaða rými sem er til þess að stuðla að góðri heilsu og velsæld þeirra sem búa í rýminu. Einnig er kerfið víða notað til að auka hægsæld og flæði fyrirtækja og stofnana með því að hámarka flæði orkunnar og þannig vellíðan starfsmanna. Feng þýðir vindur og shui þýðir vatn. Í Kínverskri menningu eru vatn og vindur samnefnarar góðrar heilsu og velsæld. Þannig að gott feng shui þýðir velsæld en slæmt feng shui vansæld og tregða. Feng shui er byggt á Taóisma, sýn þeirra og skilning á náttúrinni þ.e. að jörðin er móðirin og er lifandi vera sem er hlaðin chi, eða með öðrum orðum lifandi orku, lífsafli. Feng Shui má líkja við nálarstungumeðferð fyrir heimili þar sem við lærum hvernig orkan kemur inn og hvað við þurfum að gera til þess að hún flæði vel í heilsu og hamingju. Þar sem Feng Shui er gott líður manni vel, gott flæði og hlutirnir auðveldlega ganga upp. Oft eru börn viðkvæmari og næmari á orkuna heldur en fullorðna fólkið þannig að ef um óróleika, pirring eða annað ójafnvægi er að ræða þá er oft gott að fara yfir hvernig herbergin þeirra er skiplögð og heimilið í heild sinni. Í október kemur til landsins einn helsti sérfræðingur heims í þessum fræðum, Nancy "Andie" Santo Pietro sálfræðingur og Feng Shui Meistari frá New York. Nancy blandar saman reynslu sinni sem sálfræðingur og 15 ára þekkingu sinni af fræðum Feng Shui við að aðstoða fólk sem vill bæta heilsu sína og velsæld, andlega og líkamlega og fjárhagslega. Nancy mun halda helgarnámskeið í Rope yoga setrinu og er hægt að finna allar nánari upplýsingar á síðu setursins. Heilsa Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Hvað er feng shui? Einföld spurning sem getur verið flókið að svara. Feng shui er ævaforn listgrein og vísindi sem voru þróuð fyrir 3000 árum í Kína. Feng shui er heildrænt kerfi þekkingar sem kennir hvernig skapa má jafnvægi og hámarks flæði í hvaða rými sem er til þess að stuðla að góðri heilsu og velsæld þeirra sem búa í rýminu. Einnig er kerfið víða notað til að auka hægsæld og flæði fyrirtækja og stofnana með því að hámarka flæði orkunnar og þannig vellíðan starfsmanna. Feng þýðir vindur og shui þýðir vatn. Í Kínverskri menningu eru vatn og vindur samnefnarar góðrar heilsu og velsæld. Þannig að gott feng shui þýðir velsæld en slæmt feng shui vansæld og tregða. Feng shui er byggt á Taóisma, sýn þeirra og skilning á náttúrinni þ.e. að jörðin er móðirin og er lifandi vera sem er hlaðin chi, eða með öðrum orðum lifandi orku, lífsafli. Feng Shui má líkja við nálarstungumeðferð fyrir heimili þar sem við lærum hvernig orkan kemur inn og hvað við þurfum að gera til þess að hún flæði vel í heilsu og hamingju. Þar sem Feng Shui er gott líður manni vel, gott flæði og hlutirnir auðveldlega ganga upp. Oft eru börn viðkvæmari og næmari á orkuna heldur en fullorðna fólkið þannig að ef um óróleika, pirring eða annað ójafnvægi er að ræða þá er oft gott að fara yfir hvernig herbergin þeirra er skiplögð og heimilið í heild sinni. Í október kemur til landsins einn helsti sérfræðingur heims í þessum fræðum, Nancy "Andie" Santo Pietro sálfræðingur og Feng Shui Meistari frá New York. Nancy blandar saman reynslu sinni sem sálfræðingur og 15 ára þekkingu sinni af fræðum Feng Shui við að aðstoða fólk sem vill bæta heilsu sína og velsæld, andlega og líkamlega og fjárhagslega. Nancy mun halda helgarnámskeið í Rope yoga setrinu og er hægt að finna allar nánari upplýsingar á síðu setursins.
Heilsa Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira