Hamilton vann í Singapúr - Rosberg kláraði ekki Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. september 2014 13:57 Hamilton þurfti að hafa fyrir fyrsta sætnu í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton á Mercedes vann kappaksturinn í Singapúr. Hann náði þar með forystu í stigakeppni ökumanna. Sebastian Vettel varð annar og liðsfélagi hans hjá Red Bull, Daniel Ricciardo varð þriðji. Fyrir keppnina var ljóst að vandamál voru með stýri Nico Rosberg. Hann var kominn af þjónustusvæðinu til að koma sér fyrir á ráslínunni, hann þurfti að skipta um stýri. Þrátt fyrir það var Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes ekki sannfærður um að vandamálið væri leyst. Rosberg sat eftir á ráslínunni þegar aðrir fóru í uphitunarhring. Dagurinn hans byrjaði alls ekki vel. Hann þurfti að ræsa frá þjónustusvæðinu.Kamui Kobayashi á Caterham hætti keppni áður en hún byrjaði. Hann lagði bíl sínum á þjónustuvegi þar sem fór að rjúka úr honum. Það hófu allir ökumenn keppni á ofurmjúku dekkjunum. Það þorði enginn að taka áhættuna á öfugri keppnisáætlun. Fernando Alonso átti góða ræsingu en hunsaði seinni hluta fyrstu beygju. Hann hleypti Vettel svo fram úr sér. Dómarar keppninnar voru kátir með það og Alonso var ekki refsað fyrir að fara út úr braut. Hamilton hafði lítið að gera í byrjun keppninnar, annað en að aka í hringi. Vettel hélt honum aðeins við efnið en á hlykkjóttri brautinni sáu þeir lítið af hvor öðrum.Rosberg gat ekkert gert nema horfa á frá þjónustuveggnum.Vísir/GettyRosberg hætti keppni á hring 13 þegar hann ætlaði að taka þjónustuhlé. Kúplingin virkaði ekki og hann gat ekki stoppaði bílinn. Hann þurfti að drepa á bílnum. Þá reyndu Mercedes menn að skipta um stýri og endurræsa bílinn, bíllinn fór í gang en kúplinginn lagaðist ekki með nýju stýri. Rosberg gat því ekki sett í fyrsta gír og komst því ekki af stað.Esteban Gutierrez hætti keppni á hring 17 og var allt annað en sáttur þegar hann steig upp úr Sauber bíl sínum. Rafgeymir bílsins hlóð sig ekki, hann var í þrettánda sæti og sá grilla í fyrstu stig Sauber á tímabilinu. Alonso náði öðru sæti af Vettel þegar Vettel tók þjónustuhlé. „Þetta var hræðileg tilfinning, stýrið virkaði alls ekki ég hafði ekki raforkuna, það var enginn tilgangur að halda áfram. Þjónustuhléð var kannski ógnvekjandi fyrir fólkið í kringum bílinn. Toto baðst afsökunnar þegar hann talaði við mig áðan sem var gott að heyra,“ sagði niðurlútur Rosberg eftir að þáttöku hans í keppninni lauk. Öryggisbíllinn var kallaður út á 31. hring. þegar Sergio Perez á Force India og Adrian Sutil á Sauber lentu saman. Framvængurinn á bíl Perez brotnaði af og skyldi eftir mikið af koltrefja brotum um alla braut. Alonso nýtti tækifærið ásamt fleirum til að sækja fersk dekk. Alonso ætlaði greinilega elta Hamilton uppi. Öryggisbíllinn kom svo inn á hring 36. Í endurræsingunni var Hamilto fremstur með Vettel, Ricciardo og svo Alonso á eftir sér. Hamilton þurfti virkilega að stinga þvöguna af ef hann ætlaði sér að vinna keppnina. Hann átti enn eftir að setja mjúku dekkin undir og þurfti því að taka þjónustuhlé. Adrian Sutil hætti keppni á 40. hring. Báðir Sauber bílarnir voru því dottnir úr keppni. Hamilton setti í fluggír eftir að öryggisbíllinn fór inn og náði að byggja upp nægja forystu til að ná öðru sætinu eftir þjónustuhléð. Vettel leiddi sinn fyrsta hring í keppni á tímabilinu. Hann hélt þó fyrsta sætinu ekki nema rétt rúmlega einn hring. Hamilton náði aftur forystu.Jenson Button á McLaren hætti keppni á 53. hring. Hann missti vélarafl. „Auðvitað dreymdi mig um þetta í gærkvöldi. Ég hefði aldrei getað gert þetta án liðsins. Mér leið ágætlega þrátt fyrir að hljóma stressaður í talstöðinni. Auðvitað er niðurstaðan ekki fullkomin fyrir liðið því Nico kláraði ekki við vildum ná fyrsta og öðru það hefur engum tekist það hér, við ætluðum að ná því,“ sagði Hamilton hæstánægður með að ná fyrsta sætinu. „Þetta er frábær braut. Það er gaman að sjá alla áhorfendurnar. Öryggisbíllinn hentaði okkur afar illa. En okkur tókst að halda Fernando fyrir aftan og svo það var frábært. Gríðarlega erfið keppni og mikill hiti,“ sagði Vettel. „Þetta er eins og önnur heimakeppni. Ég þarf að skoða hvort ég hefði átt að fá sætið frá Fernando í upphafi en það hefði ekki skipt miklu máli,“ sagði Ricciardo.Vettel náði sinni bestu niðurstöðu á tímabilinu í dag.Vísir/GettyÚrslit keppninnar í Singapúr 2014: 1.Lewis Hamilton - Mercedes - 25 stig 2.Sebastian Vettel - Red Bull - 18 stig 3.Daniel Ricciardo - Red Bull - 15 stig 4.Fernando Alonso - Ferrari - 12 stig 5.Felipe Massa - Williams - 10 stig 6.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - 8 stig 7.Sergio Perez - Force India - 6 stig 8.Kimi Raikkonen - Ferrari - 4 stig 9.Nico Hulkenberg - Force India - 2 stig 10.Kevin Magnussen - McLaren - 1 stig 11.Valtteri Bottas - Williams 12.Pastor Maldonado - Lotus 13.Romain Grosjean - Lotus 14.Daniil Kvyat - Toro Rosso 15.Marcus Ericsson - Caterham 16.Jules Bianchi - Marussia 17.Max Chilton - Marussia Kláruðu ekki: Jenson Button - McLaren Adrian Sutil - Sauber Esteban Gutierrez - Sauber Nico Rosberg - Mercedes Kamui Kobayashi - Caterham Hamilton leiðir nú heimsmeistarakeppni ökumanna með þriggja stiga forksot á Rosberg þegar fimm keppnir eru eftir. Formúla Tengdar fréttir Ecclestone: Enn of auðvelt fyrir ökumenn Bernie Ecclestone, einráður Formúlu 1, hefur sagt að sér þyki starf ökumanna enn of auðvelt. Hann vill að akstur Formúlu 1 bíla verði meiri áskorun. 18. september 2014 22:00 Prodromou kominn aftur til McLaren Peter Prodromou hefur snúið aftur til starfa hjá McLaren eftir átta ár í herbúðum Red Bull. Þar starfaði hann við hlið hönnunargúrúsins Adrian Newey. 15. september 2014 22:45 Lowe vill sjá öruggt fyrsta og annað sæti í Singapúr Paddy Lowe, tæknistjóri Mercedes óskar þess af ökumönnum liðsins að þeir einbeit sér að því að tryggja liðinu fyrsta og annað sætið í Singapúr. Hann vill ekki sjá neitt drama. 15. september 2014 00:02 Hamilton á ráspól í Singapúr Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í Singapúr, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 20. september 2014 13:53 Alonso og Hamilton fljótastir á föstudegi Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Singapúr kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á þeirri seinni. 19. september 2014 22:41 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes vann kappaksturinn í Singapúr. Hann náði þar með forystu í stigakeppni ökumanna. Sebastian Vettel varð annar og liðsfélagi hans hjá Red Bull, Daniel Ricciardo varð þriðji. Fyrir keppnina var ljóst að vandamál voru með stýri Nico Rosberg. Hann var kominn af þjónustusvæðinu til að koma sér fyrir á ráslínunni, hann þurfti að skipta um stýri. Þrátt fyrir það var Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes ekki sannfærður um að vandamálið væri leyst. Rosberg sat eftir á ráslínunni þegar aðrir fóru í uphitunarhring. Dagurinn hans byrjaði alls ekki vel. Hann þurfti að ræsa frá þjónustusvæðinu.Kamui Kobayashi á Caterham hætti keppni áður en hún byrjaði. Hann lagði bíl sínum á þjónustuvegi þar sem fór að rjúka úr honum. Það hófu allir ökumenn keppni á ofurmjúku dekkjunum. Það þorði enginn að taka áhættuna á öfugri keppnisáætlun. Fernando Alonso átti góða ræsingu en hunsaði seinni hluta fyrstu beygju. Hann hleypti Vettel svo fram úr sér. Dómarar keppninnar voru kátir með það og Alonso var ekki refsað fyrir að fara út úr braut. Hamilton hafði lítið að gera í byrjun keppninnar, annað en að aka í hringi. Vettel hélt honum aðeins við efnið en á hlykkjóttri brautinni sáu þeir lítið af hvor öðrum.Rosberg gat ekkert gert nema horfa á frá þjónustuveggnum.Vísir/GettyRosberg hætti keppni á hring 13 þegar hann ætlaði að taka þjónustuhlé. Kúplingin virkaði ekki og hann gat ekki stoppaði bílinn. Hann þurfti að drepa á bílnum. Þá reyndu Mercedes menn að skipta um stýri og endurræsa bílinn, bíllinn fór í gang en kúplinginn lagaðist ekki með nýju stýri. Rosberg gat því ekki sett í fyrsta gír og komst því ekki af stað.Esteban Gutierrez hætti keppni á hring 17 og var allt annað en sáttur þegar hann steig upp úr Sauber bíl sínum. Rafgeymir bílsins hlóð sig ekki, hann var í þrettánda sæti og sá grilla í fyrstu stig Sauber á tímabilinu. Alonso náði öðru sæti af Vettel þegar Vettel tók þjónustuhlé. „Þetta var hræðileg tilfinning, stýrið virkaði alls ekki ég hafði ekki raforkuna, það var enginn tilgangur að halda áfram. Þjónustuhléð var kannski ógnvekjandi fyrir fólkið í kringum bílinn. Toto baðst afsökunnar þegar hann talaði við mig áðan sem var gott að heyra,“ sagði niðurlútur Rosberg eftir að þáttöku hans í keppninni lauk. Öryggisbíllinn var kallaður út á 31. hring. þegar Sergio Perez á Force India og Adrian Sutil á Sauber lentu saman. Framvængurinn á bíl Perez brotnaði af og skyldi eftir mikið af koltrefja brotum um alla braut. Alonso nýtti tækifærið ásamt fleirum til að sækja fersk dekk. Alonso ætlaði greinilega elta Hamilton uppi. Öryggisbíllinn kom svo inn á hring 36. Í endurræsingunni var Hamilto fremstur með Vettel, Ricciardo og svo Alonso á eftir sér. Hamilton þurfti virkilega að stinga þvöguna af ef hann ætlaði sér að vinna keppnina. Hann átti enn eftir að setja mjúku dekkin undir og þurfti því að taka þjónustuhlé. Adrian Sutil hætti keppni á 40. hring. Báðir Sauber bílarnir voru því dottnir úr keppni. Hamilton setti í fluggír eftir að öryggisbíllinn fór inn og náði að byggja upp nægja forystu til að ná öðru sætinu eftir þjónustuhléð. Vettel leiddi sinn fyrsta hring í keppni á tímabilinu. Hann hélt þó fyrsta sætinu ekki nema rétt rúmlega einn hring. Hamilton náði aftur forystu.Jenson Button á McLaren hætti keppni á 53. hring. Hann missti vélarafl. „Auðvitað dreymdi mig um þetta í gærkvöldi. Ég hefði aldrei getað gert þetta án liðsins. Mér leið ágætlega þrátt fyrir að hljóma stressaður í talstöðinni. Auðvitað er niðurstaðan ekki fullkomin fyrir liðið því Nico kláraði ekki við vildum ná fyrsta og öðru það hefur engum tekist það hér, við ætluðum að ná því,“ sagði Hamilton hæstánægður með að ná fyrsta sætinu. „Þetta er frábær braut. Það er gaman að sjá alla áhorfendurnar. Öryggisbíllinn hentaði okkur afar illa. En okkur tókst að halda Fernando fyrir aftan og svo það var frábært. Gríðarlega erfið keppni og mikill hiti,“ sagði Vettel. „Þetta er eins og önnur heimakeppni. Ég þarf að skoða hvort ég hefði átt að fá sætið frá Fernando í upphafi en það hefði ekki skipt miklu máli,“ sagði Ricciardo.Vettel náði sinni bestu niðurstöðu á tímabilinu í dag.Vísir/GettyÚrslit keppninnar í Singapúr 2014: 1.Lewis Hamilton - Mercedes - 25 stig 2.Sebastian Vettel - Red Bull - 18 stig 3.Daniel Ricciardo - Red Bull - 15 stig 4.Fernando Alonso - Ferrari - 12 stig 5.Felipe Massa - Williams - 10 stig 6.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - 8 stig 7.Sergio Perez - Force India - 6 stig 8.Kimi Raikkonen - Ferrari - 4 stig 9.Nico Hulkenberg - Force India - 2 stig 10.Kevin Magnussen - McLaren - 1 stig 11.Valtteri Bottas - Williams 12.Pastor Maldonado - Lotus 13.Romain Grosjean - Lotus 14.Daniil Kvyat - Toro Rosso 15.Marcus Ericsson - Caterham 16.Jules Bianchi - Marussia 17.Max Chilton - Marussia Kláruðu ekki: Jenson Button - McLaren Adrian Sutil - Sauber Esteban Gutierrez - Sauber Nico Rosberg - Mercedes Kamui Kobayashi - Caterham Hamilton leiðir nú heimsmeistarakeppni ökumanna með þriggja stiga forksot á Rosberg þegar fimm keppnir eru eftir.
Formúla Tengdar fréttir Ecclestone: Enn of auðvelt fyrir ökumenn Bernie Ecclestone, einráður Formúlu 1, hefur sagt að sér þyki starf ökumanna enn of auðvelt. Hann vill að akstur Formúlu 1 bíla verði meiri áskorun. 18. september 2014 22:00 Prodromou kominn aftur til McLaren Peter Prodromou hefur snúið aftur til starfa hjá McLaren eftir átta ár í herbúðum Red Bull. Þar starfaði hann við hlið hönnunargúrúsins Adrian Newey. 15. september 2014 22:45 Lowe vill sjá öruggt fyrsta og annað sæti í Singapúr Paddy Lowe, tæknistjóri Mercedes óskar þess af ökumönnum liðsins að þeir einbeit sér að því að tryggja liðinu fyrsta og annað sætið í Singapúr. Hann vill ekki sjá neitt drama. 15. september 2014 00:02 Hamilton á ráspól í Singapúr Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í Singapúr, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 20. september 2014 13:53 Alonso og Hamilton fljótastir á föstudegi Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Singapúr kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á þeirri seinni. 19. september 2014 22:41 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Ecclestone: Enn of auðvelt fyrir ökumenn Bernie Ecclestone, einráður Formúlu 1, hefur sagt að sér þyki starf ökumanna enn of auðvelt. Hann vill að akstur Formúlu 1 bíla verði meiri áskorun. 18. september 2014 22:00
Prodromou kominn aftur til McLaren Peter Prodromou hefur snúið aftur til starfa hjá McLaren eftir átta ár í herbúðum Red Bull. Þar starfaði hann við hlið hönnunargúrúsins Adrian Newey. 15. september 2014 22:45
Lowe vill sjá öruggt fyrsta og annað sæti í Singapúr Paddy Lowe, tæknistjóri Mercedes óskar þess af ökumönnum liðsins að þeir einbeit sér að því að tryggja liðinu fyrsta og annað sætið í Singapúr. Hann vill ekki sjá neitt drama. 15. september 2014 00:02
Hamilton á ráspól í Singapúr Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í Singapúr, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 20. september 2014 13:53
Alonso og Hamilton fljótastir á föstudegi Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Singapúr kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á þeirri seinni. 19. september 2014 22:41