EVE Online kemur út á frönsku Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2014 14:22 Mynd/CCP EVE Online, tölvuleikur CPP, kemur út á frönsku í dag. Upphaflega kom leikurinn út á ensku en nú, ellefu árum seinna, hafa fimm tungumál bæst við. Leikurinn er einnig fáanlegur á rússenesku, þýsku, kínversku og japönsku. Í tilkynningu frá CCP segir að þar að auki muni fyrirtækið sinna frönskumælandi markaðssvæðum heimsins með margskonar upplýsingagjöf og þjónustu á frönsku. CCP stendur fyrir kynningarsamkomu fyrir blaðamenn í París á fimmtudaginn. Þar verður sett upp sýning á myndefni og listaverkum úr heimi leiksins og video-verkið Day in the Universe verður sýnt fyrir utan New York í fyrsta sinn. Verkið hefur verið til sýningar á Museum og Modern Art í New York. „Við erum mjög ánægð að færa frönskumælandi spilurum tölvuleikja þann einstaka leikjaheim sem EVE Online hefur upp á að bjóða,“ segir Andi Nordgren, framleiðslustjóri EVO Online, í tilkynningunni. „Í dag erum við með öflugt samfélag EVE Online spilara í Frakklandi og það verður athyglisvert að sjá hvernig það bregst við með þessari viðbót við leikinn og auknum fjölda frönskumælandi spilara.” Leikjavísir Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
EVE Online, tölvuleikur CPP, kemur út á frönsku í dag. Upphaflega kom leikurinn út á ensku en nú, ellefu árum seinna, hafa fimm tungumál bæst við. Leikurinn er einnig fáanlegur á rússenesku, þýsku, kínversku og japönsku. Í tilkynningu frá CCP segir að þar að auki muni fyrirtækið sinna frönskumælandi markaðssvæðum heimsins með margskonar upplýsingagjöf og þjónustu á frönsku. CCP stendur fyrir kynningarsamkomu fyrir blaðamenn í París á fimmtudaginn. Þar verður sett upp sýning á myndefni og listaverkum úr heimi leiksins og video-verkið Day in the Universe verður sýnt fyrir utan New York í fyrsta sinn. Verkið hefur verið til sýningar á Museum og Modern Art í New York. „Við erum mjög ánægð að færa frönskumælandi spilurum tölvuleikja þann einstaka leikjaheim sem EVE Online hefur upp á að bjóða,“ segir Andi Nordgren, framleiðslustjóri EVO Online, í tilkynningunni. „Í dag erum við með öflugt samfélag EVE Online spilara í Frakklandi og það verður athyglisvert að sjá hvernig það bregst við með þessari viðbót við leikinn og auknum fjölda frönskumælandi spilara.”
Leikjavísir Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira