Tvöfalt meira hraun en í Kröflueldum Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2014 11:45 Vísir/Egill/Bítið „Það sem er óvenjulegt við þetta gos er að það heldur áfram af fullum krafti þó það sé búið að vera í gangi í mánuð. Langflest gos eru eins og það springi blaðra. Það er mikið gangi fyrst og síðan hægir og svo seitlar það í lokin og hættir síðan.“ Þetta sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann jarðhræringarnar við norðanverðan Vatnajökul. Hann sagði að enn sem komið væri hefði gosið ekki framleitt nema um einn tuttugasta af því hrauni sem varð til í Skaftáreldum. Þó væri magnið orðið tvöfalt meira en í Kröflueldum. „Sem stendur er þetta orðið þokkalega stórt hraungos, en flokkast ekkert með stórgosum ennþá.“ Spurður út í jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu og mögulegt eldogs þar sagði Magnús Tumi slíkt vera einan af þremur möguleikum í stöðunni. Einn væri að gosið haldi áfram eins og það er í dag og hætti fyrr eða síðar. „Síðan gæti líka, ef meira losnar um tappann í Bárðarbungu, pípan brostið á nýjum stað og undir jöklinum líklegast. Þá fengjum við aðra mynd. Þá færi af stað gos undir jökli og svo sprengigos með öskufalli eins og við sáum í Grímsvötnum og Eyjafjallajökli. Þriðji möguleikinn er að það losni um kvikuna undir Bárðarbungu og hún fari beint upp í öskjuna og þar er hins vegar 800 metra þykkur ís og gosið þarf að vinna sig í gegnum það. Það er eitthvað sem getur vel gerst og gerðist reyndar fyrir átján árum í gjálpargosinu. Þá fór gosið á 30 klukktímum í gegnum 600 metra þykkan ís. Það getur verið, ef það gýs í Bárðarbungu að það bræði ís og þá safnast saman vatn í öskjunni og það gæti komið miklu stærra hlaup að lokum. Það eru margir óvissuþættir,“ sagði Magnús Tumi. Þá sagði hann að gliðnun landsins við gosstöðvarnar sé mikil. „Það má ekki gleyma því að landið er alltaf að stækka og það gleikkar um tvo sentímetra á ári.“ Hann sagði þá teygingu sem hafi orðið á landinu í kringum jarðhræringarnar samsvari meðalgliðnun hundrað til hundrað og fimmtíu ára. Bárðarbunga Tengdar fréttir Líkur á gosi í Bárðarbungu: "Einhvers staðar þarf þetta drasl að komast upp" "Það eru meiri en minni líkur á því að það verði gos í Bárðarbungu,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingurinn, í samtali við Vísi. 19. september 2014 17:15 Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi Þrí menn sem ákærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi fóru þangað öðru sinni á dögunum. Þá í dulargervi. 18. september 2014 11:58 Eldgosið flokkað með Vesúvíusi og St. Helens Eldgosið nafnlausa norðan Vatnajökuls er nú komið í flokk með meiriháttar eldgosum sem verða á jörðinni. 24. september 2014 08:00 Engin breyting á jarðhræringum Frá miðnætti hafa 40 skjálftar mælst og þar af um 20 við Bárðarbunguöskjuna. 24. september 2014 07:16 Svona leit gosið út í gærkvöldi Leifur Welding innahúshönnuður náði meðfylgjandi myndbandi af gosstöðvunum við Holuhraun í gær. 17. september 2014 10:07 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
„Það sem er óvenjulegt við þetta gos er að það heldur áfram af fullum krafti þó það sé búið að vera í gangi í mánuð. Langflest gos eru eins og það springi blaðra. Það er mikið gangi fyrst og síðan hægir og svo seitlar það í lokin og hættir síðan.“ Þetta sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann jarðhræringarnar við norðanverðan Vatnajökul. Hann sagði að enn sem komið væri hefði gosið ekki framleitt nema um einn tuttugasta af því hrauni sem varð til í Skaftáreldum. Þó væri magnið orðið tvöfalt meira en í Kröflueldum. „Sem stendur er þetta orðið þokkalega stórt hraungos, en flokkast ekkert með stórgosum ennþá.“ Spurður út í jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu og mögulegt eldogs þar sagði Magnús Tumi slíkt vera einan af þremur möguleikum í stöðunni. Einn væri að gosið haldi áfram eins og það er í dag og hætti fyrr eða síðar. „Síðan gæti líka, ef meira losnar um tappann í Bárðarbungu, pípan brostið á nýjum stað og undir jöklinum líklegast. Þá fengjum við aðra mynd. Þá færi af stað gos undir jökli og svo sprengigos með öskufalli eins og við sáum í Grímsvötnum og Eyjafjallajökli. Þriðji möguleikinn er að það losni um kvikuna undir Bárðarbungu og hún fari beint upp í öskjuna og þar er hins vegar 800 metra þykkur ís og gosið þarf að vinna sig í gegnum það. Það er eitthvað sem getur vel gerst og gerðist reyndar fyrir átján árum í gjálpargosinu. Þá fór gosið á 30 klukktímum í gegnum 600 metra þykkan ís. Það getur verið, ef það gýs í Bárðarbungu að það bræði ís og þá safnast saman vatn í öskjunni og það gæti komið miklu stærra hlaup að lokum. Það eru margir óvissuþættir,“ sagði Magnús Tumi. Þá sagði hann að gliðnun landsins við gosstöðvarnar sé mikil. „Það má ekki gleyma því að landið er alltaf að stækka og það gleikkar um tvo sentímetra á ári.“ Hann sagði þá teygingu sem hafi orðið á landinu í kringum jarðhræringarnar samsvari meðalgliðnun hundrað til hundrað og fimmtíu ára.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Líkur á gosi í Bárðarbungu: "Einhvers staðar þarf þetta drasl að komast upp" "Það eru meiri en minni líkur á því að það verði gos í Bárðarbungu,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingurinn, í samtali við Vísi. 19. september 2014 17:15 Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi Þrí menn sem ákærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi fóru þangað öðru sinni á dögunum. Þá í dulargervi. 18. september 2014 11:58 Eldgosið flokkað með Vesúvíusi og St. Helens Eldgosið nafnlausa norðan Vatnajökuls er nú komið í flokk með meiriháttar eldgosum sem verða á jörðinni. 24. september 2014 08:00 Engin breyting á jarðhræringum Frá miðnætti hafa 40 skjálftar mælst og þar af um 20 við Bárðarbunguöskjuna. 24. september 2014 07:16 Svona leit gosið út í gærkvöldi Leifur Welding innahúshönnuður náði meðfylgjandi myndbandi af gosstöðvunum við Holuhraun í gær. 17. september 2014 10:07 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Líkur á gosi í Bárðarbungu: "Einhvers staðar þarf þetta drasl að komast upp" "Það eru meiri en minni líkur á því að það verði gos í Bárðarbungu,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingurinn, í samtali við Vísi. 19. september 2014 17:15
Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi Þrí menn sem ákærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi fóru þangað öðru sinni á dögunum. Þá í dulargervi. 18. september 2014 11:58
Eldgosið flokkað með Vesúvíusi og St. Helens Eldgosið nafnlausa norðan Vatnajökuls er nú komið í flokk með meiriháttar eldgosum sem verða á jörðinni. 24. september 2014 08:00
Engin breyting á jarðhræringum Frá miðnætti hafa 40 skjálftar mælst og þar af um 20 við Bárðarbunguöskjuna. 24. september 2014 07:16
Svona leit gosið út í gærkvöldi Leifur Welding innahúshönnuður náði meðfylgjandi myndbandi af gosstöðvunum við Holuhraun í gær. 17. september 2014 10:07