3.700 börn hafa misst einn eða báða foreldra vegna ebólu Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2014 10:37 Vísir/AP Að minnsta kosti 3.700 börn í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne hafa misst annað eða báða foreldra sína vegna ebólu. Sameinuðu þjóðirnar gera ráð fyrir að þessi tala muni tvöfaldast í mánuðinum, en mörg þessara barna búa áfram á heimilum sínum, ein og yfirgefin.AP fréttaveitan segir frá sögu stúlku sem heitir Promise og hvernig meirihluti fjölskyldu hennar smitaðist af ebólu og dó.Hálf fjölskyldan veiktist Promise er 16 ára gömul og bjó ásamt foreldrum sínum og fjórum systkynum í litlu húsi í höfuðborg Líberíu, Monróvíu. Móðir hennar dó í síðasta mánuði og skömmu seinna sýndu faðir hennar og fimm mánaða gamall bróðir einnig einkenni. Þá áttaði hún sig á því að þetta væri ekki malaría. Hún segist hafa reynt að halda systkynum sínum öruggum og lét þau leika sér mikið úti og eftir að hún annaðist faðir sinn þreif hún sér vel um hendurnar. Þrátt fyrir það smitaðist annar bróðir hennar af veirunni. Á endanum lést yngsti bróðir hennar, en lík hans var á heimili þeirra um nokkurra daga skeið þar sem heilbrigðisstarfsmenn höfðu ekki tök á að sækja líkið, né faðir hennar sem veiktist meira með hverjum deginum. Þeir komu þó og hún horfði á hálfa fjölskyldu sína flutta á brott í sjúkrabíl. Promise sat eftir með 15 ára bróður sínum og 13 ára systur.Mættu miklum fordómum Frændi þeirra lét þau hafa peninga en vildi þó ekki snerta þau né koma of nálægt þeim. Hinum börnunum var bannað að leika við þau og þau mættu miklum fordómum. Þar að auki höfðu þau ekki aðgang að síma né áttu þau efni á því að taka leigubíl til að kanna heilsu föður þeirra og bróður. Að endingu náðu þau þau að skrapa saman nægum peningum til að finna föður sinn. Þegar þau komu að meðferðarstöðinni sem faðir þeirra og bróðir voru fluttir á kannaði öryggisvörður hvort faðir þeirra væri enn lifandi. Vörðurinn sagði þeim að hann væri látinn, en það sem verra var þá gat enginn sagt þeim hvort ellefu ára gamall bróðir þeirra, Emmanuel, væri lífs eða liðinn. Nokkrum dögum seinna sá Promise bróðir sinn í sjónvarpinu þar sem sagt var frá börnum sem höfðu lifað veiruna af en hefðu ekki náð sambandi við fjölskyldu sína. Börnin þrjú náðu í bróðir sinn og komu honum heim. Skömmu eftir að hann kom heim byrjaði Ruth, 13 ára systir Promise að sýna einkenni sýkingar og var hún tekin á brott af heilbrigðisstarfsmönnum. Hún lifði þó veiruna af. Enn mæta börnin þó miklum fordómum af nágrönnum sínum og skyldmennum sem forðast að koma nálægt þeim. Hér að neðan má sjá myndband um sögu fjölskyldunnar. Ebóla Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Að minnsta kosti 3.700 börn í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne hafa misst annað eða báða foreldra sína vegna ebólu. Sameinuðu þjóðirnar gera ráð fyrir að þessi tala muni tvöfaldast í mánuðinum, en mörg þessara barna búa áfram á heimilum sínum, ein og yfirgefin.AP fréttaveitan segir frá sögu stúlku sem heitir Promise og hvernig meirihluti fjölskyldu hennar smitaðist af ebólu og dó.Hálf fjölskyldan veiktist Promise er 16 ára gömul og bjó ásamt foreldrum sínum og fjórum systkynum í litlu húsi í höfuðborg Líberíu, Monróvíu. Móðir hennar dó í síðasta mánuði og skömmu seinna sýndu faðir hennar og fimm mánaða gamall bróðir einnig einkenni. Þá áttaði hún sig á því að þetta væri ekki malaría. Hún segist hafa reynt að halda systkynum sínum öruggum og lét þau leika sér mikið úti og eftir að hún annaðist faðir sinn þreif hún sér vel um hendurnar. Þrátt fyrir það smitaðist annar bróðir hennar af veirunni. Á endanum lést yngsti bróðir hennar, en lík hans var á heimili þeirra um nokkurra daga skeið þar sem heilbrigðisstarfsmenn höfðu ekki tök á að sækja líkið, né faðir hennar sem veiktist meira með hverjum deginum. Þeir komu þó og hún horfði á hálfa fjölskyldu sína flutta á brott í sjúkrabíl. Promise sat eftir með 15 ára bróður sínum og 13 ára systur.Mættu miklum fordómum Frændi þeirra lét þau hafa peninga en vildi þó ekki snerta þau né koma of nálægt þeim. Hinum börnunum var bannað að leika við þau og þau mættu miklum fordómum. Þar að auki höfðu þau ekki aðgang að síma né áttu þau efni á því að taka leigubíl til að kanna heilsu föður þeirra og bróður. Að endingu náðu þau þau að skrapa saman nægum peningum til að finna föður sinn. Þegar þau komu að meðferðarstöðinni sem faðir þeirra og bróðir voru fluttir á kannaði öryggisvörður hvort faðir þeirra væri enn lifandi. Vörðurinn sagði þeim að hann væri látinn, en það sem verra var þá gat enginn sagt þeim hvort ellefu ára gamall bróðir þeirra, Emmanuel, væri lífs eða liðinn. Nokkrum dögum seinna sá Promise bróðir sinn í sjónvarpinu þar sem sagt var frá börnum sem höfðu lifað veiruna af en hefðu ekki náð sambandi við fjölskyldu sína. Börnin þrjú náðu í bróðir sinn og komu honum heim. Skömmu eftir að hann kom heim byrjaði Ruth, 13 ára systir Promise að sýna einkenni sýkingar og var hún tekin á brott af heilbrigðisstarfsmönnum. Hún lifði þó veiruna af. Enn mæta börnin þó miklum fordómum af nágrönnum sínum og skyldmennum sem forðast að koma nálægt þeim. Hér að neðan má sjá myndband um sögu fjölskyldunnar.
Ebóla Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira