Eldarnir dragi nafn sitt af nornahárinu Svavar Hávarðsson skrifar 9. október 2014 07:00 Nornahár. Gasið mótar kvikuna í örþunn hár sem kennd eru við nornamakka. Mynd/ÞÞ Sprottin er upp sú hugmynd að nýju eldstöðvarnar norðan Vatnajökuls dragi nafn sitt af hinu sérstaka fyrirbæri úr steinaríkinu sem þar fýkur um sanda; nornahárinu sem í raun er fínt og glerkennt basalt. Það er Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sem gerir þessa nafngift að tillögu sinni, og að umbrotin verði nefnd Nornaeldar. Þorvaldur gengur reyndar skrefinu lengra og leggur til að nýja hraunið verði nefnt Nornahraun og gígaröðin Nornagígar. Í rökstuðningi sínum fyrir nafngiftinni bendir hann á að „eldar“, er algeng ending á heitum langvarandi gosa á Íslandi, enda er samheitið jarðeldar. Hann tínir einnig til önnur rök. Þegar eru til tvö Holuhraun svo það lýsir að hans mati ekki miklu hugarflugi að nýja hranið verði þekkt sem Holuhraun III. Þá sé mikil framleiðsla af nornahári frekar en annað einkennandi fyrir gosið. Þorvaldur, sem hefur dvalið langdvölum við gosstöðvarnar, segir að eitt af sérkennum eldgossins sé hversu mikið er af nornahári við eldstöðina. Gasuppstreymið, sem mikið hefur verið í fréttum, mótar kvikuna með þessum hætti í örþunn hár, svo líkist einna mest mannshári sem fýkur um sandana norðan jökulsins. „Að nornahár myndist í svona miklu magni hefur ekki fylgt öðrum eldgosum nema þá Skaftáreldunum árið 1783, sem ég veit um. Það eru heimildir sem greina frá því. Ekkert þessu líkt hefur hins vegar áður verið skráð með óyggjandi hætti í íslensku gosi,“ segir Þorvaldur og segir aðspurður að kollegar hans flestir hafi hingað til tekið vel í nafngiftina. Það sé síðar annarra að kveða á um hvort nafnið fái þegnrétt. Eins og alþjóð veit hafa vísindamenn nefnt einstök fyrirbæri tengd gosinu sér til hægðarauka í daglegum samskiptum sín á milli og við skýrsluskrif. Baugur var stærsti gígurinn nefndur. Gígarnir Norðri og Suðri eru einnig þekktir, auk Baugsbarna - smágígum næst aðalgígnum. Það verður þó sveitastjórnarfólks í Skútustaðahreppi og Örnefnanefndar að kveða á um framhaldið. Það er sveitarfélagsins að hafa frumkvæði að því að náttúrufyrirbærunum verði gefið nafn, sem síðan yrði borið undir nefndina sem hefur útskurðarvald samkvæmt nýjum lögum um örnefni - og þá ekki síst til að koma í veg fyrir að ónefni festist í sessi. Bárðarbunga Tengdar fréttir Töfrandi fyrirbæri umhverfis eldstöðina Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783. 9. september 2014 21:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sprottin er upp sú hugmynd að nýju eldstöðvarnar norðan Vatnajökuls dragi nafn sitt af hinu sérstaka fyrirbæri úr steinaríkinu sem þar fýkur um sanda; nornahárinu sem í raun er fínt og glerkennt basalt. Það er Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sem gerir þessa nafngift að tillögu sinni, og að umbrotin verði nefnd Nornaeldar. Þorvaldur gengur reyndar skrefinu lengra og leggur til að nýja hraunið verði nefnt Nornahraun og gígaröðin Nornagígar. Í rökstuðningi sínum fyrir nafngiftinni bendir hann á að „eldar“, er algeng ending á heitum langvarandi gosa á Íslandi, enda er samheitið jarðeldar. Hann tínir einnig til önnur rök. Þegar eru til tvö Holuhraun svo það lýsir að hans mati ekki miklu hugarflugi að nýja hranið verði þekkt sem Holuhraun III. Þá sé mikil framleiðsla af nornahári frekar en annað einkennandi fyrir gosið. Þorvaldur, sem hefur dvalið langdvölum við gosstöðvarnar, segir að eitt af sérkennum eldgossins sé hversu mikið er af nornahári við eldstöðina. Gasuppstreymið, sem mikið hefur verið í fréttum, mótar kvikuna með þessum hætti í örþunn hár, svo líkist einna mest mannshári sem fýkur um sandana norðan jökulsins. „Að nornahár myndist í svona miklu magni hefur ekki fylgt öðrum eldgosum nema þá Skaftáreldunum árið 1783, sem ég veit um. Það eru heimildir sem greina frá því. Ekkert þessu líkt hefur hins vegar áður verið skráð með óyggjandi hætti í íslensku gosi,“ segir Þorvaldur og segir aðspurður að kollegar hans flestir hafi hingað til tekið vel í nafngiftina. Það sé síðar annarra að kveða á um hvort nafnið fái þegnrétt. Eins og alþjóð veit hafa vísindamenn nefnt einstök fyrirbæri tengd gosinu sér til hægðarauka í daglegum samskiptum sín á milli og við skýrsluskrif. Baugur var stærsti gígurinn nefndur. Gígarnir Norðri og Suðri eru einnig þekktir, auk Baugsbarna - smágígum næst aðalgígnum. Það verður þó sveitastjórnarfólks í Skútustaðahreppi og Örnefnanefndar að kveða á um framhaldið. Það er sveitarfélagsins að hafa frumkvæði að því að náttúrufyrirbærunum verði gefið nafn, sem síðan yrði borið undir nefndina sem hefur útskurðarvald samkvæmt nýjum lögum um örnefni - og þá ekki síst til að koma í veg fyrir að ónefni festist í sessi.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Töfrandi fyrirbæri umhverfis eldstöðina Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783. 9. september 2014 21:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Töfrandi fyrirbæri umhverfis eldstöðina Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783. 9. september 2014 21:00