Stjórnendur fá gleðina margfalt til baka Birta Björnsdóttir skrifar 8. október 2014 15:36 Eddu Björgvins þarf nú varla að kynna til leiks en þessi ástsæla gamanleikkona hefur glatt þjóðina undanfarna áratugi. Hún slær hvergi slöku við í þeim efnum en hefur undanfarin ár einbeitt sér að því að kynna mikilvægi húmors og gleði í hinu daglega lífi með því að halda námskeið og fyrirlestra í fyrirtækjum og skólum. „Ég er búin að vinna með húmor og gleði í leiklistinni en þegar ég fór í stjórnendanám í Háskólanum á Bifröst ákvað ég að nýta þetta efni í meistararitgerðina mína, þar sem ég skrifað um húmor sem stjórntæki. Ég hef haldið námskeið í skólum og fyrirtækjum um allt mögulegt en eftir námið fór ég að einbeita mér að húmor sem stjórntæki og hvaða áhrif húmor getur haft sé hann hafður að leiðarljósi í stjórnun," segir Edda. Já ekki er vanþörf á og ekki síst vegna þess að aukin gleði hefur merkjanleg áhrif. „Það er svo geggjað að rannsónir sýna að þar sem verið er að vinna með húmor, gleði og hamingju á vinnustað er hægt að fá miklu meira út úr fólki. Starfsfólkið til dæmis losnar við streitu og það vinnur betur saman. Starfsfólkið verður jafnframt umburðarlyndara, fær fleiri hugmyndir og ekki sýst þá fækkar veikindadögum," segir Edda. Miðað við mikilvægi húmors í hinu daglega lífi segist Edda ekki skilja hvers vegna ekki allir stjórnendur fyrirtækja séu með húmor, gleði og góðan starfsanda á stefnuskrá sinni. „Þú færð 80% meira út úr starfsmanninum þínum sé hann glaður," segir hún. Edda fer sem fyrr segir í fyrirtæki og leiðbeinir um hvað megi betur fara í þessum efnum. Og hún segir það vera fyrirtæki af öllum toga. "Ég get hjálpað öllum að gera þetta á sínum forsendum. Það er nefnilega ekki til nein ein formúla, það væri auðvitað auðveldast að senda Ladda bara inn á alla vinnustaði landsins og þá væru allir glaðir, en það er því miður ekki hægt. Innan hvers vinnustaðar eru nefnilega svo ólíkir einstaklingar, sumir vilja ekki fíflalæti á meðan aðrir eru skíplar," segir Edda. Stjórnendur geta vissulega haft sitt að segja um starfsandann á vinnustað, en sjálf getum við líka gert gagn í þessum efnum á hverjum degi. „Við getum til dæmis passað neikvæðu orkuna á vinnustaðnum með því að stjórna umræðuefninu á kaffistofunni. Okkur er tamt að tala um allt sem okkur finnst svo stórkostlega ömurlegt. Reynum í staðinn að sækja sögur í gleðibankanna okkar, söfnum sögum af litlu börnunum í fjölskyldunni og af klaufalegum atvikum sem við lendum sjálf í. Innan skamms eru jafnvel örgustu fýlupúkar farnir að deila sínum sögum líka, segir gleðigjafinn Edda Björgvins. Heilsa Tengdar fréttir Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði Október er mánuður meistaranna. Markmiðin þátttakenda eru af öllum toga. 1. október 2014 13:00 Ætlar að njóta augnabliksins Sylvía Ósk Rodriguez hefur sett sér þrjú markmið í Meistaramánuði. Eitt markmiðanna er nokkurs konar framhald á markmiði sem hún setti sér í Meistaramánuði í fyrra en þá ákvað hún að borða engan sykur í mánuðinum. Hún hefur lést um þrjátíu kíló síðan. 1. október 2014 15:15 5 bestu snjallsímaforritin fyrir skipulagðara líf Heilsuvísir er búinn að taka saman 5 forrit sem þú getur hlaðið niður í símann þinn og hjálpa þér við að ná betri árangri í þeim verkefnum og markmiðum sem að þú ætlar að setja þér. 30. september 2014 00:01 Mikilvægt að ætla sér ekki um of Maður sér það of oft að fólk fer allt of geyst af stað og ætlar sér of mikið á stuttum tíma. Ansi margir gugna þá eftir nokkrar vikur og finnst þeir vera komnir á byrjunarreit. 3. október 2014 14:00 Allir geta orðið meistarar "Meistaramánuður er í raun lífstílsátak þar sem fólk á öllum aldri skorar sjálft sig á hólm og reynir að bæta sig á einhvern hátt. Allir sem eru tilbúnir að setja sér einhver markmið og fylgja þeim eftir í einn mánuð geta tekið þátt,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson, einn stofnenda Meistaramánuðar. 1. október 2014 14:00 „Ég fann fyrir mikilli þreytu, einbeitingarskorti, minnisleysi, kvíða og svefnleysi“ Margrét R. Jónasar vann yfir sig fyrir ekki svo löngu síðan. Í Meistaramánuði ætlar hún að viðurkenna að hún geti ekki verið fullkomin. 2. október 2014 12:30 Allir með í Meistaramánuði Birta Björnsdóttir hefur að undanförnu sankað að sér hvetjandi og skemmtilegu efni sem tengist meistaramánuðinum á einhvern hátt. 29. september 2014 13:48 Þetta er svo mikil fíkn "Ég verð örugglega bara sveittur og skjálfandi einhverstaðar úti í horni,“ segir verðandi meistarinn Bobby Breiðholt. 2. október 2014 14:59 Skráning í Meistaramánuð hafin! Heilsuvísir hvetur sem flesta til að taka þátt. 23. september 2014 12:00 Gönguvænt umhverfi hvetjandi Margir átta sig ekki á að lítil hversdagsleg hreyfing eins og stuttar gönguferðir geta skipt miklu máli fyrir heilsuna. Fyrir utan það er svolítið ósanngjarnt að bíll, þessi dýra fjárfesting, sé sjálfkrafa aðgöngumiði að borginni,“ segir Herborg sem fer flestra sinna ferða gangandi, hjólandi eða í strætó. 2. október 2014 15:00 10 hollráð fyrir Meistarmánuð Markmið er góð leið til þess að láta drauma sína og óskir rætast en það er ekki það sama að hugsa um markmiðin og að framkvæma þau. 2. október 2014 09:00 Meistaramánuður - þátturinn í heild sinni Horfðu á þáttinn um Meistaramánuð í heild sinni. 6. október 2014 14:18 Mikilvægur hlekkur að sýna sjálfum sér samkennd og vinsemd Margir setja sér markmið í Meistaramánuði en til þess að ná þeim þarf að hafa jákvæða afstöðu til þeirra og temja sér sjálfsvinsemd. Borghildur Sverrisdóttir er höfundur bókarinnar Hamingjan eflir heilsuna sem kemur út síðar í mánuðinum. Hún segir jákvætt 5. október 2014 10:00 Munaður í Meistaramánuði Nú er Meistaramánuður og um að gera að setja sér háleit markmið, og auðvitað á það einnig við um ástarlífið. 1. október 2014 11:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Eddu Björgvins þarf nú varla að kynna til leiks en þessi ástsæla gamanleikkona hefur glatt þjóðina undanfarna áratugi. Hún slær hvergi slöku við í þeim efnum en hefur undanfarin ár einbeitt sér að því að kynna mikilvægi húmors og gleði í hinu daglega lífi með því að halda námskeið og fyrirlestra í fyrirtækjum og skólum. „Ég er búin að vinna með húmor og gleði í leiklistinni en þegar ég fór í stjórnendanám í Háskólanum á Bifröst ákvað ég að nýta þetta efni í meistararitgerðina mína, þar sem ég skrifað um húmor sem stjórntæki. Ég hef haldið námskeið í skólum og fyrirtækjum um allt mögulegt en eftir námið fór ég að einbeita mér að húmor sem stjórntæki og hvaða áhrif húmor getur haft sé hann hafður að leiðarljósi í stjórnun," segir Edda. Já ekki er vanþörf á og ekki síst vegna þess að aukin gleði hefur merkjanleg áhrif. „Það er svo geggjað að rannsónir sýna að þar sem verið er að vinna með húmor, gleði og hamingju á vinnustað er hægt að fá miklu meira út úr fólki. Starfsfólkið til dæmis losnar við streitu og það vinnur betur saman. Starfsfólkið verður jafnframt umburðarlyndara, fær fleiri hugmyndir og ekki sýst þá fækkar veikindadögum," segir Edda. Miðað við mikilvægi húmors í hinu daglega lífi segist Edda ekki skilja hvers vegna ekki allir stjórnendur fyrirtækja séu með húmor, gleði og góðan starfsanda á stefnuskrá sinni. „Þú færð 80% meira út úr starfsmanninum þínum sé hann glaður," segir hún. Edda fer sem fyrr segir í fyrirtæki og leiðbeinir um hvað megi betur fara í þessum efnum. Og hún segir það vera fyrirtæki af öllum toga. "Ég get hjálpað öllum að gera þetta á sínum forsendum. Það er nefnilega ekki til nein ein formúla, það væri auðvitað auðveldast að senda Ladda bara inn á alla vinnustaði landsins og þá væru allir glaðir, en það er því miður ekki hægt. Innan hvers vinnustaðar eru nefnilega svo ólíkir einstaklingar, sumir vilja ekki fíflalæti á meðan aðrir eru skíplar," segir Edda. Stjórnendur geta vissulega haft sitt að segja um starfsandann á vinnustað, en sjálf getum við líka gert gagn í þessum efnum á hverjum degi. „Við getum til dæmis passað neikvæðu orkuna á vinnustaðnum með því að stjórna umræðuefninu á kaffistofunni. Okkur er tamt að tala um allt sem okkur finnst svo stórkostlega ömurlegt. Reynum í staðinn að sækja sögur í gleðibankanna okkar, söfnum sögum af litlu börnunum í fjölskyldunni og af klaufalegum atvikum sem við lendum sjálf í. Innan skamms eru jafnvel örgustu fýlupúkar farnir að deila sínum sögum líka, segir gleðigjafinn Edda Björgvins.
Heilsa Tengdar fréttir Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði Október er mánuður meistaranna. Markmiðin þátttakenda eru af öllum toga. 1. október 2014 13:00 Ætlar að njóta augnabliksins Sylvía Ósk Rodriguez hefur sett sér þrjú markmið í Meistaramánuði. Eitt markmiðanna er nokkurs konar framhald á markmiði sem hún setti sér í Meistaramánuði í fyrra en þá ákvað hún að borða engan sykur í mánuðinum. Hún hefur lést um þrjátíu kíló síðan. 1. október 2014 15:15 5 bestu snjallsímaforritin fyrir skipulagðara líf Heilsuvísir er búinn að taka saman 5 forrit sem þú getur hlaðið niður í símann þinn og hjálpa þér við að ná betri árangri í þeim verkefnum og markmiðum sem að þú ætlar að setja þér. 30. september 2014 00:01 Mikilvægt að ætla sér ekki um of Maður sér það of oft að fólk fer allt of geyst af stað og ætlar sér of mikið á stuttum tíma. Ansi margir gugna þá eftir nokkrar vikur og finnst þeir vera komnir á byrjunarreit. 3. október 2014 14:00 Allir geta orðið meistarar "Meistaramánuður er í raun lífstílsátak þar sem fólk á öllum aldri skorar sjálft sig á hólm og reynir að bæta sig á einhvern hátt. Allir sem eru tilbúnir að setja sér einhver markmið og fylgja þeim eftir í einn mánuð geta tekið þátt,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson, einn stofnenda Meistaramánuðar. 1. október 2014 14:00 „Ég fann fyrir mikilli þreytu, einbeitingarskorti, minnisleysi, kvíða og svefnleysi“ Margrét R. Jónasar vann yfir sig fyrir ekki svo löngu síðan. Í Meistaramánuði ætlar hún að viðurkenna að hún geti ekki verið fullkomin. 2. október 2014 12:30 Allir með í Meistaramánuði Birta Björnsdóttir hefur að undanförnu sankað að sér hvetjandi og skemmtilegu efni sem tengist meistaramánuðinum á einhvern hátt. 29. september 2014 13:48 Þetta er svo mikil fíkn "Ég verð örugglega bara sveittur og skjálfandi einhverstaðar úti í horni,“ segir verðandi meistarinn Bobby Breiðholt. 2. október 2014 14:59 Skráning í Meistaramánuð hafin! Heilsuvísir hvetur sem flesta til að taka þátt. 23. september 2014 12:00 Gönguvænt umhverfi hvetjandi Margir átta sig ekki á að lítil hversdagsleg hreyfing eins og stuttar gönguferðir geta skipt miklu máli fyrir heilsuna. Fyrir utan það er svolítið ósanngjarnt að bíll, þessi dýra fjárfesting, sé sjálfkrafa aðgöngumiði að borginni,“ segir Herborg sem fer flestra sinna ferða gangandi, hjólandi eða í strætó. 2. október 2014 15:00 10 hollráð fyrir Meistarmánuð Markmið er góð leið til þess að láta drauma sína og óskir rætast en það er ekki það sama að hugsa um markmiðin og að framkvæma þau. 2. október 2014 09:00 Meistaramánuður - þátturinn í heild sinni Horfðu á þáttinn um Meistaramánuð í heild sinni. 6. október 2014 14:18 Mikilvægur hlekkur að sýna sjálfum sér samkennd og vinsemd Margir setja sér markmið í Meistaramánuði en til þess að ná þeim þarf að hafa jákvæða afstöðu til þeirra og temja sér sjálfsvinsemd. Borghildur Sverrisdóttir er höfundur bókarinnar Hamingjan eflir heilsuna sem kemur út síðar í mánuðinum. Hún segir jákvætt 5. október 2014 10:00 Munaður í Meistaramánuði Nú er Meistaramánuður og um að gera að setja sér háleit markmið, og auðvitað á það einnig við um ástarlífið. 1. október 2014 11:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði Október er mánuður meistaranna. Markmiðin þátttakenda eru af öllum toga. 1. október 2014 13:00
Ætlar að njóta augnabliksins Sylvía Ósk Rodriguez hefur sett sér þrjú markmið í Meistaramánuði. Eitt markmiðanna er nokkurs konar framhald á markmiði sem hún setti sér í Meistaramánuði í fyrra en þá ákvað hún að borða engan sykur í mánuðinum. Hún hefur lést um þrjátíu kíló síðan. 1. október 2014 15:15
5 bestu snjallsímaforritin fyrir skipulagðara líf Heilsuvísir er búinn að taka saman 5 forrit sem þú getur hlaðið niður í símann þinn og hjálpa þér við að ná betri árangri í þeim verkefnum og markmiðum sem að þú ætlar að setja þér. 30. september 2014 00:01
Mikilvægt að ætla sér ekki um of Maður sér það of oft að fólk fer allt of geyst af stað og ætlar sér of mikið á stuttum tíma. Ansi margir gugna þá eftir nokkrar vikur og finnst þeir vera komnir á byrjunarreit. 3. október 2014 14:00
Allir geta orðið meistarar "Meistaramánuður er í raun lífstílsátak þar sem fólk á öllum aldri skorar sjálft sig á hólm og reynir að bæta sig á einhvern hátt. Allir sem eru tilbúnir að setja sér einhver markmið og fylgja þeim eftir í einn mánuð geta tekið þátt,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson, einn stofnenda Meistaramánuðar. 1. október 2014 14:00
„Ég fann fyrir mikilli þreytu, einbeitingarskorti, minnisleysi, kvíða og svefnleysi“ Margrét R. Jónasar vann yfir sig fyrir ekki svo löngu síðan. Í Meistaramánuði ætlar hún að viðurkenna að hún geti ekki verið fullkomin. 2. október 2014 12:30
Allir með í Meistaramánuði Birta Björnsdóttir hefur að undanförnu sankað að sér hvetjandi og skemmtilegu efni sem tengist meistaramánuðinum á einhvern hátt. 29. september 2014 13:48
Þetta er svo mikil fíkn "Ég verð örugglega bara sveittur og skjálfandi einhverstaðar úti í horni,“ segir verðandi meistarinn Bobby Breiðholt. 2. október 2014 14:59
Skráning í Meistaramánuð hafin! Heilsuvísir hvetur sem flesta til að taka þátt. 23. september 2014 12:00
Gönguvænt umhverfi hvetjandi Margir átta sig ekki á að lítil hversdagsleg hreyfing eins og stuttar gönguferðir geta skipt miklu máli fyrir heilsuna. Fyrir utan það er svolítið ósanngjarnt að bíll, þessi dýra fjárfesting, sé sjálfkrafa aðgöngumiði að borginni,“ segir Herborg sem fer flestra sinna ferða gangandi, hjólandi eða í strætó. 2. október 2014 15:00
10 hollráð fyrir Meistarmánuð Markmið er góð leið til þess að láta drauma sína og óskir rætast en það er ekki það sama að hugsa um markmiðin og að framkvæma þau. 2. október 2014 09:00
Meistaramánuður - þátturinn í heild sinni Horfðu á þáttinn um Meistaramánuð í heild sinni. 6. október 2014 14:18
Mikilvægur hlekkur að sýna sjálfum sér samkennd og vinsemd Margir setja sér markmið í Meistaramánuði en til þess að ná þeim þarf að hafa jákvæða afstöðu til þeirra og temja sér sjálfsvinsemd. Borghildur Sverrisdóttir er höfundur bókarinnar Hamingjan eflir heilsuna sem kemur út síðar í mánuðinum. Hún segir jákvætt 5. október 2014 10:00
Munaður í Meistaramánuði Nú er Meistaramánuður og um að gera að setja sér háleit markmið, og auðvitað á það einnig við um ástarlífið. 1. október 2014 11:00