„Við erum bara rétt að byrja“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. október 2014 18:17 Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels. Vísir/Pjetur Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir að það vanti oft á tíðum heildarhugsun í markaðssetningu þegar kemur að hóteluppbyggingu hér á landi. Ekki gangi að hugsa um markaðsetninguna eftir á og Ísland sé að keppa við margar aðrar þjóðir þegar efnameiri ráðstefnutúristar eru annars vegar. Magnea Þórey fer yfir þessi mál í nýjasta Klinkinu sem er hægt að sjá með því að smella hér. Icelandair Hotels er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins en það er dótturfélag Icelandair Group. Hér á eftir fara valdar spurningar og svör úr viðtalinu. Hvað hefur verið erfiðast varðandi mikinn vöxt ferðaþjónustunnar, sem er hálfgert lúxusvandamál? „Það sem verður áskorun hjá okkur er mannauðurinn. Það skiptir mjög miklu máli núna þegar vel gengur og það eru mikil umsvif að við ígrundum vel hvernig við ætlum að passa upp á að halda í reynt fólk. Þá erum við að tala um fagstéttirnar, iðngreinarnar eins og þjóna, matreiðslumenn, kjötiðnaðarmenn og bakara, auk háskólamenntaðs fólks.“Icelandair Hotels ætlar að opna hótel með úti veitingaaðstöðu við Hljómalindarreitinn. Hvenær? „Við reiknum ekki með því að opna þetta hótel fyrr en í byrjun þarnæsta árs, þ.e. árið 2016. Við erum ennþá að vinna í þróun á eigninni sjálfri. Við döfnum ekki vel nema Reykjavík sé aðlaðandi og við þurfum að leggja okkar af mörkum. Við ætlum okkur að setja mikinn metnað í Hljómalindina sérstaklega þannig að íbúum Reykjavíkur líki vel við reitinn.“Raunverulegur markaður fyrir ráðstefnutúristaÞví hefur verið fleygt að æskilegra sé að fá færri tekjuhærri einstaklinga sem eyða meiru, eins og með því að fá hingað ráðstefnugesti í auknum mæli. Hefur þetta tekist? „Við höfum unnið að þessu samhliða uppbyggingu hótela. Það þarf að vinna markaðsstarfið samhliða nýjum verkefnum. Það má alls ekki vera of mikill fókus á sjálfa fjárfestinguna því hún markaðssetur sig ekki sjálf. Þegar þú ert tilbúinn með nýtt hótel þá þýðir ekki að huga að markaðssetningunni eftir á. Þetta þarf að hugsast samhliða. Við stofnuðum Meet in Reykjavík 2012. Nú er búið að stofna vettvang til að ná til efnameiri ferðamanna, eða high-end hluta markaðarins, því við áttum okkur á því að við þurfum að hafa margar vörur í boði. Því við erum í samkeppni við margar aðrar þjóðir.“Það er raunverulegur markaður fyrir þessa ráðstefnutúrista? „Við komum upp í umræðunni þegar verið er að velja kaldan áfangastað. Líka í flokkum sem tengjast orku, jarðvarma, íþróttum og hreyfingu. Við þurfum að vinna í því að skapa þá ímynd sem við viljum. Við höfum ótal tækifæri. Markaðssetning er bara fjárfesting. Mikið af hótelunum sem eru að bætast við, það þarf að spyrja hvað menn hafa sett í markaðsstarf. Menn eru oft búnir að opna eitthvað voða fínt en eru svo alveg hissa á að það komi ekki ferðamenn. Bæði fjárfestingarnar okkar og markaðsstarfið okkar eru vel ígrundaðar langtímaákvarðanir.“Ferðalög fólks í heiminum almennt að aukastHöfum við fjölgað gistirýmum of mikið? Munum við sitja uppi með tóm hótel ef það hægist á vextinum? „Ferðalög fólks í heiminum eru almennt að aukast. Það að við fáum alltaf bara 600 eða 700 þúsund ferðamenn og þeir verði ekki fleiri er annar endinn á svartsýninni. Ef við höldum vel á spöðunum verður vöxtur. Það kemur enginn til Reykjavíkur af því það eru að bætast við hótel. Það kemur miklu meira til.“Skiptar skoðanir eru um hvort Inspired by Iceland herferðin hafi skilað aukningu í fjölda ferðamanna. Hefðu þeir kannski komið hvort eð er? „Við fengum auðvitað fjölmiðlaumfjöllun út af gosinu sem við hefðum aldrei getað keypt, en þetta var samspil margra þátta. Við erum bara rétt að byrja. Ferðaþjónusta er bara rétt að verða að alvöru atvinnugrein. “ Klinkið Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, segir að það vanti oft á tíðum heildarhugsun í markaðssetningu þegar kemur að hóteluppbyggingu hér á landi. Ekki gangi að hugsa um markaðsetninguna eftir á og Ísland sé að keppa við margar aðrar þjóðir þegar efnameiri ráðstefnutúristar eru annars vegar. Magnea Þórey fer yfir þessi mál í nýjasta Klinkinu sem er hægt að sjá með því að smella hér. Icelandair Hotels er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins en það er dótturfélag Icelandair Group. Hér á eftir fara valdar spurningar og svör úr viðtalinu. Hvað hefur verið erfiðast varðandi mikinn vöxt ferðaþjónustunnar, sem er hálfgert lúxusvandamál? „Það sem verður áskorun hjá okkur er mannauðurinn. Það skiptir mjög miklu máli núna þegar vel gengur og það eru mikil umsvif að við ígrundum vel hvernig við ætlum að passa upp á að halda í reynt fólk. Þá erum við að tala um fagstéttirnar, iðngreinarnar eins og þjóna, matreiðslumenn, kjötiðnaðarmenn og bakara, auk háskólamenntaðs fólks.“Icelandair Hotels ætlar að opna hótel með úti veitingaaðstöðu við Hljómalindarreitinn. Hvenær? „Við reiknum ekki með því að opna þetta hótel fyrr en í byrjun þarnæsta árs, þ.e. árið 2016. Við erum ennþá að vinna í þróun á eigninni sjálfri. Við döfnum ekki vel nema Reykjavík sé aðlaðandi og við þurfum að leggja okkar af mörkum. Við ætlum okkur að setja mikinn metnað í Hljómalindina sérstaklega þannig að íbúum Reykjavíkur líki vel við reitinn.“Raunverulegur markaður fyrir ráðstefnutúristaÞví hefur verið fleygt að æskilegra sé að fá færri tekjuhærri einstaklinga sem eyða meiru, eins og með því að fá hingað ráðstefnugesti í auknum mæli. Hefur þetta tekist? „Við höfum unnið að þessu samhliða uppbyggingu hótela. Það þarf að vinna markaðsstarfið samhliða nýjum verkefnum. Það má alls ekki vera of mikill fókus á sjálfa fjárfestinguna því hún markaðssetur sig ekki sjálf. Þegar þú ert tilbúinn með nýtt hótel þá þýðir ekki að huga að markaðssetningunni eftir á. Þetta þarf að hugsast samhliða. Við stofnuðum Meet in Reykjavík 2012. Nú er búið að stofna vettvang til að ná til efnameiri ferðamanna, eða high-end hluta markaðarins, því við áttum okkur á því að við þurfum að hafa margar vörur í boði. Því við erum í samkeppni við margar aðrar þjóðir.“Það er raunverulegur markaður fyrir þessa ráðstefnutúrista? „Við komum upp í umræðunni þegar verið er að velja kaldan áfangastað. Líka í flokkum sem tengjast orku, jarðvarma, íþróttum og hreyfingu. Við þurfum að vinna í því að skapa þá ímynd sem við viljum. Við höfum ótal tækifæri. Markaðssetning er bara fjárfesting. Mikið af hótelunum sem eru að bætast við, það þarf að spyrja hvað menn hafa sett í markaðsstarf. Menn eru oft búnir að opna eitthvað voða fínt en eru svo alveg hissa á að það komi ekki ferðamenn. Bæði fjárfestingarnar okkar og markaðsstarfið okkar eru vel ígrundaðar langtímaákvarðanir.“Ferðalög fólks í heiminum almennt að aukastHöfum við fjölgað gistirýmum of mikið? Munum við sitja uppi með tóm hótel ef það hægist á vextinum? „Ferðalög fólks í heiminum eru almennt að aukast. Það að við fáum alltaf bara 600 eða 700 þúsund ferðamenn og þeir verði ekki fleiri er annar endinn á svartsýninni. Ef við höldum vel á spöðunum verður vöxtur. Það kemur enginn til Reykjavíkur af því það eru að bætast við hótel. Það kemur miklu meira til.“Skiptar skoðanir eru um hvort Inspired by Iceland herferðin hafi skilað aukningu í fjölda ferðamanna. Hefðu þeir kannski komið hvort eð er? „Við fengum auðvitað fjölmiðlaumfjöllun út af gosinu sem við hefðum aldrei getað keypt, en þetta var samspil margra þátta. Við erum bara rétt að byrja. Ferðaþjónusta er bara rétt að verða að alvöru atvinnugrein. “
Klinkið Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira