Gígurinn Baugur er þegar 100 metra hár Svavar Hávarðsson skrifar 8. október 2014 07:00 Eldstöðvar í Holuhrauni, mynd tekin 18. september 2014. Inn á hana eru settar þær nafngiftir sem vísindamenn hafa komið sér upp til þess að auðvelda umræður og dagleg skýrsluskrif. Mynd/Ármann Höskuldsson Megin gígurinn í Holuhrauni, sem nefndur hefur verið Baugur, hefur náð 100 metra hæð á þeim fimm vikum sem eldgosið norðan Vatnajökuls hefur staðið. Hraunið frá eldgosinu náði um helgina að stífla Jökulsá á Fjöllum svo lón myndaðist við suðurjaðar hraunsins. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, segir að strax á þriðju viku eldgossins í Holuhrauni hafi Baugur náð 65 metra hæð, en virknin hafi verið það mikil að hlutirnir séu fljótir að gerast. „Þetta er á góðri leið með að verða fjall, eða fell. Við erum að meta hæðina á aðal gígnum en hún er þegar um 100 metrar. Hann bætir hratt við sig og þetta er orðinn mjög myndarlegur gígur, virkilega,“ segir Ármann. Gígaröðin sjálf, sín hvoru megin við Baug, er líka orðin reisuleg. Suðri, Krakkinn og Norðri eru mun minni en Baugur, en Suðri er t.d. í fjörutíu, fimmtíu metrum er ágiskun Ármanns. Frá því var greint að 4. október var um fjögurra metra rás á milli eystri bakka Jökulsár á Fjöllum og hraunsins. Á aðeins fjórum tímum rann hraunið fram um eina 100 metra, og lón tók þegar að myndast. Hins vegar er Jökulsá fljót að aðlaga sig breyttum aðstæðum, og lónið tæmir sig með jöfnu millibili. „Það hefur dregið úr framrás hraunsins þannig að áin grefur sig meðfram því. Lónin sem myndast eru ekki stór og myndast rétt á meðan að hraunið nær yfir, en svo finnur áin sér annan farveg,“ segir Ármann sem bætir við að eldgosið, og hraunrennslið, sé miklu minna en í upphafi og heldur dregur úr gosinu þessa dagana. Hraunið var orðið rúmir 52 ferkílómetrar að stærð í gær. Jarðskjálftar í norðanverðum kvikuganginum hafa snarminnkað, og sama er að segja um uppstreymi kviku. Þær upplýsingar fengust hjá Landmælingum Íslands og Stofnun Árna Magnússonar að engar skilgreiningar séu til á því hvað sé lágmarkshæð fjalls eða fells. Hitt er ljóst að margt fellið í íslenskri náttúru nær ekki 100 metra hæð. Engin alvarleg tilfelli hafa verið tilkynnt til heilbrigðisyfirvalda vegna gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni, samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Gasmengun hefur verið viðvarandi frá því gosið hófst 31. ágúst síðastliðinn, aðallega á Norður- og Austurlandi. Frá eldgosinu í Holuhrauni losna gosefni út í andrúmsloftið, sem geta haft áhrif á heilsu manna. Algengustu gosefnin eru vatn (H2O), koldíoxíð(CO2) og brennsteinsdíoxíð (SO2), sem helst hefur áhrif á heilsu manna. Helstu einkennin eru ertingur í augum, hálsi og öndunarfærum og við háan styrk getur fólk fundið fyrir öndunarörðugleikum. Bárðarbunga Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Megin gígurinn í Holuhrauni, sem nefndur hefur verið Baugur, hefur náð 100 metra hæð á þeim fimm vikum sem eldgosið norðan Vatnajökuls hefur staðið. Hraunið frá eldgosinu náði um helgina að stífla Jökulsá á Fjöllum svo lón myndaðist við suðurjaðar hraunsins. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, segir að strax á þriðju viku eldgossins í Holuhrauni hafi Baugur náð 65 metra hæð, en virknin hafi verið það mikil að hlutirnir séu fljótir að gerast. „Þetta er á góðri leið með að verða fjall, eða fell. Við erum að meta hæðina á aðal gígnum en hún er þegar um 100 metrar. Hann bætir hratt við sig og þetta er orðinn mjög myndarlegur gígur, virkilega,“ segir Ármann. Gígaröðin sjálf, sín hvoru megin við Baug, er líka orðin reisuleg. Suðri, Krakkinn og Norðri eru mun minni en Baugur, en Suðri er t.d. í fjörutíu, fimmtíu metrum er ágiskun Ármanns. Frá því var greint að 4. október var um fjögurra metra rás á milli eystri bakka Jökulsár á Fjöllum og hraunsins. Á aðeins fjórum tímum rann hraunið fram um eina 100 metra, og lón tók þegar að myndast. Hins vegar er Jökulsá fljót að aðlaga sig breyttum aðstæðum, og lónið tæmir sig með jöfnu millibili. „Það hefur dregið úr framrás hraunsins þannig að áin grefur sig meðfram því. Lónin sem myndast eru ekki stór og myndast rétt á meðan að hraunið nær yfir, en svo finnur áin sér annan farveg,“ segir Ármann sem bætir við að eldgosið, og hraunrennslið, sé miklu minna en í upphafi og heldur dregur úr gosinu þessa dagana. Hraunið var orðið rúmir 52 ferkílómetrar að stærð í gær. Jarðskjálftar í norðanverðum kvikuganginum hafa snarminnkað, og sama er að segja um uppstreymi kviku. Þær upplýsingar fengust hjá Landmælingum Íslands og Stofnun Árna Magnússonar að engar skilgreiningar séu til á því hvað sé lágmarkshæð fjalls eða fells. Hitt er ljóst að margt fellið í íslenskri náttúru nær ekki 100 metra hæð. Engin alvarleg tilfelli hafa verið tilkynnt til heilbrigðisyfirvalda vegna gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni, samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Gasmengun hefur verið viðvarandi frá því gosið hófst 31. ágúst síðastliðinn, aðallega á Norður- og Austurlandi. Frá eldgosinu í Holuhrauni losna gosefni út í andrúmsloftið, sem geta haft áhrif á heilsu manna. Algengustu gosefnin eru vatn (H2O), koldíoxíð(CO2) og brennsteinsdíoxíð (SO2), sem helst hefur áhrif á heilsu manna. Helstu einkennin eru ertingur í augum, hálsi og öndunarfærum og við háan styrk getur fólk fundið fyrir öndunarörðugleikum.
Bárðarbunga Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira