Körfubolti

Fimm ára strákur fékk samning hjá Utah Jazz

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hinn fimm ára JP Gibson.
Hinn fimm ára JP Gibson. Vísir/AP
Forráðamenn NBA-körfuboltaliðsins Utah Jazz gerðu í gær eins dags samning við fimm ára strák sem glímir við krabbamein en sérstök æfing til heiðurs drengnum fór fram í æfingahúsi Utah í gærkvöldi.

Hinn fimm ára JP Gibson, sem er með hvítblæði, skrifaði undir samninginn við Randy Rigby, forseta Jazz, og mætti síðan á æfinguna seinna um kvöldið.

JP Gibson var með foreldrum sínum Josh og Megan á æfingunni en þar var líka tveggja ára systir hans sem heitir Elsie. Utah Jazz borgaði undir alla fjölskylduna en þetta var hluti af „Anything Can Be" verkefninu sem býður krökkum með krabbamein að upplifa drauminn sinn.

JP Gibson var í treyju númer eitt og fékk að spila með í einum leiknum. Hann fékk meðal annars sendingu, rak boltann upp að körfunni og miðherjinn Rudy Gobert lyfti honum svo upp svo að hann gæti troðið boltanum í körfuna. Áhorfendur fögnuðu "troðslunni" uppi í stúku.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×