Innlent

Talsverð gasmengun í fyrsta sinn á höfuðborgarsvæðinu

Bjarki Ármannsson skrifar
Brennisteinsdíoxíðsmengun hefur aldrei mælst jafn mikil á Íslandi og nú vegna gossins.
Brennisteinsdíoxíðsmengun hefur aldrei mælst jafn mikil á Íslandi og nú vegna gossins. Vísir/Egill Aðalsteinsson.
Í dag mældist talsverð brennisteinsdíoxíðsmengun á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn frá því að gos hófst í Holuhrauni. Veðurstofa spáir því að gasmengun muni áfram berast til vesturs og suðvesturs frá gosstöðvunum á morgun og því gæti mengunar aftur orðið vart.

Samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar, sem hægt er að fylgjast með á netinu, mældist gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) í andrúmslofti rúmlega 600 míkrógrömm á rúmmetra á loftmælingarstöðinni við Dalsmára í Kópavogi um sjöleytið í kvöld. Þegar mengun mælist svo há, getur það haft áhrif á þá sem stríða við öndunarerfiðleika.

Brennisteinsdíoxíðsmengun hefur aldrei mælst jafn mikil á Íslandi og nú vegna gossins. Mengunarinnar hefur þegar orðið vart víða á Norður- og Austurlandi.


Tengdar fréttir

Búast má við gasmengun austanlands

Gosvirkni í Holuhrauni er svipuð og verið hefur. Þrír skjálftar yfir 3 að stærð síðasta sólarhringinn, sá stærsti í gærkvöldi upp á 5,2.

Gasmengun spáð á öllu Norðurlandi

Veðurstofan varar við því að í dag megi búast við að gasmengunar verði vart norður og vestur af eldstöðinni í Holuhrauni. Líkur eru á mengun á svæðinu frá Öxarfirði, vestur í Húnaflóa og jafnvel að Breiðafirði.

Mengunarinnar vart á stórum hluta landsins

Útlit er fyrir þó nokkurri gasmengun frá eldgosinu næstu tvo daga. Mengunin kemur til með að gera vart við sig á stórum hluta landsins, meðal annars á Blönduósi, Akureyri og Hvammstanga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×