NBA-deildin gerir þrjú þúsund milljarða sjónvarpssamning Kjartan Atli Kjartansson skrifar 6. október 2014 16:00 Spurs er eitt af þeim liðum sem talið er hvað best rekið í NBA-deildinni. Auknar sjónvarpstekjur gætu komið sér vel fyrir liðið. Vísir/Getty NBA-deildin hefur nú gert nýjan samning um sjónvarpsrétt við sjónvarpsstöðvarnar ESPN og TNT. Samningurinn hljóðar upp á 24 milljarða Bandaríkjadala, eða tæplega þrjú þúsund milljarða yfir níu ára tímabil. Árlegar tekjur NBA-deildarinnar af samningnum verða um þrefalt hærri en núverandi sjónvarpssamningur gefur deildinni. Samningurinn nýi tekur gildi tímabilið 2016 – 2017. Hann mun hafa áhrif á launaþak liðanna í NBA-deildinni, því þakið er reiknað út frá tekjum deildarinnar. Þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um samninginn í morgun hefur það lengi legið fyrir að hann myndi færa deildinni auknar tekjur og þannig hafa áhrif á launaþakið. Þannig má til dæmis útskýra ákvörðun LeBron James að semja við Cleveland Cavaliers til tveggja ára útfrá þessum nýja sjónvarpssamningi.LeBron James vissi hvað hann var að gera þegar hann samdi við Cavs til tveggja ára.Vísir/GettyLeikmannasamningar í NBA-deildinni eru talsvert staðlaðari en þekkist í öðrum íþróttum, eins og til dæmis knattspyrnu. Þannig mun þessi nýji sjónvarpssamningur líklegast hækka laun leikmanna umtalsvert á komandi árum. Þetta gefur liðum einnig tækifæri – allavega fyrst um sinn – að fjölga sterkum, launaháum leikmönnum. Samningurinn er sem fyrr segir við TNT og ESPN, sem hafa sýnt leiki deildarinnar í Bandaríkjunum undanfarin ár. Talið var að sjónvarpsstöðin Fox Sports One myndi komast inn í samninginn og fá sýningarrétt á einhverjum leikjum. Svo varð ekki. Ein helsta breytingin á fyrirkomulagi útsendinga verða beinar netútsendingar ESPN. Stöðin mun sýna nokkra leiki í beinni útsendingu í gegnum vefsíðu sína, en hingað til hefur ESPN sýnt leiki í gegnum áskriftasjónvarp. NBA Tengdar fréttir Kyrie Irving fær tíu milljarða næstu fimm árin hjá Cleveland Leikstjórnandinn skrifar undir nýjan risasamning hjá Cavaliers í næstu viku. 1. júlí 2014 08:15 LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30 Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Sjá meira
NBA-deildin hefur nú gert nýjan samning um sjónvarpsrétt við sjónvarpsstöðvarnar ESPN og TNT. Samningurinn hljóðar upp á 24 milljarða Bandaríkjadala, eða tæplega þrjú þúsund milljarða yfir níu ára tímabil. Árlegar tekjur NBA-deildarinnar af samningnum verða um þrefalt hærri en núverandi sjónvarpssamningur gefur deildinni. Samningurinn nýi tekur gildi tímabilið 2016 – 2017. Hann mun hafa áhrif á launaþak liðanna í NBA-deildinni, því þakið er reiknað út frá tekjum deildarinnar. Þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið um samninginn í morgun hefur það lengi legið fyrir að hann myndi færa deildinni auknar tekjur og þannig hafa áhrif á launaþakið. Þannig má til dæmis útskýra ákvörðun LeBron James að semja við Cleveland Cavaliers til tveggja ára útfrá þessum nýja sjónvarpssamningi.LeBron James vissi hvað hann var að gera þegar hann samdi við Cavs til tveggja ára.Vísir/GettyLeikmannasamningar í NBA-deildinni eru talsvert staðlaðari en þekkist í öðrum íþróttum, eins og til dæmis knattspyrnu. Þannig mun þessi nýji sjónvarpssamningur líklegast hækka laun leikmanna umtalsvert á komandi árum. Þetta gefur liðum einnig tækifæri – allavega fyrst um sinn – að fjölga sterkum, launaháum leikmönnum. Samningurinn er sem fyrr segir við TNT og ESPN, sem hafa sýnt leiki deildarinnar í Bandaríkjunum undanfarin ár. Talið var að sjónvarpsstöðin Fox Sports One myndi komast inn í samninginn og fá sýningarrétt á einhverjum leikjum. Svo varð ekki. Ein helsta breytingin á fyrirkomulagi útsendinga verða beinar netútsendingar ESPN. Stöðin mun sýna nokkra leiki í beinni útsendingu í gegnum vefsíðu sína, en hingað til hefur ESPN sýnt leiki í gegnum áskriftasjónvarp.
NBA Tengdar fréttir Kyrie Irving fær tíu milljarða næstu fimm árin hjá Cleveland Leikstjórnandinn skrifar undir nýjan risasamning hjá Cavaliers í næstu viku. 1. júlí 2014 08:15 LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30 Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Sjá meira
Kyrie Irving fær tíu milljarða næstu fimm árin hjá Cleveland Leikstjórnandinn skrifar undir nýjan risasamning hjá Cavaliers í næstu viku. 1. júlí 2014 08:15
LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30
Utan vallar: Hvað er LeBron James að spá? Vísir fer yfir hvaða ástæður gætu legið að baki ákvörðun LeBron James um að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Miami Heat. Djúpt er kafað og skoðað hvort hann ætli sér jafnvel að vera áfram hjá Heat og sé að hjálpa liðinu að landa annarri stórstjörnu. 24. júní 2014 16:10