Tilkippileg á túr sigga dögg kynfræðingur skrifar 7. október 2014 14:00 Tíðir þurfa ekki að tákna kynlífsbindindi Mynd/Getty Það er gjarnan notað sem grín að „þeim tíma mánaðarins“ fylgir kynlífsbindindi en svoleiðis þarf það alls ekki að vera. Sögulega (og trúarlega) eru blæðingar taldar skítugar og blátt bann lagt við því að hafa samneyti við konu á túr. Það er bull. Túrblóð er ekki hættulegt. Né heldur kona sem er á túr. Fullnæging getur linað tíðarverki og því er í raun ekkert nema jákvætt við sexí túrtíma, hvort sem er ein eða með bólfélaga. Sumar konur eru graðar á túr og sumar ekki. Það er engin algild regla um þetta ekki frekar en um greddu eða kynhegðun. Stundum er kona gröð, og stundum ekki. Samþykki er jafn mikilvægt á þessum tíma mánaðarins sem og á öllum öðrum dögum. Stundum er blæðingum stillt þannig upp að konur sé einstaklega geðvondar en hormónalega séð ætti geðvonskan frekar að vera áður en tíðir hefjast (fyrirtíðarverkir) heldur en á meðan á þeim stendur.Sumar konur greina frá því að píkan sé næmari þegar þær eru á blæðingum og kynlíf því ánægjulegarMynd/GettyÞað eru meira að segja til menn sem eru sjúkir í að sofa hjá konum á blæðingum. New York magazine gerði smá úttekt á þessu málið og auðvitað er hægt að fíla þetta eins og hvað annað. Það er gott að byrja á byrjunnni þegar rætt er um tíðarkynlíf og þá er ágætt að fræða þá sem ekki hafa farið á blæðingar að blóðið sprautast ekki útúr leggöngunum eins og atriði úr Scarface eða Carrie. Það seytlar niður um leggöngin, í mismiklu magni en ekki af ákafa sem ætti að hamla kynferðislegar athafnir.Nokkur praktísk ráð:- Hægt er að leggja niður handklæði ef þú vilt ekki fá blóð í rúmfötin en blóði má hæglega ná úr með því að skola fyrst efnið með köldu vatni áður en er þvegið í þvottavél - Leghálsinn er viðkvæmari á blæðingum svo veldu stellingu sem örva hann ekki of mikið (ef samfarir með typpi eða gervilim eiga sér stað er gott að passa að fara ekki of djúpt) (nema þér þyki það gott) - Ef kynlíf á sér stað í vatni getur verið gott að nota sleipiefni því vatn þurrkar upp píkuna - Samkvæmt þyngdarlögmálinu þá getur verið gott að liggja útaf ef markmiðið er að draga úr blóðflæðinu - Ekki hafa túrtappa inni í leggöngum eða álfabikar ef limur fer inn í leggöngin - Kona getur orðið ólétt og smitað/smitast af kynsjúkdómum (og það virðist aukin hætta á smiti) svo best er að passa upp á það og nota smokkinn ef þú stundar kynlíf með typpi Heilsa Lífið Tengdar fréttir Tíðarteiti Til að fagna upphafi blæðinga er hægt að halda tíðarteiti fyrir táningsdótturina 2. júlí 2014 14:00 Krúttlega "Rósa frænka“ Það er loksins búið að gera upphafið að blæðingum skemmtilegt. 19. júní 2014 00:01 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Það er gjarnan notað sem grín að „þeim tíma mánaðarins“ fylgir kynlífsbindindi en svoleiðis þarf það alls ekki að vera. Sögulega (og trúarlega) eru blæðingar taldar skítugar og blátt bann lagt við því að hafa samneyti við konu á túr. Það er bull. Túrblóð er ekki hættulegt. Né heldur kona sem er á túr. Fullnæging getur linað tíðarverki og því er í raun ekkert nema jákvætt við sexí túrtíma, hvort sem er ein eða með bólfélaga. Sumar konur eru graðar á túr og sumar ekki. Það er engin algild regla um þetta ekki frekar en um greddu eða kynhegðun. Stundum er kona gröð, og stundum ekki. Samþykki er jafn mikilvægt á þessum tíma mánaðarins sem og á öllum öðrum dögum. Stundum er blæðingum stillt þannig upp að konur sé einstaklega geðvondar en hormónalega séð ætti geðvonskan frekar að vera áður en tíðir hefjast (fyrirtíðarverkir) heldur en á meðan á þeim stendur.Sumar konur greina frá því að píkan sé næmari þegar þær eru á blæðingum og kynlíf því ánægjulegarMynd/GettyÞað eru meira að segja til menn sem eru sjúkir í að sofa hjá konum á blæðingum. New York magazine gerði smá úttekt á þessu málið og auðvitað er hægt að fíla þetta eins og hvað annað. Það er gott að byrja á byrjunnni þegar rætt er um tíðarkynlíf og þá er ágætt að fræða þá sem ekki hafa farið á blæðingar að blóðið sprautast ekki útúr leggöngunum eins og atriði úr Scarface eða Carrie. Það seytlar niður um leggöngin, í mismiklu magni en ekki af ákafa sem ætti að hamla kynferðislegar athafnir.Nokkur praktísk ráð:- Hægt er að leggja niður handklæði ef þú vilt ekki fá blóð í rúmfötin en blóði má hæglega ná úr með því að skola fyrst efnið með köldu vatni áður en er þvegið í þvottavél - Leghálsinn er viðkvæmari á blæðingum svo veldu stellingu sem örva hann ekki of mikið (ef samfarir með typpi eða gervilim eiga sér stað er gott að passa að fara ekki of djúpt) (nema þér þyki það gott) - Ef kynlíf á sér stað í vatni getur verið gott að nota sleipiefni því vatn þurrkar upp píkuna - Samkvæmt þyngdarlögmálinu þá getur verið gott að liggja útaf ef markmiðið er að draga úr blóðflæðinu - Ekki hafa túrtappa inni í leggöngum eða álfabikar ef limur fer inn í leggöngin - Kona getur orðið ólétt og smitað/smitast af kynsjúkdómum (og það virðist aukin hætta á smiti) svo best er að passa upp á það og nota smokkinn ef þú stundar kynlíf með typpi
Heilsa Lífið Tengdar fréttir Tíðarteiti Til að fagna upphafi blæðinga er hægt að halda tíðarteiti fyrir táningsdótturina 2. júlí 2014 14:00 Krúttlega "Rósa frænka“ Það er loksins búið að gera upphafið að blæðingum skemmtilegt. 19. júní 2014 00:01 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Tíðarteiti Til að fagna upphafi blæðinga er hægt að halda tíðarteiti fyrir táningsdótturina 2. júlí 2014 14:00
Krúttlega "Rósa frænka“ Það er loksins búið að gera upphafið að blæðingum skemmtilegt. 19. júní 2014 00:01