Þrír menn úr flugher Bandaríkjanna voru nærri herstöð Bandaríkjanna á Okinawa eyju þegar alda dró þá á haf út samkvæmt AP fréttaveitunni. Einn þeirra fannst látinn en hinna er enn saknað. Leit stendur enn yfir en veður hefur gert leitarskilyrði slæm.
Yfirvöld í Japan ráðlögðu allt að tveimur milljónum manna að yfirgefa heimili sín vegna vatnavaxtanna. Hætt var við rúmlega sex hundruð flug til Tókýó og lestir voru stöðvaðar.