Óráð að taka veð í hlutabréfum banka í miðri bankakreppu Hjörtur Hjartarson skrifar 5. október 2014 19:30 Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri Ríkissjóður tapar 35 milljörðum króna vegna 500 milljóna evra láns Seðlabankans til Kaupþingi dagana fyrir hrun. Seðlabankastjóri segir að þann lærdóm megi draga af lánveitingunni að ekki eigi að taka veð í hlutabréfum í banka í miðri bankakreppu. Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 500 milljóna evra lán, um 76 milljarða króna á núvirði þann 6.október, 2008 í þeirri von um að þannig mætti bjarga bankanum frá gjaldþroti. Lánið var veitt með veði í danska bankanum FIH. Sá banki lenti sjálfur í vandræðum skömmu síðar. Stjórnendur Seðlabankans og Kaupþings á þessum tíma voru fullvissir um að engin áhætta væri fólgin í láninu, Seðlabankinn myndi alltaf fá sitt.Tíminn átti þó eftir að leiða í ljós að þessar spár þeirra gengu ekki eftir. Seðlabankinn fékk 40 milljarða fyrir söluna á FIH bankanum í september 2010. „Og útlitið var fyrir að við fengum ekkert í viðbót en okkur tókst núna með samningum í vor að tryggja okkur það að við fáum ákveðna hlutdeild í hagnaði bankans. Það verður þó ekkert mikið, eitthvað um 12 milljónir evra í viðbót. Þannig að það munu kannski tapast á þessu láni 35 milljarðar, eða þar um bil,“ segir Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri. Már vill síður setjast í dómarasætið um hvort veita hefði átt Kaupþing lánið enda var það gert áður en hann tók við starfi Seðlabankastjóra. „Átti að taka betra veð? Náttúrulega eftir á að hyggja þá er kannski sá lærdómur af þessu að það á ekki að taka veð í hlutabréfum banka í miðri bankakreppu, það er betra að taka veð í undirliggjandi eignum.“Már segir jafnframt að ómögulegt sé að segja til um hvað hefði gerst ef lánið til Kaupþings hefði ekki verið veitt. „Það er alveg ómögulegt að rekja söguna svona aftur á bak. Það má ekki gleyma því á þessum tímapunkti þá var áhlaup á erlenda fjármögnun allra alþjóðlegra banka fyrir utan þá bandarísku. Það var allsstaðar verið að róa lífróður,“ segir Már. Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira
Ríkissjóður tapar 35 milljörðum króna vegna 500 milljóna evra láns Seðlabankans til Kaupþingi dagana fyrir hrun. Seðlabankastjóri segir að þann lærdóm megi draga af lánveitingunni að ekki eigi að taka veð í hlutabréfum í banka í miðri bankakreppu. Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 500 milljóna evra lán, um 76 milljarða króna á núvirði þann 6.október, 2008 í þeirri von um að þannig mætti bjarga bankanum frá gjaldþroti. Lánið var veitt með veði í danska bankanum FIH. Sá banki lenti sjálfur í vandræðum skömmu síðar. Stjórnendur Seðlabankans og Kaupþings á þessum tíma voru fullvissir um að engin áhætta væri fólgin í láninu, Seðlabankinn myndi alltaf fá sitt.Tíminn átti þó eftir að leiða í ljós að þessar spár þeirra gengu ekki eftir. Seðlabankinn fékk 40 milljarða fyrir söluna á FIH bankanum í september 2010. „Og útlitið var fyrir að við fengum ekkert í viðbót en okkur tókst núna með samningum í vor að tryggja okkur það að við fáum ákveðna hlutdeild í hagnaði bankans. Það verður þó ekkert mikið, eitthvað um 12 milljónir evra í viðbót. Þannig að það munu kannski tapast á þessu láni 35 milljarðar, eða þar um bil,“ segir Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri. Már vill síður setjast í dómarasætið um hvort veita hefði átt Kaupþing lánið enda var það gert áður en hann tók við starfi Seðlabankastjóra. „Átti að taka betra veð? Náttúrulega eftir á að hyggja þá er kannski sá lærdómur af þessu að það á ekki að taka veð í hlutabréfum banka í miðri bankakreppu, það er betra að taka veð í undirliggjandi eignum.“Már segir jafnframt að ómögulegt sé að segja til um hvað hefði gerst ef lánið til Kaupþings hefði ekki verið veitt. „Það er alveg ómögulegt að rekja söguna svona aftur á bak. Það má ekki gleyma því á þessum tímapunkti þá var áhlaup á erlenda fjármögnun allra alþjóðlegra banka fyrir utan þá bandarísku. Það var allsstaðar verið að róa lífróður,“ segir Már.
Mest lesið Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Sjá meira