Oliver Wilson hafði sigur í Skotlandi 5. október 2014 16:32 Oliver Wilson les pútt á St. Andrews í dag. Getty Englendingurinn Oliver Wilson sigraði á Alfred Dunhill Links meistaramótinu sem kláraðist í dag en sigurinn er hans fyrsti á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Fyrstu þrír hringirnir voru leiknir til skiptis á Kingsbarns, Carnoustie og St. Andrews völlunum í Skotlandi en lokahringurinn fór fram á þeim síðastnefnda. Wilson lék hringina fjóra á samtals 17 höggum undir pari, einu höggi betur heldur en þeir Richie Ramsey, Rory McIlroy og Tommy Fleetwood, en sá síðastnefndi missti rúmlega þriggja metra pútt á lokaholunni til þess að knýja fram bráðabana. Oliver Wilson hefur verið í mikilli lægð á undanförnum árum og kom inn í mótið í 972. sæti á heimslistanum. Hann var því mjög nálægt því að missa keppnisrétt sinn á Evrópumótaröðinni fyrir næsta ár en með sigrinum í dag á hann eflaust eftir að fljúga upp heimslistann auk þess að hann hefur tryggt sér keppnisrétt á mótaröðinni í tvö ár í viðbót. Alfred Dunhill Links meistaramótið er eitt veglegasta mótið sem haldið er á Evrópumótaröðinni ár hvert en Wilson fékk rúmlega 96 milljónir króna í sinn hlut fyrir sigurinn. Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Englendingurinn Oliver Wilson sigraði á Alfred Dunhill Links meistaramótinu sem kláraðist í dag en sigurinn er hans fyrsti á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Fyrstu þrír hringirnir voru leiknir til skiptis á Kingsbarns, Carnoustie og St. Andrews völlunum í Skotlandi en lokahringurinn fór fram á þeim síðastnefnda. Wilson lék hringina fjóra á samtals 17 höggum undir pari, einu höggi betur heldur en þeir Richie Ramsey, Rory McIlroy og Tommy Fleetwood, en sá síðastnefndi missti rúmlega þriggja metra pútt á lokaholunni til þess að knýja fram bráðabana. Oliver Wilson hefur verið í mikilli lægð á undanförnum árum og kom inn í mótið í 972. sæti á heimslistanum. Hann var því mjög nálægt því að missa keppnisrétt sinn á Evrópumótaröðinni fyrir næsta ár en með sigrinum í dag á hann eflaust eftir að fljúga upp heimslistann auk þess að hann hefur tryggt sér keppnisrétt á mótaröðinni í tvö ár í viðbót. Alfred Dunhill Links meistaramótið er eitt veglegasta mótið sem haldið er á Evrópumótaröðinni ár hvert en Wilson fékk rúmlega 96 milljónir króna í sinn hlut fyrir sigurinn.
Golf Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira