Margir um hituna í Skotlandi á Alfred Dunhill Links meistaramótinu 3. október 2014 18:12 Padraig Harrington hefur leikið vel í Skotlandi. AP/Getty Eitt stærsta mót ársins á Evrópumótaröðinni, Alfred Dunhill Links meistaramótið, fer fram nú um helgina en leikið er á þremur goðsagnakenndum golfvöllum í Skotlandi, Kingsbarns, Carnoustie og St. Andrews. Eftir tvo hringi leiðir Frakkinn Raphael Jacquelin mótið en hann hefur leikið fyrstu tvo hringina á níu höggum undir pari. Fjórir kylfingar eru jafnir í öðru sæti á átta höggum undir pari en það eru þeir Alexander Levy,Oliver Wilson, Shane Lowry og sjálfur Padraig Harrington sem hefur verið í töluverðri lægt að undanförnu. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, er með í mótinu en hann er jafn í 20. sæti á fjórum höggum undir pari og gæti með góðum hring á morgun blandað sér í baráttu efstu manna. Fleiri stjörnur úr evrópska liðinu í Rydernum eru meðal keppenda en þar má nefna Victor Dubuisson sem er jafn McIlroy á fjórum undir pari, Stephen Gallacher á sex undir og Martin Kaymer sem hefur leikið illa hingað til og er á tveimur höggum yfir pari. Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending frá þriðja hring klukkan 12:00 á morgun. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Eitt stærsta mót ársins á Evrópumótaröðinni, Alfred Dunhill Links meistaramótið, fer fram nú um helgina en leikið er á þremur goðsagnakenndum golfvöllum í Skotlandi, Kingsbarns, Carnoustie og St. Andrews. Eftir tvo hringi leiðir Frakkinn Raphael Jacquelin mótið en hann hefur leikið fyrstu tvo hringina á níu höggum undir pari. Fjórir kylfingar eru jafnir í öðru sæti á átta höggum undir pari en það eru þeir Alexander Levy,Oliver Wilson, Shane Lowry og sjálfur Padraig Harrington sem hefur verið í töluverðri lægt að undanförnu. Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, er með í mótinu en hann er jafn í 20. sæti á fjórum höggum undir pari og gæti með góðum hring á morgun blandað sér í baráttu efstu manna. Fleiri stjörnur úr evrópska liðinu í Rydernum eru meðal keppenda en þar má nefna Victor Dubuisson sem er jafn McIlroy á fjórum undir pari, Stephen Gallacher á sex undir og Martin Kaymer sem hefur leikið illa hingað til og er á tveimur höggum yfir pari. Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending frá þriðja hring klukkan 12:00 á morgun.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira