Mikilvægt að ætla sér ekki um of Birta Björnsdóttir skrifar 3. október 2014 14:00 Meistaramánuður hófst formlega síðastliðinn miðvikudag, en mánuðurinn gengur að miklu leyti út á markmiðasetningu. En hvernig er best að haga markmiðasetningu og hvaða markmið er raunhæft að setja sér? „Þá má í upphafi velta fyrir sér hvort maður sé að leggja upp í eitt afmarkað verkefni eða hvort verið er að búa til heildarstefnu fyrir sjálfan sig. Allt er þetta spurning um að takast á við venjur, hvernig á að breyta venjum og viðhorfum,“ segir Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, en hann rekur sína eigin sálfræðistofu en á einnig að baki farsælan feril sem handboltaþjálfari, og hefur meðal annars þjálfað íslenska landsliðið í handknattleik og einnig stórliðið Kiel í Þýskalandi. Hann hefur skrifað fjölmargar bækur, þar sem meðal annars er fjallað um markmiðasetningu, sjálfstjórn og sjálfstraust, svo fátt eitt sé nefnt „Þessi átök, eins og Meistaramánuður, sem er góðra gjalda verður, að þá vona ég að fólk hugsi þetta sem byrjun hjá sér. Þannig að þetta sé ekki enn eitt átakið og svo förum við beint aftur í gamla farið. Og þá er líka mikilvægt að ætla sér ekki um of. Byrja kannski á einni lítilli breytingu. Maður sér það of oft að fólk fer allt of geyst af stað og ætlar sér of mikið á stuttum tíma. Ansi margir gugna þá eftir nokkrar vikur og finnst þeir vera komnir á byrjunarreit. Frekar mæli ég með því að byggja upp sjálfstraustið smátt og smátt með litlum markmiðum og bæta svo við.“ Jóhann Ingi segir sjálfstraustið koma frá okkur sjálfum, við getum ákveðið hvernig við mætum til leiks í líf og starfi. Hann segir mikilvægt að lifa í núinu og horfa til framtíðar, ekki fortíðar. „Þó svo að ekki hafi tekist að ná markmiðum í síðasta Meistaramánuði er ekki þar með sagt að það muni heldur ekki ganga í ár. Kannski er betra þá að hugsa í minni skrefum í ár til að byrja með og auka svo við,“ segir Jóhann Ingi. Heilsa Meistaramánuður Tengdar fréttir Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði Október er mánuður meistaranna. Markmiðin þátttakenda eru af öllum toga. 1. október 2014 13:00 5 bestu snjallsímaforritin fyrir skipulagðara líf Heilsuvísir er búinn að taka saman 5 forrit sem þú getur hlaðið niður í símann þinn og hjálpa þér við að ná betri árangri í þeim verkefnum og markmiðum sem að þú ætlar að setja þér. 30. september 2014 00:01 Allir geta orðið meistarar "Meistaramánuður er í raun lífstílsátak þar sem fólk á öllum aldri skorar sjálft sig á hólm og reynir að bæta sig á einhvern hátt. Allir sem eru tilbúnir að setja sér einhver markmið og fylgja þeim eftir í einn mánuð geta tekið þátt,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson, einn stofnenda Meistaramánuðar. 1. október 2014 14:00 Allir með í Meistaramánuði Birta Björnsdóttir hefur að undanförnu sankað að sér hvetjandi og skemmtilegu efni sem tengist meistaramánuðinum á einhvern hátt. 29. september 2014 13:48 Skráning í Meistaramánuð hafin! Heilsuvísir hvetur sem flesta til að taka þátt. 23. september 2014 12:00 Meistaramánuður á Twitter Nú er Meistaramánuður að hefjast og einhverjir farnir að setja sér markmið. Því er tilvalið að skoða hvað Íslendingar höfðu að segja á Twitter í upphafi #meistaram. 2. október 2014 15:30 Munaður í Meistaramánuði Nú er Meistaramánuður og um að gera að setja sér háleit markmið, og auðvitað á það einnig við um ástarlífið. 1. október 2014 11:00 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Meistaramánuður hófst formlega síðastliðinn miðvikudag, en mánuðurinn gengur að miklu leyti út á markmiðasetningu. En hvernig er best að haga markmiðasetningu og hvaða markmið er raunhæft að setja sér? „Þá má í upphafi velta fyrir sér hvort maður sé að leggja upp í eitt afmarkað verkefni eða hvort verið er að búa til heildarstefnu fyrir sjálfan sig. Allt er þetta spurning um að takast á við venjur, hvernig á að breyta venjum og viðhorfum,“ segir Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, en hann rekur sína eigin sálfræðistofu en á einnig að baki farsælan feril sem handboltaþjálfari, og hefur meðal annars þjálfað íslenska landsliðið í handknattleik og einnig stórliðið Kiel í Þýskalandi. Hann hefur skrifað fjölmargar bækur, þar sem meðal annars er fjallað um markmiðasetningu, sjálfstjórn og sjálfstraust, svo fátt eitt sé nefnt „Þessi átök, eins og Meistaramánuður, sem er góðra gjalda verður, að þá vona ég að fólk hugsi þetta sem byrjun hjá sér. Þannig að þetta sé ekki enn eitt átakið og svo förum við beint aftur í gamla farið. Og þá er líka mikilvægt að ætla sér ekki um of. Byrja kannski á einni lítilli breytingu. Maður sér það of oft að fólk fer allt of geyst af stað og ætlar sér of mikið á stuttum tíma. Ansi margir gugna þá eftir nokkrar vikur og finnst þeir vera komnir á byrjunarreit. Frekar mæli ég með því að byggja upp sjálfstraustið smátt og smátt með litlum markmiðum og bæta svo við.“ Jóhann Ingi segir sjálfstraustið koma frá okkur sjálfum, við getum ákveðið hvernig við mætum til leiks í líf og starfi. Hann segir mikilvægt að lifa í núinu og horfa til framtíðar, ekki fortíðar. „Þó svo að ekki hafi tekist að ná markmiðum í síðasta Meistaramánuði er ekki þar með sagt að það muni heldur ekki ganga í ár. Kannski er betra þá að hugsa í minni skrefum í ár til að byrja með og auka svo við,“ segir Jóhann Ingi.
Heilsa Meistaramánuður Tengdar fréttir Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði Október er mánuður meistaranna. Markmiðin þátttakenda eru af öllum toga. 1. október 2014 13:00 5 bestu snjallsímaforritin fyrir skipulagðara líf Heilsuvísir er búinn að taka saman 5 forrit sem þú getur hlaðið niður í símann þinn og hjálpa þér við að ná betri árangri í þeim verkefnum og markmiðum sem að þú ætlar að setja þér. 30. september 2014 00:01 Allir geta orðið meistarar "Meistaramánuður er í raun lífstílsátak þar sem fólk á öllum aldri skorar sjálft sig á hólm og reynir að bæta sig á einhvern hátt. Allir sem eru tilbúnir að setja sér einhver markmið og fylgja þeim eftir í einn mánuð geta tekið þátt,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson, einn stofnenda Meistaramánuðar. 1. október 2014 14:00 Allir með í Meistaramánuði Birta Björnsdóttir hefur að undanförnu sankað að sér hvetjandi og skemmtilegu efni sem tengist meistaramánuðinum á einhvern hátt. 29. september 2014 13:48 Skráning í Meistaramánuð hafin! Heilsuvísir hvetur sem flesta til að taka þátt. 23. september 2014 12:00 Meistaramánuður á Twitter Nú er Meistaramánuður að hefjast og einhverjir farnir að setja sér markmið. Því er tilvalið að skoða hvað Íslendingar höfðu að segja á Twitter í upphafi #meistaram. 2. október 2014 15:30 Munaður í Meistaramánuði Nú er Meistaramánuður og um að gera að setja sér háleit markmið, og auðvitað á það einnig við um ástarlífið. 1. október 2014 11:00 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði Október er mánuður meistaranna. Markmiðin þátttakenda eru af öllum toga. 1. október 2014 13:00
5 bestu snjallsímaforritin fyrir skipulagðara líf Heilsuvísir er búinn að taka saman 5 forrit sem þú getur hlaðið niður í símann þinn og hjálpa þér við að ná betri árangri í þeim verkefnum og markmiðum sem að þú ætlar að setja þér. 30. september 2014 00:01
Allir geta orðið meistarar "Meistaramánuður er í raun lífstílsátak þar sem fólk á öllum aldri skorar sjálft sig á hólm og reynir að bæta sig á einhvern hátt. Allir sem eru tilbúnir að setja sér einhver markmið og fylgja þeim eftir í einn mánuð geta tekið þátt,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson, einn stofnenda Meistaramánuðar. 1. október 2014 14:00
Allir með í Meistaramánuði Birta Björnsdóttir hefur að undanförnu sankað að sér hvetjandi og skemmtilegu efni sem tengist meistaramánuðinum á einhvern hátt. 29. september 2014 13:48
Skráning í Meistaramánuð hafin! Heilsuvísir hvetur sem flesta til að taka þátt. 23. september 2014 12:00
Meistaramánuður á Twitter Nú er Meistaramánuður að hefjast og einhverjir farnir að setja sér markmið. Því er tilvalið að skoða hvað Íslendingar höfðu að segja á Twitter í upphafi #meistaram. 2. október 2014 15:30
Munaður í Meistaramánuði Nú er Meistaramánuður og um að gera að setja sér háleit markmið, og auðvitað á það einnig við um ástarlífið. 1. október 2014 11:00