Hjörtur hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2014 16:16 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Hirti verðlaunin sem nema 600 þúsund krónum. Mynd/Reykjavíkurborg Hjörtur Marteinsson var afhent Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2014 fyrir ljóðahandritið Alzheimer-tilbrigðin í Höfða fyrr í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema 600 þúsund krónum, en fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Tunglsins. Í umsögn dómnefndar segir: „Ljóðabókin Alzheimer-tilbrigðin eftir Hjört Marteinsson hefur sérkennilegt og seiðandi aðdráttarafl [...] Tónn bókarinnar er gráglettinn, hlýr, mjúkur og allt að því angurvær og höfundur miðlar vel þeirri þokukenndu tilfinningu sem hlýtur að fylgja því að horfa upp á ástvin sinn hverfa inn í völundarhús hugans, án mikillar vonar um endurkomu. Þessi tilfinning kemur ekki síst fram í beinskeyttum upphafslínum bókarinnar þegar ljóðmælandi hefst handa við að lýsa sjúkdómnum og áhrifum hans, en þar er sleginn sá mjúki sorgartónn sem einkennir verðlaunabókina Alzheimer-tilbrigðin: „Það gerðist bara.““ Hjörtur Marteinsson er fæddur í Reykjavík 1957 og er með B.A.-próf í íslensku og M.A.-próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands ásamt kennsluréttindum frá sama skóla. Hjörtur hefur gefið út tvær ljóðabækur, Ljóshvolfin 1996 og Myrkurbil 1999 og árið 2000 hlaut hann líka Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, en þá fyrir skáldsöguna AM 00. Ljóðstaf Jóns úr Vör hlaut hann árið 2004. Meðfram skrifum kennir hann nú íslensku á unglingastigi við Árbæjarskóla í Reykjavík og nemur ritlist við HÍ. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Hjörtur hafi einnig lagt stund á myndlist, haldið sex einkasýningar hér innanlands og tekið þátt í tveimur samsýningum með sambýliskonu sinni, Guðbjörgu Lind Jónsdóttur listmálara. „Stendur önnur sýningin nú yfir í Listasafni Ísafjarðar. Þau Guðbjörg eiga þrjá syni og hlaut sá í miðið, Dagur Hjartarson, bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2012.“ Alls bárust 48 handrit að þessu sinni, en í dómnefnd sátu þau Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Bjarni Bjarnason og Davíð Stefánsson formaður nefndarinnar. Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Hjörtur Marteinsson var afhent Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2014 fyrir ljóðahandritið Alzheimer-tilbrigðin í Höfða fyrr í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema 600 þúsund krónum, en fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Tunglsins. Í umsögn dómnefndar segir: „Ljóðabókin Alzheimer-tilbrigðin eftir Hjört Marteinsson hefur sérkennilegt og seiðandi aðdráttarafl [...] Tónn bókarinnar er gráglettinn, hlýr, mjúkur og allt að því angurvær og höfundur miðlar vel þeirri þokukenndu tilfinningu sem hlýtur að fylgja því að horfa upp á ástvin sinn hverfa inn í völundarhús hugans, án mikillar vonar um endurkomu. Þessi tilfinning kemur ekki síst fram í beinskeyttum upphafslínum bókarinnar þegar ljóðmælandi hefst handa við að lýsa sjúkdómnum og áhrifum hans, en þar er sleginn sá mjúki sorgartónn sem einkennir verðlaunabókina Alzheimer-tilbrigðin: „Það gerðist bara.““ Hjörtur Marteinsson er fæddur í Reykjavík 1957 og er með B.A.-próf í íslensku og M.A.-próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands ásamt kennsluréttindum frá sama skóla. Hjörtur hefur gefið út tvær ljóðabækur, Ljóshvolfin 1996 og Myrkurbil 1999 og árið 2000 hlaut hann líka Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, en þá fyrir skáldsöguna AM 00. Ljóðstaf Jóns úr Vör hlaut hann árið 2004. Meðfram skrifum kennir hann nú íslensku á unglingastigi við Árbæjarskóla í Reykjavík og nemur ritlist við HÍ. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Hjörtur hafi einnig lagt stund á myndlist, haldið sex einkasýningar hér innanlands og tekið þátt í tveimur samsýningum með sambýliskonu sinni, Guðbjörgu Lind Jónsdóttur listmálara. „Stendur önnur sýningin nú yfir í Listasafni Ísafjarðar. Þau Guðbjörg eiga þrjá syni og hlaut sá í miðið, Dagur Hjartarson, bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2012.“ Alls bárust 48 handrit að þessu sinni, en í dómnefnd sátu þau Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Bjarni Bjarnason og Davíð Stefánsson formaður nefndarinnar.
Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira