Körfubolti

Carmelo Anthony: Ég er vanmetnasta stjarnan í NBA-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carmelo Anthony.
Carmelo Anthony. Vísir/Getty
Carmelo Anthony, leikmaður New York Knicks í NBA-deildinni í körfubolta, telur að hann fá ekki þá umfjöllun og hrós sem hann á skilið en hann var spurður út í þetta í viðtali á ESPN-sjónvarpsstöðinni.

Carmelo Anthony hefur skorað 25,3 stig að meðaltali í leik á ellefu tímabilum sínum í NBA-deildinni en hann hefur spilað með New York Knicks frá febrúar 2011. Hann hefur hinsvegar aldrei verið nálægt því að vinna meistaratitilinn.

„Ég held að ég sé vanmetnasta stjarnan í NBA en það skiptir mig engu máli," sagði Carmelo Anthony hlæjandi í viðtali við Chris Broussard á ESPN.

„Ég veit það best hvað ég get. Ég veit hvað mikla vinnu ég legg á mig og hvað ég set mikið í körfuboltann. Ég veit líka hvað ég hef verið stöðugur allan minn feril og ég skila mínu á hverjum degi," sagði Carmelo Anthony.

„Það skiptir mig því ekki máli þótt ég sé vanmetinn sem súperstjarna eða að ég sé ekki að fá þá virðingu sem ég skilið. Ég trú því að þetta komi allt saman á endanum ef allt gengur upp," sagði Carmelo.

Carmelo Anthony var stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar 2012-13 og lenti í öðru sæti á eftir Kevin Durant á síðasta tímabili. Lið hans hafa komist tíu sinnum í úrslitakeppnina á ellefu árum hans í deildina en hafa jafnframt aðeins komist einu sinni lengra en í aðra umferð.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×